Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 56

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 56
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 66 E 122 Hjúkrun sjúklinga með langvinna lungnateppu. Innleiðing líknarmeðferðar á sjúkradeild Guðrún Jónsdóttir1, Helga Jónsdóttir1-2 'Landspítala, 2Háskóla íslands gudrun@ítn.is Inngangur: Nýlega útgefnar klírúskar leiðbeiningar um líknarmeðferð á Landspítala gefa tilefni til að skoða hvernig hægt sé að bæta þjónustu við sjúklinga með langvinna lungnateppu á sjúkradeild. Markmiðið er að heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir sjúklingum með langvinna lungnateppu taki mið af hugmyndafræði líknarmeðferðar en meginmarkmið hennar er að bæta lífsgæði sjúklinga og fjölskyldna þeirra andspænis lífsógnandi sjúkdómi. Óvissulíkan Roland van Linge gerir ráð fyrir að við innleiðingu þekkingar í klínískt starf þurfi samþýðanleika milli nýjungar (líknarmeðferðar lungnasjúklinga) og umhverfis eða núverandi starfshátta. Tilgangur þessarar rannsóknar er að meta hindranir og greina árangursríkar leiðir fyrir innleiðinguna í því augnamiði að stuðla að þessum samþýðanleika. Efniviður og aðferðir: í þessu meistaraverkefni var beitt fyrirbærafræðilegri nálgun. Tekin voru tvö rýnihópaviðtöl við hjúkrunarfræðinga (n=8) sem starfa og hafa reynslu af hjúkrun lungnasjúklinga á Landspítala. Rannsóknargögnin voru þemagreind. Niðurstöður: Þemagreining sýndi að meginhindranir við innleiðingu líknarmeðferðar eru hugtakaruglingur varðandi líknar- og lífslokameðferð, að hjúkrunarfræðingar eru í baráttu eða ágreiningi við aðrar heilbrigðisstéttir meðal annars lækna um að vinna eftir hugmyndafræði líknarmeðferðar, auk þess sem óvissa um framgang sjúkdóms getur hindrað ákvarðanatöku um meðferðina. Árangursríkar leiðir til innleiðingar vörðuðu mikilvægi þess að vera samstíga í þverfaglegri samvinnu um framkvæmd líknarmeðferðar og að samræmingar í vinnubrögðum væri þörf. Ályktanir: Enn er langt í land með að unnið verði eftir klínískum leiðbeiningum um líknarmeðferð fyrir lungnasjúklinga. Innleiðing leiðbeininganna þarfnast tíma og fjármuna og mögulega þarf að aðlaga leiðbeiningarnar að sértækum þörfum sjúklinga með langvinna lungnateppu. E 123 Fjölskylduhjúkrunarmeðferð á lungnadeild Bryndís S. Halldórsdóttir', Erla K. Svavarsdóttir13 'Göngudeild lungnasjúklinga Landspítala, 2Landspítala, 3hjúkrunarfræðideild HÍ brynhall@landspitali. is Inngangur: Sjúklingum með langvinna lungnateppu (LLT) fjölgar þegar sjúklingum með aðra langvinna sjúkdóma fækkar. Gera má ráð fyrir að um 12 þúsund íslendingar hafi langvinna lungnateppu á 11-IV stigi samkvæmt stigun GOLD. Álag á fjölskyldur vegna langvinnra sjúkdóma er mikið og fer vaxandi, meðal annars tengt breytingum í heilbrigðiskerfinu. Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar byggi hjúkrunarmeðferðir á gagnreyndum aðferðum. Veturinn 2008- 2009 var gerð rannsókn á lungnadeild sem hluti af meistargráðu í hjúkrun. