Íslenzk tunga - 01.01.1963, Page 154

Íslenzk tunga - 01.01.1963, Page 154
150 DOKTORSVÖRN gerÖir Skjöldunga sögu, þó að gert sé ráð fyrir að Sögubrot sé aukinn texti. Engin rök eru fyrir því að slík aukning hafi náð til annarra kafla en Brávallabardaga og aðdraganda hans. A. m. k. er víst að saga Sigurðar hrings er hin sama í Sögubroti og hjá Arn- grími. Það er því með öllu ósannanlegt að textinn hafi verið aukinn í öðrum köflum sögunnar; um það vitum við nákvæmlega ekki neitt. Hér verður ekki rætt um síðari hluta bókarinnar, þar sem gerð er grein fyrir höfundareinkennum Skjöldunga sögu og tilgangi sögu- höfundar. Eitt skal þó tekið fram: ég fæ ekki séð að það breyti neinu verulegu um kenningu höfundar þó að Arngrímur liafi stytt texta sinn nokkru meira en höf. vill vera láta. Þær styttingar sem drepið liefur verið á að mér þættu líklegar í texta Arngríms eru þess eðlis að markmið sögunnar og megineinkenni raskast ekki að neinu marki þó að ekki sé litið á texta Arngríms sem allt að því þýðingu á Skjöld- unga sögu. Hægt er að gera sér þess nokkra grein hvers konar efni Arngrímur lét frekast niður falla, eins og reynt hefur verið að benda á hér að framan, þó að ekki sé hægt að fullyrða neitt um einstök at- riði í sumum köflum. Eins og áður var tekið fram, virðist mér höf. hafa fært að því góð rök að Skjöldunga saga var ekki sú sópdyngja sagna um forna Danakonunga sem sumir fyrri fræðimenn hafa vilj- að vera láta. Þetta er meginatriði og mikilvæg niðurstaða þeirrar textakönnunar sem hér hefur verið rætt um. Athugasemdir þær sem hér liafa verið settar fram beinast einkum að því að mér virðist höf. vera helzt til viss í sinni sök um kenningu sína í öllum smáatriðum, að trú hans á texta Arngríms sé helzt lil mikil, og að hægt sé að færa að því frambærileg rök að styttingar Arngríms hafi verið talsverðar, án þess að þær þurfi þó að hafa raskað því megineðli sögunnar sem fyrir höf. vakir. í þessu sambandi má benda á eitt smáatriði. Höf. segir á bls. 229 að Skjöldunga saga sé gagnsýrð kristilegum anda og kristilegum lærdómi. Það er í sjálfu sér ofur eðlilegt, þegar litið er 'til ritunar- tíma sögunnar, að kristins hugsunarháttar gæti þar að verulegu leyti. Hins vegar er rétt að slá einn varnagla, og það er sú interpretatio
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182

x

Íslenzk tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzk tunga
https://timarit.is/publication/852

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.