Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 25
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ
FYLGIRIT 66
MM eða IgM og WM. Arfgengum sjúkdómum getur fylgt innri svipgerð
sem er algengari í fjölskyldunum en sjúkdómurinn sjálfur.
Efniviður og aðferðir: Kannaðar voru nánar átta íslenskar fjölskyldur
með einstofna mótefnahækkun, sem áður voru þekktar, með nákvæmri
ættrakningu, samanburði við Krabbameinsskrá og skimun fyrir
einstofna mótefnum. Valdir hópar voru prófaðir fyrir ofursvörun
B-eitilfrumna við örvun með „poke weed" mítógeni.
Niðurstöður: í fimm af fjölskyldunum átta er að finna bæði IgG/IgA og
IgM mein. f fjórum af þeim greindust ofursvarar. í einni fjölskyldu hefur
ofursvarasvipgerðin verið staðfest í mörgum fjölskyldumeðlimum með
endurteknum prófunum.
Alyktanir: Fimm af átta íslenskum fjölskyldum með ættlæga einstofna
mótefnahækkun eru markverðar fyrir það að þar fara saman mein af
IgG/IgA og IgM gerð. Ofursvörun B-eitilfrumna uppfyllir skilyrði þess
að vera innri svipgerð og gæti nýst til erfðarannsókna.
E 23 Hindrun virion infectivity factor á APOBEC3 próteinum
Harpa Lind Björnsdóttir, Francisco Jose Zapatero Belinchon, Stefán Ragnar Jónsson,
Valgerður Andrésdóttir
Lilraunastöð Hí í meinafræði að Keldum
hlb2@hi.is
Inngangur: Lentiveirur eru flokkur retróveira sem valda hæggengum
sýkingum í hýslum sínum. HIV-1 og 2, feline immunodeficiency virus
(FIV) og mæði-visnuveira (MW) eru dæmi um lentiveirur. Lentiveirur
hafa allar genin gag, pol og env, en að auki geta veirunnar haft ýmis
onnur gen, líkt og virion infectivity factor (vif), en hlutverk þess er að
óvirkja APOBEC3 (A3) prótein hýsilfrumna. A3 prótein eru cýtósín
afamínasar sem valda hárri tíðni G/A stökkbreytinga í DNA veiranna.
Vif binst A3 próteinum og sendir þau til niðurbrots í próteasómi.
Cul5 og Cul2 eru hluti af E3 ubiquitin lígasaflóka sem leiðir til niðurbrots
á A3. HIV-1 Vif bindur Cul5, en MW Vif bindur Cul2. Markmið
rannsóknarinnar var að kanna hvort amínósýruröð í Vif sem líkist
niarkröð Cul2 sé notuð við niðurbrot A3.
Efniviður og aðferðir: Stökkbreytingar voru gerðar á Cul2 seti
kódonoptimiseraðs MVV Vif. Stökkbreytt Vif var notað í HlV-green
fluorescent protein (GFP) infectivity assay auk kindaA3. Sýkingahæfni
veira var könnuð með fluorescence activated cell sorting (FACS).
Heildarfrumulýsat af transfectuðum frumum var notað í Western blot
(WB).
Niðurstöður: Sé Vif til staðar eru veirur betur hæfar til að sýkja frumur,
hvort sem A3 er til staðar eða ekki. Sé Vif stökkbreytt sýkja veirur frumur
hetur en án Vifs en verr en með óstökkbreyttu Vif. í WB sést að A3 tapast
að mestu leyti hvort sem óstökkbreytt eða stökkbreytt Vif er til staðar.
Alyktanir: Stökkbreyting á Cul2 seti dregur úr virkni MVV Vif til að
auka sýkimátt veira en eyðileggur hann þó ekki. Stökkbreytingin kemur
ekki í veg fyrir niðurbrot á A3 sem bendir til að Cul2 binding við Vif sé
ekki nauðsynleg fyrir ubiquitineringu á A3.
