Saga - 1961, Page 164
338
BJÖRN SIGFÚSSON
— var fólgin tvíein stefnuskrá fjallbóndans og rammur
vilji með. Frelsi og góðar ástæður endurgyldu lífsbaráttu.
Hendur hinna voru pípugrennri, en mælskari í hreyf-
ingum. Á Hjálmari þótti mér höndin að lokum gigtar-
krækla, geðshræringafull, en brúnir í hvössum svip þó
oftast lyftar. Hönd Jako'bs tók festulega á öllu og alúð-
lega, en vakti sára skynjun í barnshuga mínum: hvers
vegna vantar þrjá fingur? Eftir að hann hafði oftsinnis
talað sig heitan við ömmu um mikilvæg efni þessa og ann-
ars heims, varð mér Ijóst, að unnin afrek Jakobs, sæmileg
manni þreks og gæfu, samsvöruðu fingrum tveim, en af-
höggnu fingrunum samsvara áhugamál, sem hann og sam-
herjar hans megnuðu eigi þá að gera veruleik úr. Nóg um
það. En hér varðar um, hvað þeir vissu um gróður og bú-
pening á hálendi og getu Islands þar; „fyrir Jakobi vöktu
mikið fegurri og arðmeiri sauðfjárhjarðir en þær, sem
hann átti að venjast. Enn fremur mikið betur ræktað land
til fóðurframleiðslu og óþrotlegar kynbótatilraunir bú-
peningsins" (hafði stofnað sauðfjárkynbótabú Bárðdæla
1855). Vinnslu Reykjahlíðamáma fyrrum og í framtíð
rökræddu þessir menn, silungaklak, framtíð melgróðurs
til heyfangs og til landvinninga á söndum héraðsins, —
að ógleymdum íþróttum og menningarmálum. — 0g öll
ræktun lýðs og lands var í rökleiðslum þessa elzta hóps
við það tengd, að Island hefði verið nytjasælla fyrrum *)
og þátíðarmenn að útilegumönnum meðtöldum hefðu haft
framtak til að nytja það allt.
Við afréttarkönnun 1880 mátu þingeyskir leitarmenn
1) Álit Sigurðar Þórarinssonar (Ársrit Skógr. 1960—61, bls. 48),
að uppblástur móbergssvæðisins nyrðra hafi verið einn seinasti
áfangi landeyðingar á hálendi, fellur saman við staðhæfing heiða-
karla frá öndverðri 19. öld, að víðlend gróðursvæði, sem duga máttu
útilegumönnum, hafi enzt fram um daga Odds biskups Einarssonar
(að sögn norðlenzkra fylgdarmanna hans um Ódáðahraun og e. t. V.
Hvannalindir), en síðan hafi stöðugt hnignað; því séu útdauðir
sakamenn á fjöllum.