Saga - 1961, Page 136
310
NANNA ÓLAFSDÓTTIR
auðvelda gang um bæinn, vantar alveg.1) Dyr eru ýmist
einar, tvennar eða þrennar eða jafnvel fleiri. Veggjagerð-
in er mjög misjöfn, t. d. mjög óregluleg veggjaþykkt, og
stundum liggja veggir í hálfhring, svo að úr verður hinn
mesti óskapnaður. Það er eftirtektarvert, að þessir fjós-
bæir eru allir inni í landi, næst jöklinum, þar sem veðrátt-
an hefur verið hörðust, þegar á reyndi. Þeir hafa ekki enn
fundizt við ströndina eða þar, sem veðurfar hefur verið
mildara, og engir höfuðbæjanna í byggðunum eru með
þessu lagi.
Fyrir nautgriparækt voru löndin innst í fjarðarbotn-
unum bezt fallin og því eðlilegt, að bændafólk reisti þar
býli sín. En það hefur fljótt komizt að þeirri niðurstöðu,
að hin einföldu langhús voru illa faliin fyrir það veður-
far, sem þarna ríkti á vissum árstímum. Þó gefast Græn-
lendingar ekki upp, en leysa vandann með því að byggja
fjósbæina, og í þeim hafa þeir a. m. k. þraukað fram á
miðja 14. öld, er Vestribyggð er lögð í eyði. Upp úr 1300
er talið, að kólni á norðurhveli og jöklar vaxi (Sig. Þórar-
insson í fyrirlestri á Víkingafundi 1956). Ekki hafa græn-
lenzku byggðirnar farið varhluta af því, einkum búendur
næst Grænlandsjöklinum.
Af yfirliti um bæi með og án fjósa í doktorsritgerð
Aage Roussells (31. bls.) má sjá, að fornleifafræðingamir
hafa talið sig sjá aðeins 7 fjósbæi í Vestribyggð, 1 í svo-
kallaðri miðbyggð og 5 í Eystribyggð. Aðrir bæir og kot
talin samtals 210. Ég tel þessa lágu tölu fjósbæjanna einn-
ig styðja þá tilgátu, að fjósbæirnir séu aðeins lokastigið
á áðurgreindum afmörkuðum svæðum.
Eins og áður segir, er Grænland eina landið fyrir utan
Island, þar sem gangabæir hafa fundizt. Það er eina land-
ið, sem byggðist frá Islandi, og það hafði veðurfar, sem
gerði miklar kröfur til íbúanna eins og ísland. Á Græn-
1) Aðeins einn fjósbær, sem Roussell sýnir teikningu af, gefur
til kynna þróun i gangabæjarátt.