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta ávinning af stuttum fjölskyldumeðferðarsamræðum Efniviður og aðferðir: Rannsóknin byggir á hugmyndafræði Calgary fjölskyldumats- og meðferðarlíkananna og felst í stuttum meðferðarsamræðum við einn fjölskyldumeðlim sjúklings með langvinna lungnateppu við innlögn á lungnadeild. Rannsóknin var megindleg hjúkrunarmeðferðarrannsókn með hálfstöðluðu tilraunasniði. Þátttakendur voru fjölskyldumeðlimir sjúklinga með langvinna lungnateppu á lungnadeild, valið í tímaröð í samanburðarhóp fyrst (15 n), síðar í tilraunahóp (15 n) (N=30). Makar og böm sjúklinga voru 80% þátttakenda, 67% voru eldri en 50 ára og 73% voru konur. Mælitæki vom þrír spurningalistar, bakgrunnsþættir, fjölskylduvirkni og upplifaður stuðningur. Með SPSS tölfræðiforritnu fékkst lýsandi tölfræði,T-próf og fylgni. Niðurstöður: Styður stefnutilgátu rannsóknarinnar. Rannsóknarhópur meðalskor =3,31; Std =1,030 og tilraunahópur meðalskor =2,60; Std =1,140 (*p=0,045). Meginniðurstaða er að fjölskyldumeðlimir lungnasjúklinga á lungnadeild upplifa marktækt meiri stuðning eftir stuttar meðferðarsamræður við hjúkrunarfræðing en þeir sem fá hefðbundna hjúkrun á lungnadeiid. Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar eru skýr vísbending um að með stuttum fjölskyldumeðferðarsamræðum má bæta líðan fjölskyldumeðlima sjúklinga með langvinna lungnateppu og auka gæði hjúkrunarþjónustu. E 124 Þættir sem hafa áhrif á mæði hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu Elfa Dröfn Ingólfsdóttir1-2, Guðbjörg Pétursdóttir', Marta Guðjónsdóttir1-2'3 'Reykjalundi endurhæfingarmiðstöð SÍBS, 2læknadeild, 3Lífeðlisfræðistofnun HÍ elfa.ingolfs@gmail.com Inngangur: Óeðlilega mikil mæði er aigengt og fiókið einkenni hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu (LLT). Mikilvægt er að skilgreina og afmarka betur hvaða þættir það eru sem skýra helst upplifun sjúklinga á mæðinni. Efniviður og aðferðir: Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvaða þættir það eru sem spá best fyrir um upplifun á mæði hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu. Þátttakendur voru 140 sjúklingar með langvinna lungnateppu sem voru að hefja sex vikna endurhæfingu á Reykjalundi. Þeir fóru í öndunarmælingu og sex mínútna göngupróf. Mæði var metin með Shortness ofbreath questionnaire (SOBQ) sem metur upplifun á mæði við athafnir daglegs lífs hjá einstaklingum með langvinna lungnasjúkdóma. Andleg líðan var metinn með Hospital anxiety depression (HAD) spurningarlistanum sem flokkar líðan í kvíða og þunglyndi. Viðmiðunargildi sem gefur til kynna merki um þunglyndi eða kvíða er a8 stig í hvorum flokki. Niðurstöður: Meðalaldur var 67,3±8,8 ár, FEV, var 62,6±25,1% af áætluðu gildi. Líkamsþyngdarstuðull (BMI) var 29,1±6,2 kg/m2, 63% (N=88) þátttakenda voru konur. Vegalengd sem gengin var á sex mínútna gönguprófi vra 441±106 metrar eða 75,3±17,9% af áætlaðri vegalengd. Mæðistig á SOBQ voru 54,8±20,4. Af þátttakendum höfðu 26% merki um kvíða og 29% merki um þunglyndi. Af þeim þáttum sem skoðaðar voru (aldur, kyn, BMI, kvíði, þunglyndi, FEV,%, % af áætlaðir göngugetu), sýndi fjölbreytuaðhvarfsgreining (multiple regression analysis) að kvíði (r2=0,159) og göngugeta (r2=0,214) spáðu best fyrir um upplifun á mæði eða 35%, aðrar breytur bættu þar engu við. Ályktanir: Göngugeta á sex mínútna gönguprófi (% af áætluðu gildi) og kvíðastig á HAD lista spá fyrir um 35% af upplifun á mæði við upphaf endurhæfingar, hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu. 56 LÆKNAblaðið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.