Saga - 1961, Síða 123
FORNUBÚÐIR
297
Hvaða ályktanir verða þá dregnar af framanskráðu um
verzlunarstaðinn við Hafnarfjörð?
Að enskir munu fyrstir hafa siglt upp fjörðinn og þá
vafalaust valið verzlunarstaðnum aðsetur. Að þýzkir hafi
síðan tekið staðinn og haldið honum. Báðir þessir aðilar
munu hafa valið stað, þar sem gott var athafnasvæði. Gott
að afferma og ferma skip. Og þar sem viðsjár miklar voru
með þeim, urðu þeir að velja staðinn þannig, að gott væri
til varnar. Heim við tún var ekki gott athafnasvæði, þar
sem skipin hafa þá orðið að liggja langt frá landi út í
Tjörninni og því erfitt að afferma þau og ferma. Þar var
frá náttúrunnar hendi ekki gott til varnar. Þessi staður er
því með öllu útilokaður. Skiphóll kemur ekki heldur til
greina. Hann var þá ekki áfastur Grandanum. Þá er eftir
Háigrandi, og er það tvímælalaust álitlegasti staðurinn.
I þann tíma, sem verzlunarstaðurinn var á Hvaleyrar-
granda, hefur Háigrandi verið eins konar höfði eða hólmi.
Ekki var það eins dæmi, að verzlunarstað væri valinn stað-
ur á hólmum eða höfðum yzt við fjörðu og víkur. Þannig
stóð Hólmskaupstaður við Reykjavík yzt á granda, en
hann var færður um eða eftir 1700. Þar mátti fram til
1884 sjá nokkra grastó, eftir því sem Þórbergur Þórðar-
son segir í ritgerð um það efni í Landnámi Ingólfs.
Á þessum hólma eða höfða, Háagranda, hefur auðveld-
lega mátt koma fyrir húsum, tóttum sem tjaldað var yfir.
Vel mátti fleyta allstórum skipum og leggja þeim við há-
an, þverhníptan bakkann og binda þau. Ferming og afferm-
Jng var því óvenju hagstæð. Af landi varð Háigrandi ekki
sóttur nema frá einni hlið og þar auðvelt að verjast óvin-
um. En það, sem tekur af öll tvímæli um legu verzlunar-
staðarins, eru þó ummæli Skarðsár- og Setbergsannála um
drukknun þeirra Bjarnastaðafeðga, Ásbjörns Jörinssonar
°g sona hans. Hann vildi ríða ósinn frá verzlunarstaðnum,
en ósinn var óreiður. Við þekkjum þetta Hafnfirðingar,
sem munum ósinn milli Háagranda og óseyrar meðan
hann var óheftur. Þá var hann hverjum hesti ófær, með-