Saga - 1961, Page 121
FORNUBÚÐIR
295
Þriðji verður tilnefndur, en það er Háigrandi, yzti tangi
Hvaleyrargranda. Hverjar eru svo heimildir, og hvern
þessara staða styðja þær bezt? Annálar koma hér aðallega
til greina, þá skipti, sem gjörð voru 1775 á Hvaleyri, og
svo uppdráttur gerður um svipað leyti.
Við 1413 segir í annál, að Ríkharður, enskur maður,
hafi komið skipi sínu í Hafnarfjörð. Eftir þetta er oft get-
ið um komu enskra skipa. Síðar taka þýzkir að venja kom-
ur sínar hingað, og verða þá allmiklar viðsjár með þeim
og Englendingum. Þetta staðfesta bæði enskir og þýzkir
annálar og fleiri heimildir. Virðist svo sem þýzkir hafi
með tímanum hrakið enska héðan því nær alveg.
Setbergsannáll segir svo árið 1520: „Kaupstaðir danskra
voru þá ekki víða byggðir, en víða voru þá búðir þeirra
þýzku með því móti, að tjaldað var yfir tóttunum. Sér enn
merki þeirra syðra, bæði kringum Hafnarfjörð og í
Hraunum og annarstaðar.“ Eftir þetta sigldu þýzkir lengi
upp Hafnarf jörð eða fram um 1600. Sami annáll segir svo
frá við árið 1663: „Drukknuðu á Hvaleyrargranda í
Hafnarfirði 3 menn, Ásbjörn Jörinsson og sonur hans,
Jörin; sá þriðji hét Jón, sonur hans, frá Bjarnastöðum í
Selvogi. Vildu ríða yfir ósinn frá kaupstaðnum, sem þá
var á grandanum, en ósinn var eigi reiður. Sá fjórði náð-
ist með lífi, hélt sér við hestinn." Fitjaannáll segir svo frá
bessu sama atviki: „25. júnii drukknuðu á Hafnarfjarðar-
granda hjá Hvaleyri, hvar gömlu kaupmannabúðirnar
stóðu, þrír menn, einn þeirra Ásbjörn Jörinsson og synir
hans tveir, áttu heima á Bjarnastöðum í Selvogi.“
Jarðabókin frá 1703 getur ekki með einu orði verzlunar-
staðarins forna við Hafnarfjörð, að hann hafi staðið á
Hvaleyrargranda. Hefði þó mátt búast við því, þar sem
stutt var um liðið frá flutningi hans. 1775 fara fram skipti
a túnum og lendum Hvaleyrar milli þeirra Þorsteins bónda
Jónssonar og Poltz skipstjóra. Skiptin á Grandanum verða
a 90 faðma spildu, og er henni skipt í þrjár 30 faðma skák-
lr» sein þeir leiguliðarnir síðan skipta milli sín í 15 faðma