Saga - 1961, Page 129
ATHUGASEMD UM ARONS SÖGU
303
1 Arons sögu er þess getið um Hjörleif Gilsson, að hann
hafi fyrst búið í Bjarnarhöfn, en síðan í Miklaho'lti. Höf-
undi sögunnar hefur eflaust verið kunnugt um, að í Bjarn-
arhöfn höfðu forðum búið forfeður Brands örva. Björn
austræni landnámsmaður byggði þar fyrstur, en síðan
mann fram af manni þeir Kjallakur gamli sonur hans,
Þorgrímur goði og Vermundur mjóvi. En Vermundur
fluttist að Vatnsfirði, og hið næsta, sem vitað verður um
ábúendur Bjarnarhafnar, er frásögn Eyrbyggju, að þau
Sigríður Snorradóttir og Kolli, síðari maður hennar, hafi
búið þar, en hún var áður gift Brandi örva, eins og fyrr
er getið. Um bústað Brands eru engar heimildir. Sam-
kvæmt Finnboga sögu ramma átti Brandur heima á Aust-
urlandi, en slíku verður ekki treyst, þótt vafasamt só að
hafna því algerlega. Hvað sem því líður, er sennilegt, að
Bjarnarhöfn hafi um sinn horfið úr ábúð afkomenda Ver-
mundar. En síðan er allt á huldu um þá jörð, unz Hjör-
leifur Gilsson býr þar um hríð einhvem tíma um 1200.