Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 47
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ
FYLGIRiT 66
tæknin var notuð til að sýna fram á seinkun í heilaþroska hjá hópi
einstaklinga með ADHD. Það er því líklega hægt að tengja MentisCura
aldursstuðulinn við heilaþroska.
Alyktanir: Með notkun aldursstuðulsins er hugsanlegt að bera saman
heilaþroska hópa með mismunandi heilaraskanir á tiltölulega ódýran
°g áreiðanlegan hátt.
E 92 Heilablæðingar hjá fyrirburum - tíðni, áhættuþættir og
afleiðingar
Jóhanna Gunnlaugsdóttir1, Laufey Ýr Sigurðardóttiru, Þórður Þórkeisson1'2
Læknadeild HÍ, 3Barnaspítala Hringsins
thordth@landspitali.is
Inngangur: Lífslíkur fyrirbura hafa aukist mikið á undanförnum
aratugum. Flest barnanna verða heilbrigðir einstaklingar, en fötlun er þó
slgengari meðal þeirra en fullburða barna. Ein helsta ástæða fötlunar hjá
fyrirburum er heilablæðing. Markmið rannsóknarinnar er að kanna tíðni
heilablæðinga hjá minnstu fyrirburunum hér á landi, helstu áhættuþætti
°g afleiðingar þeirra.
Efniviður og aðferðir: Gerð var afturskyggn tilfella-viðmiðarannsókn
a fyrirburum sem fæddir voru eftir 24-30 vikna meðgöngu hér á
landi árinl988-2007. Tilfellin voru þau börn sem fengu heilablæðingu
en viðmiðin jafn mörg börn sem ekki fengu heilablæðingu, pöruð á
meðgöngulengd og fæðingarári.
Niðurstöður: Níutíu og þrír fyrirburar greindust með heilablæðingu,
þar af 56 með væga (gráða I eða II) og 37 með alvarlega heilablæðingu,
(gráða III eða IV). Tíðni heilablæðinga var í öfugu hlutfalli við
meðgöngulengd. Áhættuþættir fyrir alvarlegri heilablæðingu voru
glærhimnusjúkdómur (p=0,004) og Apgarstig við 5 mín. <6 (p=0,01), en
steragjöf fyrir fæðingu vemdandi (p=0,03). Af þeim sem fengu alvarlega
heilablæðingu létust 64,9%. Af þeim sem lifðu fengu 61,5% heilalömun
(cerebral palsy) síðar á ævinni, en 6,1% viðmiðanna (p<0,0001).
^lyktanir: Tíðni heilablæðingar eykst eftir því sem meðgöngulengdin
er styttri. Áföll í fæðingunni og mikil veikindi á nýburaskeiði auka líkur
a alvarlegri heilablæðingu hjá fyrirburum. Dánartíðni og tíðni fatlana er
há meðal fyrirbura sem fá alvarlega heilablæðingu. Líklegt er að með
frekari framförum í fæðingarhjálp og umönnun fyrirbura sé hægt að
mmnka tíðni alvarlegra heilablæðinga hjá þeim.
E 93 Bólusetningar barna á íslandi, afstaða foreldra
Emma Dögg Ágústsdóttir1, Ragnheiður Elísdóttir’, Sveinn Kjartansson2-5, Þórólfur
uðnason4, Haraldur Briem4, Asgeir Haraldsson1-2-5
.j'^'Ln.idcild HÍ, 2Bamaspítala Hringsins, ’Miðstöð heilsuverndar barna, ’landlæknisembættinu,
as9eir@iandspitali.is
^nngangur: Bólusetningar eru ein arðbærasta og mikilvægasta
I’eilbrigðisaðgerð sem til er. Árangurinn er minnkandi nýgengi
srnitsjúkdóma sem bólusett er gegn. Reglulega koma upp umræður
Um öryggi bólusetninga og aukaverkanir, slík umræða kann að hafa
neikvæð áhrif á afstöðu foreldra til bólusetninga. Rannsóknin er gerð til
að meta afstöðu foreldra á íslandi til bólusetninga barna.
Efniviður og aðferðir: Spurningalisti sem var lagður fyrir foreldra
nýfæddra barna á helstu fæðingarstöðum landsins. Spurningarnar voru
samdar með það að markmiði að meta afsöðu foreldra til bólusetninga
°8 til heilbrigðiskerfisins. Listinn var lagður fyrir föður og móður hvort
1 sínu lagi.
