Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Síða 84

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Síða 84
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 66 Niðurstöður: Þegar frumuklasar voru örvaðir með BMP4 í EGM2 æti á matrígeli kom í ljós að þeir höfðu myndað frumuútvöxt af pípulaga strúktúrum, einkennandi fyrir æðaþelsfrumur. I ljós komu sömu áhrif við notkun kollagens. Við munum halda áfram okkar rannsóknum á sérhæfingu hES frumna í æðaþelsfrumur með myndun frumuklasa á matrígeli þar sem sú aðferð kom best út. Ályktanir: BMP4 örvar þrjá mismunandi viðtaka og önnur innanfrumuprótein sem við munum nú yfirtjá í hES frumum og athuga áhrif þeirra á pípulaga útvöxt frumuklasa. V 4 Markgen MITF umritunarþáttarins í sortuæxlum og hlutverk þeirra Christian Praetorius', Christine Grill1, Keith Hoek2, Eiríkur Steingrímsson1 'Lífefna- og sameindalíffræði læknadeild HÍ, 2Dept. of Dermatology, University Hospital of Ziirich pra@hi.is Inngangur: Margt bendir til að sortuæxlisfrumur eigi ýmislegt sameiginlegt með forverum litfrumna (melanocytes). Báðar frumutegundirnar eru háðar MITF próteininu en það er nauðsynlegt fyrir öll skref í þroskun litfrumna (melanocytes) auk þess sem það gegnir lykilhlutverki í tilurð sortuæxla. MITF er umritunarþáttur af fjölskyldu basic Helix-Loop-Helix leucine zipper (bHLHZip) próteina og binst E-box röðinni CANNTG. Nokkur markgen MITF er þekkt í bæði litfrumum og sortuæxlum. Þar sem þekktu markgenin nægja ekki til að útskýra hlutverk MITF genins að fullu var leit hafin að nýjum markgenum MITF. Efniviður og aðferðir: Microarray-aðferðin var notuð til að greina ný hugsanleg markgen MITF próteinsins. Annars vegar var skoðað hvaða gen eru virkjuð í frumum sem yfirtjá MITF. Hins vegar voru gögn um tjáningu gena í sortuæxlum notuð til að greina hvaða gen fylgja tjáningarstigi MITF. Þessi gögn voru síðan borin saman til að finna ný hugsanleg markgen. Áhugaverð markgen voru skoðuð með co-transfection tilraunum, mótefnafellingu, siRNA og með því að skoða tjáningu þeirra í MITF stökkbreyttum músum. Niðurstöður: Samtals fundust 84 ný hugsanlegt markgen MITF próteinsins. Meðal þeirra er IRF4, gen sem tjáir fyrir umritunarþætti, er tjáð í meirihluta sortuæxla og hefur nýlega verið tengt við háralit í mönnum. Þegar MITF er slegið út með notkun siRNA minnkar tjáning IRF4. Og í MITF stökkbreyttum músum er IRF4 genið lítt sem ekkert tjáð. Bindiset MITF reynast vera í innröð MITF gensins og er nú unnið að því að greina áhrif þeirra á tjáningu IRF4 í litfrumum og sortuæxlisfrumum. Ályktanir: Við höfum notað nýja aðferð til að finna áhugavert markgen MITF í litfrumum og sortuæxlisfrumum. Gen þetta tjáir fyrir umritunarþætti með áhugaverða eiginleika sem huganlega skýrir hlutverk þess í þessum frumum. V 5 Fléttuefnið prótólichesterinic sýra hefur áhrif á efnaskipti lípíða og eykur frymisnetsálag í krabbameinsfrumum Margrét Bessadóttir1-2, Eydís Einarsdóttir2, Guðbjörg Jónsdóttir2, Sesselja Ómarsdóttir2, Helga M. Ógmundsdóttir1 'Rannsóknarstofu í krabbameinsfræðum, læknadeild HÍ,2tyfjafræðideild HÍ mab24@hi.is Inngangur: Fléttuefnið prótólichesterinic sýra (PS) er sértækur hemill á 5- og 12 lípoxýgenasa og hefur vaxtarhemjandi áhrif á nokkrar 84 LÆKNAblaðið 2011/97 gerðir krabbameinsfrumna. Auk þess hvetur PS til stýrðs frumudauða