Saga - 1961, Page 130
Nanna Ólafsdóttir:
Þróim í húsashpun íslendinga að fornu
Nokkrar athuganir
Dr. Valtýr Guðmundsson hélt því fram í doktorsritgerð
sinni, Privatboligen pá Island i Sagatiden samt delvis i
det 0vrige Norden, sem út kom 1889, að gangabærinn
hefði verið á íslandi frá upphafi íslandsbyggðar. Hann
taldi fornbókmenntirnar sanna þetta, svo og þær forn-
leifarannsóknir, sem þá höfðu farið fram, en Brynjúlfur
Jónsson frá Minna-Núpi og Sigurður Vigfússon höfðu
aðallega framkvæmt þær. Samkvæmt þessu tvennu áleit
Valtýr, að þrenns konar bæjarskipulag hefði verið á Is-
landi fyrstu 400 árin: 1) eitt langt hús skipt í sundur með
þverveggjum („hvert hús stóð af enda annars“); 2) einn-
ig svokallað langhús og áföst hús að baki, innangengt í
þau úr aðalbyggingunni um göng (Valtýr segir aðalbygg-
inguna hafa verið 3 hús (herbergi) og gangana 2, sbr. 3.
og 4. mynd á 77. bls. í Privatboligen . . .); 3) gangabær
eins og við þekkjum hann frá síðari tímum, þar sem gang-
ur eða göng þvert í gegnum bæinn tengir öll húsin (her-
bergin).
Færeyinga og Grænlendinga hina fornu taldi hann hafa
byggt með sama sniði og Islendingar, um það vitnuðu bók-
menntirnar og einnig fornleifarannsóknir, að því er Græn-
land varðaði. I Noregi væri gangabærinn ekki til frá síð-
ari tímum og bókmenntirnar gæfu ekki nægilega skýra
mynd af ástandinu fyrr á tímum. I Danmörku og Svíþjóð
hefði gangabærinn aldrei verið til, en fornar bæjarrústir
á Gotlandi og ölandi væru sams konar og fornar rústir á
íslandi. Á Orkneyjum væri ekkert að fara eftir.
Niðurstaða Valtýs er sú, að langhúsið skv. gerð 1 og 2
sé samnorrænt fyrirbrigði, en gangabærinn sérstæður