Saga - 1961, Page 156
330
BJÖRN SIGFÚSSON
hratt og þær ætla að myndast, og svo var á Islandi. Ein-
ing þjóðar varð af öllu þessu mikil.
Nú er skiljanlegt, að hér tókst aldrei að koma á slíku
lénsskipulagi, sem betur búfastar þjóðir urðu að lúta á
miðöldum og a. n. 1. eimir af hjá þeim til vorra daga. Þar
var unnt að koma átthagafjötrum á hverja leiguliðafjöl-
skyldu, en eiðsvarin og einhæf stórbændastétt fékk í sam-
vinnu við klerkvald og landstjóm einokun á jarðeignum
og frelsi. Hér urðu tök hennar á alþýðu þeim mun afslepp-
ari sem framleiðsiluhættir voru frumstæðari og hreyfing
fólks óheftari á för til verstöðva og milli þeirra, svo að
einungis mikilvægasti haftaskorturinn sé nefndur.
Undir oki lénsvaldsins varð útlagaflokkur Hróa hattar
og aðrir samkynja víða um lönd að kærasta yrkisefni al-
þýðunnar, og eru auðrakin þaðan tengsl til erlendrar
skæruliðarómantíkur um 1960 í frásögnum nýliðinna
styrjalda. Grettissaga, þættir af Arnljóti gellini og ýmis-
legt í Fornaldarsögum Norðurlanda mætti teljast til sama
bókmenntaflokks, en félagsfræðilega séð verður þar hins
vegar engrar glöggrar stéttarafstöðu vart. Á 19. öld vildu
skáldin ætíð finna í sögum þeim einstakling þann, sem
þorir að bjóða öllum byrginn einsamall, en sú beiting
nýrri hugsjónar veldur tíðum ofskýringu.
Landkostamissir útilegumanna og Halldórs adjúnkts.
Á köldustu öld, sem gengið hefur yfir þjóðina, gerðist
ein minnistæðasta fjallbúasaga, sem hvíti kynstofninn hef-
ur eignazt; þraut sú var ofraun mennsku eðli og sannaði
þó getu þess, en það var flóttalíf Eyvindar og Höllu árin
1761—72 og eitthvað eftir það. Um viðburði og sanninda-
merki, þau sem varðveittust alls og alls á landinu um til-
veru útilegumanna á ýmsum tímum, 'læt ég nægja að vísa
til hins glögga rits eftir Ólaf Briem: Útilegumenn og auð-
ar tóttir. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1959.
Þó get ég ekki gengið framhjá útilegumannasögum Jóns