Saga - 1961, Síða 148
322
PÁLL LÝÐSSON
Austfirðir byggðust fyrst á íslandi, en á millirn Horna-
fjarðar og ReyJcjaness varð seinast albyggt, þar réð veður
og brim landtöku manna fyrir hafnleysis sakir og öræfis.
Sumir þeir, er fyrstir komu út, byggðu næstir fjöllum, og
merktu að því landkostina, að kvikfé fýstist frá sjónum
til fjallanna. Þeim mönnum, er síðar komu út, þóttu hinir
numið hafa of víða land, er fyrri komu, en á það sætti
Haraldur konungur þá hinn hárfagri, að engi skyldi víð-
ara nema en hann mætti eldi yfir fara. . . .
Þriðja tilvitnunin, tekin úr meistaraverkinu Hrafnkels-
sögu, 2. kap., leiðir okkur til umhugsunar um það, hversu
drjúgu hlutverki hofgerð landnámsmanna átti að gegna
fyrir þá sjálfa og niðja þeirra:
„En þá er Hrafnkell hafði numið land á Aðalbóli, þá
efldi hann blót mikil. Hrafnkell lét gera hof mikið . . .
Hrafnkell byggði allan dalinn og gaf mönnum land, en
vildi þó vera yfirmaður þeirra og tók goðorð yfir þeim .. .“
Þannig gátu víðlend landnám og hofseign orðið hyrn-
ingarsteinar héraðsvalda í öndverðu og goðorðs eftir 930,
og þess vegna kynni óánægjan að hafa magnazt, sem Land-
náma nefnir, um of stór landnám. Nægir að nefna víðlendi
Ingólfs Arnarsonar, Helga magra, Auðar djúpúðgu, Skalla-
gríms, Ketils hængs og Hrollaugs Rögnvaldssonar Mæra-
jarls. Allir munu þessir höfðingjar hafa staðið að blótunx
við hof nema Auður, enda risu af þeim goðaættir miklar.
Því er sú hugmynd alls ekki út í hött, að valdataka goðans
í héraði sínu hafi um flest verið undir því komin, að hann,
faðir hans eða afar hafi átt víðast landnám og verið bezt
í sveit settir af þeim, er til valda sældust.
Til marks um það hafa oft verið tilnefndir höfðingja-
ættfeður eins og Ketilbjörn gamli og Hrafnkell Freysgoði,
og er þá stuðzt við heimild Landnámu hér að framan.
Báðir láta reisa hof mikið. Hrafnkell áskilur sér manna-
forræði í landnáminu, og Teitur Ketilbjarnarson virðist
hafa orðið valdamikill goði, helzt samtímis Geir goða, sem