Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 50

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 50
XV VISINDARAÐSTEFNA H FYLGIRIT 66 í hvarf ef kalsíum var fjarlægt úr utanfrumuvökva, en var enn meiri ef magnesíum var tekið úr utanfrumuvökva. ATP hamlararnir Brilliant Blue G, A438079 og KN-62 hömluðu áhrif BzATP á kalsíumstyrk. Styrkur IL-6 í utanfrumuvökva, mældur með ELISA, jókst sjöfallt við örvun P2X7 viðtaka með BzATP og sást ef mælt eftir 1,15 og 60 mínútur eftir örvun með BzATP og því losun hröð. Losun IL-6 var hindruð með pannexin hamlaranum carbenoxolone (10 pM) Alyktanir: A litþekjufrumum augans eru P2X7 viðtakar sem sýna svörun. Orvun þeirra veldur losun IL-6, en er háð starfsemi pannexin jónaganga. Enn er ekki ljóst hvort losun IL-6 við örvun P2X7 viðtaka örvar nýæðamyndun. E 102 Ósamhverfa í viðbragðstíma stökkhreyfinga augna eftir sjónsviðum Ómar Ingi Jóhannesson1, Árni Kristjánsson1'2 Sálfræóideild HÍ, 2Institute of Cognitive Neuroscience, University College, London ak@hi.is Inngangur: Taugabrautir úr sjónbotni að efri hólum (superior colliculi) eru sterkari fyrir neflægan hluta sjónbotns en gagn(auga)lægan (temporal) hluta sjónbotns. Efri hólar skipta miklu máli við stjóm augnhreyfinga og athygli. Til dæmis benda rannsóknarniðurstöður til þess að áreiti fangi fyrr athygli ef þau birtast í gagnlægum hluta sjónsviðs (og varpast því á neflægan hluta sjónbotns), heldur en ef þau varpast á gagnlægan hluta sjónbotns. Hins vegar hefur verið deilt um hvort stökkhreyfingar (saccades) augna séu hraðari í átt að gagnlægum áreitum. Nýlegar rannsóknir hafa bent til þess að svo sé ekki. Efniviður og aðferðir: Við mældum svartíma augnhreyfinga ráðandi auga (oftast því hægra) eftir því hvort áreih birtust í neflægum eða gagnlægum hluta sjónu og notuðum til þess háhraðamælingar (250 Hz) með innrauðri endurvarpstækni. Mældar voru bæði stuttar (13 gráður) og langar (26 gráður) hreyfingar frá vinstri til hægri og frá hægri til vinstri. Niðurstöður: Niðurstöður fyrir sjö þátttakendur sýna að stökkhreyfingar sem viðbragð við áreitum í gagnlægum hluta sjónsviðs eru skemmri en þær sem eru viðbragð við áreiti í neflægum hluta sjónsviðs. Sérstaklega virtist þetta áberandi fyrir langar (26 gráður) augnhreyfingar. Ályktanir: Rétt eins og fyrir athyglisvirkni eru stökkhreyfingar augna sneggri þegar áreiti birtast í gagnlægum hluta sjónsviðs (og varpast í neflægan hluta sjónbotns). Þetta þarf ekki að koma á óvart í ljósi náinna tengsla athyglisvirkni og stjórnar augnhreyfinga. Hins vegar er þessi niðurstaða í ósamræmi við nýlegar rannsóknir þar sem enginn munur fannst á neflægum og gagnlægum hreyfingum. E 103 Úrvinnsla áreita sem gaumstolssjúklingar taka ekki eftir, mæld með heilaraf rití Árni Kristjánsson1-2, Styrmir Sævarsson1-3, Michael Bach4, Sven Heinrich4 ‘Sálfræðideild HÍ, dnstitute of Cognitive Neuroscience, University Coliege, London, "Georgia Tech University, 4Universitáts-Augenklinik Freiburg ak@hi.is Inngangur: Gaumstol (hemispatial neglect) er skyntruflun þar sem sjúklingar eiga í erfiðleikum með að veita áreitum sem birtast öðru megin í skynsviði (oftast því vinstra) athygli. Gaumstol má oftast rekja til skemmda á hægra hvirfilblaði og/eða mótum gagnauga- og hvirfilblaðs heila. Við könnuðum hversu