Saga - 1961, Síða 165
TRÚ Á HRJÓSTURVÍDD OG ÚTILEGUMENN 339
næga sumarhaga vera fyrir 200 fjár á grasspildunum við
hæjarrústir Hvannalinda, þar sem menn ætla Eyvind hafa
búið, 640 m yfir sjó. Túnrækt töldu menn þó geta átt sér
stað miklu hærra eða allt að 3000 fetum (Arnarfells-
brekka, Gæsavötn norður af Bárðarbungu, Fagradalsfjall
við Kreppu), ef ráða mætti af því, að víða hvar sem kind-
ur eða hreindýr höfðu drepizt á þessum stöðum sem öðr-
um, óx á fám árum yfir hræinu gras eins og bezt er á
byggðartúnum. Umfangsmeiri tilraunir með tilbúinn
áburð í allt að 700 m hæð eru nú búnar að staðfesta hina
gömlu hugmynd, að rækta mætti þar efra, ef þess þarf í
framtíð og kostnaði svarar. Annars hafa menn talið, að
tún yfir 200 m hæð gætu vart verið arðvænleg og einber
fjarstæða ofar 400 m línu.
Sökum rýmkunar í lágsveitum og af samfélags- og sam-
eangnaástæðum urðu menn fráhverfir afdölum og fjall-
byggð. Svo segir Jón Stefánsson á Litluströnd í Gangna-
niannshjali 1906, staddur á fjöllum nær slóðum Eyvindar:
>,Ég gekk að hamraklettunum, fann þar skýli og lagði
mig niður á grjótið, vafði að mér kápunni . . . Eyvindur,
betta hefði þér þótt barnaveður og svo að hafa þarna fé-
iaga, eiga von á öðrum á hverri stundu og annað kvöld
beim í sveit til hvíldar og næðis, til friðsamlegs samlífs
við bræður og systur. Á milli mín og Fjalla-Eyvindar ligg-
Ur raunar ekki svo langt tímaskeið. En gagnólíkt er eðlið
bó orðið. Hreysti og ófælni, útilegueðli og ómannblendni
annars vegar, félagsþörfin, fýsn til hóglífis, næmar taug-
ar og myrkfælni mín megin .. . Fjallferðir mínar nokkrar
vekja upp sögu útlagans, koma mín í stöðvar þær, er hann
hafðist við, rifja upp sögu hans, þjóðsöguna um Eyvind.
Éyrir slíkan mann sem Eyvind mundi ég brjóta lögin og
birða ekki um, hvað að baki brynni.
• • • Þær eru óyndislegar, Krókmelshellur, í svona veðri,
Sróðurlausar að mestu, torfærar hestum og óbjarglegar.
Hér er ekki til öls boðið í brunahellunum. Ferð Gests Bárð-
arsonar um Hellulandsóbyggðir rennur í huga mér. Ramm-