Saga - 1961, Side 168
342
BJÖRN SIGFÚSSON
Byggðir, sem kváðu rúma 10—14 bæi eða meira, voru
hugsaðar mest í afréttum Rangæinga og Þingeyinga, en
á vestari heiðum vart nema stök bæli útilegumanna, því
að skemmra var til þeirra úr byggð (þó 12 bæir í Hóla-
mannasögu, Þjs. J. Á. IV, 265—69). Landgæði voru þarna
jafnan meiri en í byggð, svo að borgið er fé því vetrar-
langt, sem byggðarmenn eiga í varðveizlu í happadal slík-
um. Fé var margt og geysivænt. Engjateigar allgóðir.
Kemur hér fram skáldskapur hirðingjaþjóðar. Til auð-
kenna á dalnum er oft nefndur skógur mikill í hlíðum.
Stundum hverir.
Þar var frelsi frá skorti, lausn frá Stóradómi og áþján,
þar logaði fjandskapur gegn handhöfum hins rangsnúna
réttarfars, þar var keppt að endurnýjun mannfélags, sem
virtist í ætt við fornöldina. Til að öðlast þetta fannst víst
mörgum tilvinnandi að búa í einangrun fjalla, standast
þar umsátir óvina og hörku náttúruafla. Þannig var þjóð-
arandinn, og í þessu efni er breyting hans seint orðin fullt
eins alger og hins blásna lands.
SUMMARY
During the centuries 890—1890 the settlement, which probably
never included more than 80.000 souls, alternately advanced and
retreated on the outskirts of the sand-drifted Icelandic highlands. The
vast 'wilderness and traditions of free outlaws, supposed to live there
while the domesticated farmers were oppressed, never failed to
attract people’s imagination, and in 1858, when the romantic iw-
portance of such traditions was growing, the young generation dis-
cussed the possibilities for farmers to settle anew higher and farther
from the coast. Their optimism contributed to the more comprehen-
sive belief in the resources of Iceland and in its aptitude for inde-
pendence. This study embraces some points of view from 1839—61,
Bupplemented by the author’s reminiscences of later views of hoary
farmers from that era before the emigration.