Saga - 1961, Side 143
ÞRÓUN í HÚSASKIPUN ÍSLENDINGA
317
þar „váru þá hýbýli góð, skáli tjaldaðr ^llr ok skipaðr
skjöldum útan á tjöldin" (Sturl. I, 325.—326. bls.). Sol-
veig húsfreyja hafði nýlega (alið barn og lá hún í stofu
ásamt móður sinni, Valgerði o. fl. „Þeir hljópu inn í dyrrn-
ar, Þórðr Þorvaldsson í dýrshöfuðsdyrr með tólfta mann,
en Snorri ok þeir Hjálmssynir í brandadyrr fimmtán sam-
an . . . Fjórir menn váru fyrir sunddurum til kirkju. Nú
gengu þeir í skálann með höggum ok blóti . . . ok ruddu
hvárum tveggja megin lokrekkju . . . Þeir Þórðr gengu at
lokrekkjunni ok hjuggu upp . ... En er hurðin lyftist, gekk
Þórðr í lokrekkjuna ok lagði í rúmit . . . Sveinn prestr lá
næst lokrekkjunni . . . Snorri saurr hét sá, er lá næstr
honum útar frá . . . Ok er þeir bræðr Þórðr þóttust vita,
at Sturla var eigi í skálanum, gengu þeir í stofu með log-
bröndum ok rannsökuðu bæði klefana ok stofuna . . . Val-
gerðr húsfreyja mælti: „Eigi munuð þér þurf'a hér at
leita Sturlu undir tjöld eða veggi at stanga . . .“
Á þvertrjám í skálanum hafði legit borðfjöl mikil . . .
Þar hafði Guðmundr skáld hlaupit á upp . . . ok varð ekki
fundinn“ (Sturl. I, 326.—329. bls.).
Þessi lýsing á Sauðafelli bendir til langhúss, t. a. m. eru
tvennar, jafnvel þrennar dyr á húsum. Þó er það ekki út
af fyrir sig einhlítt merki um langhúsalag.
1264 er Þórður Andrésson veginn í Þrándarholti af
mönnum Gizurar jarls. Þar er nokkuð lýst húsaskipun:
>,Andréassynir váru í stofu um nóttina, en jarl svaf í skála
ok hans sveit.“ Um morguninn hefur jarl ákveðið að drepa
þá Andréssyni og frásögnin í Sturlungu heldur þannig
áfram: „Jarl stendr þá upp skjótt ok klæðist ok vápnast
ok mikil sveit manna með honum, — ganga þá innar at
stofunni ok lúka upp“ (Sturl. I, 533. bls.). Þarna virðist
haga til líkt og í Stöng og fleiri Þjórsárdalsbæjum, því að
Andréssynir eru innikróaðir og ætla að verjast úr stof-
unni.
Hér hafa nú verið tínd til höfðingjasetur (nema e. t. v.
Þrándarholt) á 13. öld og reynt að fá úr því skorið, hvort