Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 24

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 24
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 66 E 19 Fylgni á milli stökkla og DNA metýlunar í erfðamengi kímlínu mannsins Martin I. Sigurðsson12, Albert V. Smith3, Hans T. Bjömsson4'5, Jón J. Jónsson1*2 'Lífefna- og sameindalíffræðistofu læknadeildar HÍ, 2erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala, 3Hjartavernd, 4erfðalæknisfræðideild og 5barnadeild Johns Hopkins háskóla mis@hi.is Inngangur: Mögulegt samband milli stökkla og metýlunar kímlínu mannsins er áhugavert því það gæti haft áhrif á starfsemi og tjáningu gena aðlægt stökklum. Að auki hefur verið lagt til að DNA metýlun sé hluti varnakerfis erfðaefnisins gegn skaðlegum áhrifum stökkla. Efniviður og aðferðir: Við höfum nýlega sýnt fram á að þéttni metýltengdra eins basapara erfðabreytileika (mSNPs) er mælikvarði á DNA metýlun kímlínunnar. Við könnuðum nú fylgni milli þéttleika mSNPs og ER. Einnig notuðum við gögn um metýlun sæðisfrumna, lokaafurðar kímlínunnar í karlmönnum, til að kanna samband DNA metýlunar og ER í hárri upplausn. Niðurstöður: Eftir að leiðrétt hafði verið fyrir bjagandi breytum fundum við sterka neikvæða fylgni milli hlutfalls Alu undirfjölskyldu stökkla og þéttni mSNPs fyrir 125-1000 kb gluggastærðir. Hins vegar var neikvæð fylgni milli hlutfalls L1 undirfjölskyldunar og mSNPs einungis í stærstu gluggastærðunum. í hárri upplausn var hlutfall Alu undirfjölskyldunnar hærra aðlægt lágmetýluðum en hámetýluðum svæðum (3-15 kb) en hlutfall L1 fjölskyldunnar var hærra aðlægt hámetýluðum en lágmetýluðum svæðum (3-5 kb). Alyktanir: Einfaldasta skýringin á niðurstöðum okkar er að tvær stærstu undirfjölskyldur stökkla (Alu og Ll) stökkvi frekar inn í lágmetýluð svæði. Þessu fylgir metýlun aðlægt L1 eða val gegn innsetningu L1 í lágmetýluð svæði. DNA metýlun er ólíklega varnarkerfi erfðaefnisins gegn skaðlegum áhrifum stökkla. E 20 Leitin að erfðavísi glólita í íslenska hestinum Sigríður Klara Böðvarsdóttir Rannsóknastofu í krabbameinsfræðum læknadeild HÍ skb@hl.is Inngangur: Glólitur er sérstæður rauðbrúnleitur litur í hrossum sem gengur undir ýmsum nöfnum, meðal annars muskótt, glóbrúnt, glóbjart og glómoldótt. Hlutfall glóbrúnna hrossa í íslenska hrossastofninum er hverfandi lágt, eða langt innan við hálft prósent. Erfðir á glólit fylgja leirljósa erfðavísinum, en aðeins hluti brúnna hrossa sem ber erfðavísinn er glóbrúnn. Því er ljóst að um sjálfstæðan erfðavísi er að ræða sem þarf að fara saman með leirlita erfðavísinum til að glólitur komi fram. Efniviður og aðferðir: Til að leita uppi mögulegarbasabreytingar (single nucleotide polymorphism; SNP) í erfðamengi hestsins sem hefur áhrif á myndun glólita voru genin TYRPl og OCA2 valin til raðgreiningar. Brey tingar í báðum þessum genum eru þekktar fyrir að valda deyfingu á hár-, húð- og augnlit í spendýrum en hefur þó ekki verið lýst í hrossum. Erfðaefni úr tveimur glóbrúnum hestum var notað í greiningarnar. Basabreytingar sem fundust voru skoðaðar nánar í 21 hrossi, en þar til viðbótar voru fjögur glóbrún hross. Niðurstöður: Engar basabreytingar fundust í sex af átta útröðum sem raðgreindar voru í TYRPl geninu. Hins vegar fundust fjórar basabeytingar í 10 af 21 útröð sem raðgreindar voru í OCA2 geninu. Þrjár af þessum basabreytingum valda amínósýruskiptum og voru því skoðaðar nánar. Tvær þessara basabreytinga voru til staðar í öllum sex glóbrúnu hrossunum, ýmist í arfhreinu eða arfblendnu ástandi. Ályktanir: