Íslenzk tunga - 01.01.1963, Page 154
150
DOKTORSVÖRN
gerÖir Skjöldunga sögu, þó að gert sé ráð fyrir að Sögubrot sé
aukinn texti. Engin rök eru fyrir því að slík aukning hafi náð til
annarra kafla en Brávallabardaga og aðdraganda hans. A. m. k. er
víst að saga Sigurðar hrings er hin sama í Sögubroti og hjá Arn-
grími. Það er því með öllu ósannanlegt að textinn hafi verið aukinn
í öðrum köflum sögunnar; um það vitum við nákvæmlega ekki neitt.
Hér verður ekki rætt um síðari hluta bókarinnar, þar sem gerð
er grein fyrir höfundareinkennum Skjöldunga sögu og tilgangi sögu-
höfundar. Eitt skal þó tekið fram: ég fæ ekki séð að það breyti neinu
verulegu um kenningu höfundar þó að Arngrímur liafi stytt texta
sinn nokkru meira en höf. vill vera láta. Þær styttingar sem drepið
liefur verið á að mér þættu líklegar í texta Arngríms eru þess eðlis
að markmið sögunnar og megineinkenni raskast ekki að neinu marki
þó að ekki sé litið á texta Arngríms sem allt að því þýðingu á Skjöld-
unga sögu. Hægt er að gera sér þess nokkra grein hvers konar efni
Arngrímur lét frekast niður falla, eins og reynt hefur verið að benda
á hér að framan, þó að ekki sé hægt að fullyrða neitt um einstök at-
riði í sumum köflum. Eins og áður var tekið fram, virðist mér höf.
hafa fært að því góð rök að Skjöldunga saga var ekki sú sópdyngja
sagna um forna Danakonunga sem sumir fyrri fræðimenn hafa vilj-
að vera láta. Þetta er meginatriði og mikilvæg niðurstaða þeirrar
textakönnunar sem hér hefur verið rætt um. Athugasemdir þær sem
hér liafa verið settar fram beinast einkum að því að mér virðist höf.
vera helzt til viss í sinni sök um kenningu sína í öllum smáatriðum,
að trú hans á texta Arngríms sé helzt lil mikil, og að hægt sé að færa
að því frambærileg rök að styttingar Arngríms hafi verið talsverðar,
án þess að þær þurfi þó að hafa raskað því megineðli sögunnar sem
fyrir höf. vakir.
í þessu sambandi má benda á eitt smáatriði. Höf. segir á bls. 229
að Skjöldunga saga sé gagnsýrð kristilegum anda og kristilegum
lærdómi. Það er í sjálfu sér ofur eðlilegt, þegar litið er 'til ritunar-
tíma sögunnar, að kristins hugsunarháttar gæti þar að verulegu leyti.
Hins vegar er rétt að slá einn varnagla, og það er sú interpretatio