Saga - 1961, Qupperneq 142
316
NANNA ÓLAFSDÓTTIR
1946 öðruvísi en að hafa eng'an gang úr eldhúsi í nyrðra
anddyri, nema með gegnumgangi um litlustofu |— og er
þó ekki gott heldur.1) Víkjum nú aftur að Gizuri. Þegar
hann kemur að dyrum litlustofu, heyrir hann mannamál
og bölv þar úti og hverfur á brott þaðan. Næst er hann
kominn að skyrbúri og leitar í kerið. Þegar þess er gætt,
að menn kafna í litlustofu og klefa og gestahúsi, er undar-
legt, að Gizur skyldi ekki einnig verða reyknum að bráð
í skyrbúrinu; e. t. v. hefur þar verið vindauga á, líkt og
á Bægisá (Sturl. I, 185. bls.), en þar er manni bjargað
undan árás í matbúr og út í vindauga.
Setninguna „forskálar allir alþilðir til stofu at ganga"
(Sturl. I, 494. bls.) virðist mér helzt mega skilja svo, að
lítið anddyri eða forstofa hafi verið næst útidyrum, síðan
kemur aðalanddyrið og síðast afmarkaður forskáli til bak-
húsa, því að setningin hlýtur að þýða að m. k. 3 forskála.
Allir þessir forskálar hafa verið þiljaðir frá gólfi og jafn-
vel upp í loft, sem hefur verið óvanalegt, hér er líka um
ríkisheimili að .ræða. Einnig bendir þetta á, að syðra and-
dyri hafi ekki verið þiljað, enda ganga þar um verkmenn
og snauðir menn.
Víða í ,Sturlungu er nokkur lýsing á húsaskipun, og
verður hvergi séð, að um gangabæ sé að ræða, svo öruggt
sé. 1 atförinni að Oddi Þórarinssyni 1255 ,er nokkuð lýst
húsaskipun í Geldingaholti í Skagafirði (Sturl. I, 513.—
515. bls.). Þar er stofa, .skáli tvídyrður, eldhús og útibúr.
Dyr á húsum eru þrennar, dýrshöfuðsdyr, brandadyr og
syðstudyr. Virðist þar vera langhús.
1 Vatnsfirði hjá Þorvaldi Snorrasyni (1222) (Sturl. I,
294.—295. bls.) er stofa af enda skálans. Milli þeirra er
vestra anddyri. Eftir því er einnig eystra anddyri á bæn-
um. Er þar langhús að öllum líkindum.
Þegar Sauðafellsför var gerð 1229, segir Sturlunga, að
1) Gerð húsa á Flugumýri gat verið millistig langhúss og ganga-
bæjar.