Saga - 1961, Side 139
ÞRÓUN í HÚSASKIPUN ÍSLENDINGA 313
lægra en í Eystribyggð. Nú á tímum er meðalhiti febrúar-
mánaðar í Vestribyggð -h 10.1° en -f- 7.7° í Eystribyggð.
Því mætti ætla, að Vestribyggð hefði orðið fyrri til um
breytingu á húsaskipun í þá átt, sem síðar varð, þ. e., að
gangabænum hefði fyrr skotið þar upp en í Eystribyggð.
En hafi hann ekki fundizt í Vestribyggð, liggur nær að
halda, að hann hafi heldur ekki verið til í Eystribyggð um
það bil, er hin fyrrnefnda fór í eyði, eða upp úr miðri
14. öld.
Breytingin frá langhúsi í gangabæ er menningarleg
framvinda. Þar er fundin leið til hagkvæmara skipulags
á híbýlunum og auk þess er hitatapið eins lítið og hægt er,
miðað við aðstæður.
Hvort landið var líklegra að miðla hinu 1 menningar-
legu tilliti? Ég tel líklegra, að ísland hafi verið veitandi
og Grænland þiggjandi. Island var móðurlandið, það var
margfalt fjölmennara og andlega gróskumikið á sama
tíma, sem hnignunin hafði sótt Grænlendinga heim — og
fjósbæirnir eru vottur um.
Siglingar milli íslands og Grænlands hafa alltaf verið
einhverjar, og þó ekki væri annað, þá hrakti skip milli
landanna allt fram á 15. öld, eins og annáiar geta um
(Grþnlands historiske Mindesmærker III, 8.—40. bls.).
Stundum urðu þessir skipbrotsmenn að hafa 1—4 ára setu
í því landinu, sem þeir voru í komnir. Þjóðunum hafa því
gefizt nóg tækifæri til að kynnast byggingarháttum hvor
annarrar og tileinka sér þá.
Hvað upplýsir Sturlunga?
Ein rækilegasta lýsing á húsaskipun íslendinga á 13.
öld er í frásögn Sturlungu af Flugumýrarbrennu 1253.
Segir Sturlunga um þetta setur Gizurar Þorvaldssonar, að
enginn bær í Skagafirði væri svo virðulegur fyrir utan
staðinn að Hólum. „Þar váru öll hús mjök vönduð að