Niðurstöður: Alls tóku 845 einstaklingar þátt í rannsókninni, 45% voru
karlar og 55% konur. Nær allir þátttakendur (99%) telja bólusetningar
veita vörn gegn sýkingum og 97% foreldra ætla að láta bólusetja barn
sitt samkvæmt íslensku fyrirkomulagi. Foreldrar eru mjög jákvæðir
gagnvart bólusetningum á fyrsta og öðru aldursári. Meirihluti foreldra
(63%) óttast ekki alvarlegar aukaverkanir bólusetninga. Aðeins 38%
foreldra telur bólusetningar ákjósanlegri en náttúrulegar sýkingar, 62%
eru óvissir eða telja náttúrulegar sýkingar gera barnið hraustara en
bólusetningar. Menntun, kyn og fjöldi barna eru þeir þættir sem helst
hafa marktæk áhrif á afstöðu foreldra til bólusetninga barna.
Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar staðfesta að íslenskir foreldrar
treysta gagnsemi bólusetninga og ótti við alvarlegar aukaverkanir
er afar lítill. Þetta gefur von um að áfram megi halda aivarlegum
smitsjúkdómum frá íslenskum börnum. Ávinningur af bólusetningum
er ríkulegur og fjölþættur bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild
sinni.
E 94 Sýkingar og sjálfsónæmissjúkdómar eru algengir hjá
einstaklingum sem hafa fengið slæma einkirningasótt
Davíð Þór Þorsteinsson1-2, Björn Rúnar Lúðvíksson1-3, Helga Bjarnadóttir1'3, Arthúr
Löwe1-4, Ásgeir Haraldsson1-2
’Læknadeild HÍ, 2Barnaspítala Hringsins, ’rannsóknastofu í ónæmisfræði og ’rannsóknastofau
í veirufræðu Landspítala
asgeir@landspitali. is
Inngangur: Yfir 90% mannkyns er sýktur af Epstein Barr veiru (EBV)
en fáir fá klínísk einkenni, nefnd einkimingasótt. Tengsl hafa fundist
milli EBV sýkingar og ákveðinna illkynja sjúkdóma. Tilgangur
rannsóknarinnar var að kanna hvort mikil klínísk einkenni við
frumsýkingar EBV hefðu fylgni við aðra sjúkdóma, svo sem sýkingar og
sjálfsónæmissjúkdóma.
Efniviður og aðferðir: í skrám Landspítala fundust sjúklingar sem
voru lagðir inn með einkirningasótt. Safnað var gögnum um aldur,
kyn, dagsetningu greiningar og aðrar greiningar. Eitt hundrað og
fimmtán manns með lengstan tíma eftirfylgdar var boðið í viðtal
og svöruðu spurningum um heilsufar með áherslu á sýkingar og
sjálfsónæmissjúkdóma.
Niðurstöður: Sex hundruð og tveir einstaklingar voru lagðir inn með
einkirningasótt frá 1981 til 2005; 310 karlar (52%) og 289 konur (48%).
Miðgildi aldurs við greiningu var 15 ár (17 dagar-86 ár). Miðgildi tíma
frá greiningu var 15,1 ár (4,3-29 ár). Eitt hundrað og fimmtíu manns
(25%) höfðu 210 aðrar greiningar. Af 115 manns með lengstan tíma
eftirfylgdar tóku 83 þátt í rannsókninni (72%). Miðgildi eftirfylgdar var
20 ár (13-28 ár) og miðgildi aldurs við innlögn 14,6 ár (17 daga-36 ára).
Af hópnum höfðu 30 fengið lungnabólgu einu til fimm sinnum (36%)
og oftar en fimm sinnum (2%), 58 höfðu fengið hálsbólgu oftar en 10
sinnum (70%), 43 fóru í hálskirtlatöku (52%) og 28 í nefkirtlatöku (33%).
Fjórtán (17%) fengu sýkingar oftar en jafnaldrar í æsku og 33 (40%)
fengu sýklalyf á síðasta ári. Tuttugu og sjö einstaklingar (32%) voru
greindir með ofnæmiskvef, exem eða ofnæmisbólgur í augum og nefi
og 33 (40%) með ofnæmi. Þrjátíu og einn (37%) hafði verið greindur með
sjálfsónæmissjúkdóm.
Ályktanir: Faraldsfræði einkirningasóttar á íslandi er svipuð og á
Vesturlöndum. Sýkingar, ofnæmistilhneiging og sjálfsónæmissjúkdómar
eru algengir hjá einstaklingum sem hafa fengið slæma einkirningasótt.
LÆKNAblaðið 2011/97 47