djúpt þessi skyntruflun ristir. Má greina eirthver merki um úrvinnslu á áreitum sem sjúklingarnir taka þó ekki eftir? P300 hluti heilarafritsins (sterk, jákvæð spennubreyting, 300 ms eftir að áreiti sem fangar athygli birtist) er talinn tengjast athyglisvirkni. Til dæmis kemur sterkt P300 fram hjá heilbrigðum þátttakendum sem viðbragð við óvæntu áreiti. Efniviður og aðferðir: I hverri umferð birtust tvö áreiti, annað í vinstra sjónsviði og hitt í því hægra. Oftast birtust tveir hringir, en í 20% umferða birtist óvænt markáreiti (þríhyrningur) öðrum megin og var athyglisviðbragðið (P300) við þessu óvænta áreiti mælt hjá gaumstolssjúklingunum. Niðurstöður: Markáreiti í vinstra sjónsviði leiddu til sterkara P300 ef sjúklingarnir tóku eftir þeim, en athyglisvert er að P300 var sterkara fyrir þríhyrninga sem sjúklingarnir tóku ekki eftir en hringina. Munur kom því fram á P300 eftir því hvort áreitið sem sjúklingarnir tóku ekki eftir var óvænt eða ekki. Ályktanir: Þessi niðurstaða bendir til þess að áreiti sem fara fram hjá sjúklingunum fangi athyglina að einhverju marki. Talsverð úrvinnsla fer fram á áreitum í vinstra skynsviði gaumstolssjúklinga þó svo að áreitin nái ekki meðvitund þeirra. E 104 Þróun á HPLC-MS/MS aðferð til magngreiningar á sterum með hönnun tilrauna Finnur Freyr Eiríksson' Baldur Bragi Sigurðsson2, Margrét Þorsteinsdóttir1-2 'Lyfjafræðideild HÍ, 2ArcticMass ehf. finnur@arcticmass. is Inngangur: Sterar gegna mikilvægu hlutverki í stjórnun á líkamsstarfsemi. Mikilvægt er að geta greint raskanir í þeirri stjómun með nákvæmum og áreiðanlegum mæliaðferðum. Ónæmismælingar eru þær aðferðir sem eru livað algengastar við mælingar á sterum en eru óáreiðanlegar og ósértækar þegar mælingar eru gerðar á sterum við lágan styrk. Markmið var að þróa mæliaðferð með næginlegt næmni við mælingar á lágum styrk af testósteróni og estradíóli í sömu HPLC-MS/ MS keyrslunni án afleiðumyndunar. Efniviður og aðferðir: Hönnun tilrauna var beitt við þróun mæliaðferðar með HPLC-MS/MS. Notuð var D-optimal hönnun til að skima fyrir breytum með áhrif á næmni fyrir estradíóli og testósteróni. Næmnin var síðan hámörkuð fyrir marktækar breytur hámarkaðar með CCD-hönnun og endurtakanleiki þeirrar aðferðar metinn. Niðurstöður: Skimun gaf til kynna að kvaðratískt kerfi lægi að baki áhrifum breyta. Ekki greindust marktæk áhrif annarra breyta en spennu á cone á næmni fyrir testósteróni. Val lífræns fasa, flæði og stigull höfðu öll marktæk áhrif á næmni fyrir estradíóli. Spenna á capillary, hitastig á súlu og spenna á extractor höfðu einnig marktæk áhrif, en þeim tveimur síðasttöldu var haldið í háu gildi við CCD-hönnun vegna augljóss ávinnings til tímasparnaðar og fjölda mælinga. Endurtakanleiki aðferða sem fengust úr CCD-hönnuninni reyndist vera góður fyrir bæði testósteróni og estradíóli, það er R.S.D 3% fyrir testósteróni og 8% fyrir estradíóli. Ályktanir: Ekki tókst að sýna fram á að hámarki hafi verið náð með CCD-hönnuninni þó líkanið bendi til að varla verði komist lengra með aðferðina hvað varðar næmni fyrir mælingar á estradíóli. Jákvæð áhrif breyta á næmni fyrir testósteróni leiddu ávallt til aukins rástíma, fyrir utan capillary sem hafði ekki marktæk áhrif á rástíma. 50 LÆKNAblaðið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.