Saga - 1961, Side 125
Hermann Pálsson:
Athugasemd um Arons sögu
Á það hefur oft verið bent, að eitthvað hlýtur að vera
bogið við ættartölu Hjörleifs Gilssonar, eins og hún er rak-
in í Arons sögu. Ættartala þessi kemur hvergi fyrir ann-
ars staðar, og hljóðar hún á þessa lund:
Yngvildur hét móðir Hjörleifs og var Halldórs dóttir,
Brands sonar ins örva, er bæði var víðfrægur útanlands
og innan.
Nú er það alkunna, að Brandur hinn örvi getur naum-
ast verið fæddur öllu síðar en um 980, því að hann á skip
í förum árið 999 og er þá staddur í Noregi, að því er ólafs
saga Odds munks og ýmsar aðrar heimildir telja. En Hjör-
leifur lézt árið 1227 eða þar um bil, og því eru ættliðirnir
bersýnilega of fáir. Annað atriði gerir þessa ættfærslu
einnig hæpna. Þótt Brands örva sé getið í nokkrum heim-
ildum, þá er þess hvergi minnzt nema 1 Arons sögu, að
hann hafi átt afkomendur. í Eyrbyggja sögu segir, að
Snorri goði hafi gefið Brandi Sigríði dóttur sína, en hún
hafi síðar gifzt Kolla Þormóðarsyni. Snorri goði lézt árið
1031, og hefur Brandur því gengið að eiga Sigríði fyrir
þann tíma. Hins vegar virðist Brandur hafa lifað fram
undir miðja 11. öld, þar sem hans er getið við hirð Har-
alds harðráða, og má því ætla, að þau Brandur og Sigríð-
nr hafi skilið samvistir og hún hafi gifzt Kolla, meðan
Kort af Hvaleyrartjörn gert af Birni Bjarnarsyni 15.—18. júni 1887.
■FrumritiB af korti þessu er i skjalasafni Hafnarfjarðar, er þar I plögg-
um varBandi sölu Brydeseigna til HafnarfjarSarkaupstaðar, en salan
^r>fram ^an- 1911. Kortið virðist gert eftir allnákvæmum mælingum
°g ber að verulegu leyti heim við kort herforingjaráðsins danska, sem
f 6r Um árum síðar. Grandahöfði, sem sýndur er á kortinu, nefn-
st avaUt eldra nafni Háigrandi i ritgerðinni. Gísli Sigurðsson.