Saga - 1961, Síða 117
Gísli Sigurðsson:
Fornubúöir
Fornubúðir hét hann, verzlunarstaðurinn við Hafnar-
f jörð á miðöldum. Hann er talinn hafa staðið á Hvaleyrar-
granda, sem líka er nefndur Hafnarfjarðargrandi eða
Grandinn við Hafnarfjörð. Þarna er hann talinn hafa
staðið, frá því sögur hófust um verzlun og siglingar til
Hafnarfjarðar fram til ársins 1677, að verzlunarstaður-
inn var fluttur norður yfir fjörðinn, í land Akurgerðis,
hjáleigunnar hjá Görðum. Talið er, að færsla þessi hafi
átt sér stað sérstaklega vegna þess, að þrengdist um hann
af landbroti og sjávargangi.
Hvaleyri er höfði, sem skagar norður í Hafnarfjörð.
Hann er um 20 metrar yfir sjávarmál, þar sem hann er
hæstur heim við Hvaleyrarbæ. Höfðanum hallar heiman
frá bæ suð-vestur og vestur niður að Hvaleyrarsandi,
norð-vestur, norður og norð-austur fram á bergbrún ekki
ýkja háa, og er þar fjaran undir og fellur sjór upp að
berginu. Frá Drundinum, en svo er vestasti eða nyrzti
hluti höfðans stundum kallaður, lækkar bergið smátt og
smátt, þar til hæðin yfir sjávarmál er varla meira en
1 til 2 metrar neðst og austast í túninu. Hvaleyrargrand-
inn er langur tangi, sem liggur frá Hvaleyrartúnum inn
og austur með suðurlandinu. Hann er skilinn frá suður-
landinu af tveimur tjörnum, Hvaleyrartjörn, sem er vest-
ar og nær Hvaleyri og nokkru stærri, og óseyrartjörn,
sem er austar og innar. Hvaleyrartjörn nær heiman frá
Hvaleyrartúngarði út að Skiphól, og er þröngur ós úr
henni út í Óseyrartjöm. Hjá Óseyri er annar ós, sem flyt-
ur allt rennsli inn og út úr báðum tjörnunum. Fram undir
aldamótin 1800 mun hér hafa verið aðeins um eina tjöra
að ræða. Verður síðar vikið að því. Hvaleyrargrandi er