í mergæxlisfrumum. Fitusýrusýnþasi (FAS) er tjáður í miklu magni í krabbmeinsfrumum og virðist vera nauðsjmlegur fyrir lifun þeirra. Efnabygging prótólichesterinic sýru líkist þekktum FAS hindrum. Markmið verkefnisins var að kanna hvort PA hemji FAS og hafi áhrif á frymisnetsálag, sem er þekkt afleiðing af hindrun á FAS. Einnig að kanna áhrif PA á ERKl/2 og STAT3 boðleiðir sem gegna mikilvægu hlutverki í tilurð og þróun krabbameina. Efniviður og aðferðir: Mæling á upptöku á 14C-asetati inn í frumur var notuð til að meta áhrif á FAS. Mat á áhrifum á frymisnetsálag var kannað með Western blot prófun fyrir fosfóruðu-eIF2a. Einnig var Western blot notað við mat á virkni ERKl/2 og STAT3 boðleiðanna. Niðurstöður: Upptaka á 14C-asetati inn í brjóstakrabbameinsfrumur minnkaði skammtaháð eftir meðhöndlun með PS. Eftir meðhöndlun var 33% minni upptaka með PS í styrknum 10 pg/mL. Sami styrkur af þekktum FAS hindra, cerulenin, olli 40% minni upptöku á 14C-asetati. Meðhöndlun með PA (2,5 and 5,0 pg/mL) í 6 klst. leiddi til aukinnar tjáningar á fosfóruðu-elFa. PA hafði ekki áhrif á sívirkni STAT3 í U266 mergæxlisfrumum en virkni ERKl/2 í 'RPMI-8226 mergæxlisfrumum var hindruð að hluta. Ályktanir: Niðurstöður gefa til kynna að vaxtarhemjandi og frumudrepandi áhrif PS skýrist ekki eingöngu af hömlun á boðferlum í gegnum viðtaka vaxtarþátta heldur gætu verið afleiðing frymisnetsálags sem mögulega tengist truflun á lípíð efnaskiptum. V 6 Genatjáningargögn notuð í smíði líkana af efnaskiptum í mannafrumum við mismunandi skilyrði Maike K. Aurich1, Ronan M.T. Fleming1, Giuseppe Paglia1, Sigrún Hrafnsdóttir1, Bemhard Ö. Pálsson1-2, Ines Thiele' 'Kerfislíffræðisetri HÍ, 2Dept. of Bioengineering University of Califomia San Diego, La Jolla, Califomia mka6@hi.is Inngangur: Tölvulfkön hafa verið notuð til að rannsaka efnaferla í dreifkjömungum og notkun slíkra líkana til að rannsaka heilkjörnunga er að aukast. Tölvulíkönin byggja á ítarlegum líffræðilegum og lífefnafræðilegum upplýsingum auk upplýsinga um alla efnaskiptaferla lífverunnar. Slík líkön bjóða upp á mikla möguleika til að skilja grunnefnaskipti fruma og stjómun á tjáningu gena í efnaskiptaferlum. Flóknari lífverur em myndaðar úr vefjum, sem hafa sérhæfða virkni. Hver vefjagerð tjáir þau gen sem hún þarf á að halda á sértækan máta, ýmist með stjómun á magni tjáningar (differential expression; DE) eða valsplæsingu (altemative splicing; AS). Efniviður og aðferðir: Við höfum borið saman DE og AS í tjáningamengi (transcriptome) tveggja T-frumulína, MOLT-4 og CEM. Að auki könnuðum við hvaða breytingar verða í tjáningarmengi fmmnanna þegar þær eru meðhöndlaðar með AMPK virkjunum AICAR og A-769662. Þessi gögn, auk gagna úr efnaskiptalíkaninu Reconl og COBRA toolbox voru notuð til að setja upp virknilíkök sérhæfð fyrir T-fmmur. Þessi líkön gefa mynd af efnaskiptum fmmunnar við eðlilegar aðstæður og eftir meðhöndlun með lyfjum. Niðurstöður: Grannfræðilegur (topological) og starfrænn (functional) munur sem greinist á milli virknilíkana veitir nýja innsýn í efnaskiptaferla frumunnar. Niðurstöðurnar verða metnar í ljósi þeirra efnaskiptabreytinga sem mælast með greiningum á utanfrumuhvarfefnum í T-frumunum. Ályktanir: Aðferðina má einnig nota til að setja upp líkan af ákveðnum i
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.