Margt bendir til þess að glólitur í íslenskum hrossum ráðist af 24 LÆKNAblaðið 2011/97 tveimur basabreytingum í OCA2 geninu. Hvort báðar basabreytingarnar þurfi að fara saman eða hvort önnur þeirra sé nægjanleg er enn óljóst. Til þess að hægt sé að skera úr um það þarf að greina stærri hóp glólitra hrossa, ásamt því að greina brún hross sem bera með sér leirljóst. E 21 Erfðir og sýnd í lófakreppusjúkdómi Reynir Arngrímsson1, Kristján G. Guðmundsson2, Sandip Hindocha3, Ardeshir BayaP, Þorbjörn Jónsson4 ‘Lífefna- og sameindalíffræðisviði læknadeildar HÍ ogerfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala, 2Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í Glæsibæ, 3Plastic and Reconstructive Surgery Research, University of Manchester, 4Blóðbankanum rBynirar@hi.is Inngangur: Orsakir lófakreppusjúkdóms (Dupuytren's disease) eru óþekktar. Sjúkdóminn er hægt að stiga eftir alvarleika; hnútar, strengir í lófum og krepptir fingur. Markmið rannsóknarinnar var að skoða fjölskyldulægni, kanna tíðni lófakreppu á meðal ættingja þeirra sem hafa greinst með sjúkdóminn og leggja mat á sýnd hans. Efniviður og aðferðir: Algengi jákvæðrar fjölskyldusögu var metin í tveimur rannsóknum. í íslensku lófakreppurarmsókninni, sem er angi af upphaflegri hóprannsókn Hjartaverndar (n=122 með sjúkdóminn og n=122 í pöruðum samanburðarhópi) og breskum rannsóknarhópi sem hafði undirgengist skurðaðgerð vegna sjúkdómsins í Manchester (n=135). Erfðamynstur var skoðað þegar um jákvæða fjölskyldusögu var að ræða. PAR (population attributable risk), sem er mælikvarði á erfanleika og sýnd, var metin. Niðurstöður: Á íslandi var þátttaka 79% (193/244). í 28% tilfella (n=39/137) var fjölskyldusaga jákvæð en aðeins hjá 7% í samanburðarhópi (n=4/56) (OR= 5,1; 95% 0=1,7-15,3). Líkur á jákvæðri fjölskyldusögu tengdust alvarleika sjúkdómsins. Af þeim sem höfðu verið skornir voru 46% með jákvæða fjölskyldusögu (OR=ll,3; 95% 0=3,1-39,7). í bresku rannsókninni reyndust 44% vera með jákvæða fjölskyldusögu (n=60). í bresku rannsókninni mátti greina A-litnings ríkjandi erfðamynstur í 38 fjölskyldum (63%). PAR reyndist vera 22% og sýnd var 34%. Ályktanir: Lófakreppusjúkdómur sýnir fjölskyldulægni bæði á íslandi og í Bretlandi. Sjúkdómurinn virðist alvarlegri hjá þeim sem hafa jákvæða fjölskyldusögu. Niðurstöðurnar benda til fjölþátta erfða, en þegar um jákvæða fjölskyldusögu er að ræða líkir erfðamynstrið eftir A-litnings ríkjandi erfðum með lágri sýnd. E 22 Ættgeng einstofna mótefnahækkun. Tengsl við afbrigði í hegðun B-eitilfrumna Hlíf Steingrímsdóttir12, Sóley Vaigeirsdóttir1, Hekla Sigmundsdóttir3, Vilhelmína Haraldsdóttir2, Helga M. Ögmundsdóttir’ 'Læknadeild HÍ, ^blóðlækninga- og 3b!óðmeinairæðideild Landspítala heigaogm@hi.is Inngangur: Viðvarandi fjölgun B-eitilfrumna af einum stofni birtist sem mælanleg einsleit aukning á einstofna mótefni í blóði. Slík mótefnahækkun getur greinst án sjúkdómseinkenna og nefnist þá „Monoclonal gammopathy of unknown significance" (MGUS). Fyrirbærið er mjög sjaldgæft fyrir fimmtugt, algengi þess þá er 1%, en eykst með aldri (3% um sjötugt) og má því túlka sem afleiðingu öldrunar í ónæmiskerfinu. MGUS af IgG eða IgA mótefnagerð getur umbreyst í mergæxli (MM), tíðni um það bil 1% á ári. MGUS af IgM getur þróast í Waldenströms makóglóbúlínemíu (WM), 1,5% á ári. Tilhneiging til þessara sjúkdóma getur verið ættgeng og er lýst um það bil 130 fjölskyldum í heiminum, þar sem fara saman MGUS af IgG/IgA gerð og J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.