Íslenzk tunga - 01.01.1963, Page 155
DOKTORSVORN
151
Christiana sem Arngrímur sjálfur beitir við texta sína. Þess sér mjög
víða merki í ritum Arngríms að hann skýtur inn kristilegum athuga-
semdum svipuÖum þeim sem höf. nefnir á bls. 229. Þetta er vitanlega
ekki mikið atriði, en mætti vera til varnaðar að treysta ekki um of á
texta Arngríms í þessu tilliti.
Markverðari en kristnu áhrifin eru þau einkenni Skj öldunga sögu
sem samkvæmt skoðun höf. skipa henni sess í þeirri miklu bók-
menntahreyfingu sem nefnd hefur verið endurreisn 12. aldar. Þó að
einkum sé átt við latneskar bókmenntir í því sambandi eru ótvíræð
tengsl milli þeirra og bókmennta á þjóðmálunum og óvarlegt að ætla
sér að rannsaka aðrar án þess að gefa gaum að hinum.18 Þætti er-
lendra áhrifa á íslenzkar fornbókmenntir hafa enn ekki verið gerð
viðhlitandi skil; athuganir höf. á þessu sviði eru því hinar þörfustu
og líklegar til að verða ýmsum íhugunarefni.
Hér hefur einkum verið rætt um þann þátt bókarinnar sem fjallar
um textasamanburð, og þá framar öllu um þau atriði þar sem mér
virðist önnur túlkun liggja nær en sú sem höf. hefur baldið fram.
Hitt hefur síður borið á góma sem ekki er líklegt að valdi ágreiningi.
Höf. hefur tekið efni sitt föstum tökum, unnið úr því af rökvísi og
krufið það til mergjar með fræöimannlegum aðferðum. Þó að nið-
urstööur hans standist ef til vill ekki að öllu leyli, þá hefur hann
skrifað bók sem síðari menn munu ekki komast fram hj á, hvort sem
þeir skrifa um Skjöldunga sögu eða um upphaf íslenzkrar sagnarit-
unar.
JAKOB BENEDIKTSSON
Orðabók Háskóla íslands,
Reykjavík.
18 „Les deux littératures, latine et vulgaire, ne peuvent étre étudiées isolé-
ment et aux cloisons étanches; leurs œuvres s’expliquent les unes par les
autres“ (J. de Ghellinck, L’essor de la littérature latine au XII‘ siécle (1946) I,
9—10).