Saga - 1961, Qupperneq 138
312
NANNA ÓLAFSDÓTTIR
fundizt á Islandi. Hins vegar tímasetur hann ekki ganga-
bæinn á Grænlandi.
Vestribyggð á Grænlandi er talin fara í eyði eftir miðja
14. öld. ívar Bárðarson segir í Grænlandslýsingu sinni
(29.—30. bls.), að Eskimóar hafi herjað á Vestribyggð og
eytt hana og hann hafi verið einn þeirra manna, sem lög-
maðurinn í Eystribyggð sendi íbúum Vestribyggðar til
hjálpar, en komið of seint. Finnur Jónsson hyggur ívar
hafa verið ráðsmann í Görðum fram yfir 1360 (Det gamle
Grpnlands Beskrivelse, 8. bls.), og fyrir þann tíma hefur
lokaárás Eskimóanna verið gerð. í bæjarústum í Aust-
mannadal í Vestribyggð hefur fundizt mikið af nytjahlut-
um úr daglegu lífi fólksins, og styrkir það heldur en hitt
frásögn Ivars, að bæirnir hafi verið yfirgefnir — ekki að
öllu eðlilega. Einnig hefur fundizt í einum þessara bæja
róðukross af gerð, sem vart er talin komin þarna á hjar-
ann fyrr en undir 1300, svo og leirkerabrot frá 14. öld
(Farms and churches, 243.—244. bls.), og hvorugt koll-
varpar sögn Ivars.
Á yfirliti um gerðir bæja í Vestribyggð í doktorsritgerð
Roussells (315.—325. bls.) eru tilfærðir aðeins 2 ganga-
bæir og spurningarmerki við báða, þ. e. vafi leikur á, að
þeir séu af gangabæjargerð. Af þeim heimildum, sem til-
tækar eru og vísað er til um þessa 2 gangabæi (Meddelel-
ser om Grpnland 8 og 56, Grpnlands historiske Mindes-
mærker III og Nationalmuseets arkiver), verður alls ekk-
ert ályktað um gerð þeirra. Af þessu yfirliti um bæjagerð
í Vestribyggð er e. t. v. vafasamt að álykta of mikið. Þó
má a. m. k. fullyrða, að vafasamt er, að þar finni'st ganga-
bær. Og í þessu sambandi er það mjög athyglisvert, að
helzti bærinn í Vestribyggð, Sandnes, er með langhúsa-
lagi.1)
Nú er á það að líta, að hitastig í Vestribyggð er talsvert
1) Hins vegar eru gangabæir á 3 af 4 höfuðbólum Eystribyggðar.