E 24 Næmni BRCA2 stökkbreyttra frumulína fyrir Aurora kínasa
hindra
Linda Viðarsdóttir, Guðríður Steingrímsdóttir, Sigríður K. Böðvarsdóttir, Helga M.
gmundsdóttir, Jórunn E. Eyfjörð
nnsóknastofu í krabbameinsfræðum, Lífvísindasetri læknadeildar HÍ
llndav@hi.is
lungangur: Aurora kínasar eru mikilvægir þátttakendur í mítósu.
Yfirtjáning og/eða mögnun á Aurora-A og -B kínösum finnast gjarnan
í hinum ýmsum æxlum. Sýnt hefur verið fram á að BRCA2 stökkbreytt
brjóstaæxli eru líklegri til að vera með Aurora-A mögnun en önnur
brjóstaæxli. Lyfjasprotar sem hindra virkni Aurora kínasa hafa verið
þróaðir og eru nú þegar kornnir í klínískar prófanir. Mikilvægt er að
finna lífmerki sem spá fyrir um næmni Aurora hindra.
Efniviður og aðferðir: í þessari rannsókn var hindrinn ZM447439
prófaður á 15 þekjuvefsfrumulínur. Frumulínurnar voru ólíkar með
tillit til p53 og BRCA2 stökkbreytinga. Crystal violet litanir voru gerðar
á öllum frumulínum til að meta IC50 gildi. mRNA magn Aurora-A og
B var mælt með Real-Time PCR. Propidium iodide og Annexin-V litun
var gerð á frumlínum fyrir og eftir meðhöndlun til að meta frumudauða
og litun.
Niðurstöður: IC50 gildi ZM447439 í frumulínunum var á bilinu 1,9-
8,1 pM. Fylgni var á milli Aurora-A og Aurora-B tjáningar en ekki var
hægt að spá fyrir um næmni hindrans eingömgu út frá Aurora tjáningu.
Frumulínur sem voru með háa Aurora-A og -B tjáningu, BRCA2
stökkbreytingu og galla í p53 voru næmari en aðrar frumulínur fyrir
Aurora hindranum. Frumur sem voru meðhöndlaðar með hindranum
fóru í gegnum mítósu en luku ekki frymisskiptingu sem olli því að
frumur urðu fjöllitna og fjölkjarna. Ekki var hægt að sýna fram á að
gallar í p53 útskýra þennan mun.
Ályktanir: BRCA2 stökkbreyttar brjóstafrumulínur sýndu mismikla
næmni fyrir Aurora hindranum. Því er ekki hægt að spá fyrir um næmni
ZM447439 aðeins út frá Aurora magni. En BRCA2 stökkbreytt æxli með
háa Aurora tjáningu og óvirkt p53 sýndu mesta næmni fyrir hindranum
og því gætu Aurora hindrar hugsanlega gagnast sjúklingum með slík
æxli.
E 25 Er munur á stökkhæð, átakshorni í hné og vöðvavinnu við
uppstökk og lendingar meðal 15-18 ára stúlkna og drengja?
Helena Magnúsdóttir1'2, Þórarinn Sveinsson1, Árni Árnason1
'Rannsóknastofu í hreyfivísindum, námsbraut í sjúkraþjálfun og læknadeild HÍ,
2Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki
heienama@simnet.is
Inngangur: Slit á fremra krossbandi er tvisvar til sjö sinnum algengara
rneðal kvenna en karla eftir kynþroska. Mesta hættan er í íþróttum
sem innihalda hopp, stefnubreytingar og snúninga. Tilgangur
rannsóknarinnar var að skoða mögulegan kynjamun hjá 15-18 ára
stelpum og strákum í hámarksstökkhæð, stökk- og lendingartækni
ásamt vöðvavirkni í fallhoppi.
Efniviður og aðferðir: Unglingum sem sótt höfðu æfingar
unglingalandsliða í knattspyrnu (U16-U19) veturinn 2008-2009 og
spiluðu með þeim þremur knattspyrnuliðum sem áttu flesta
þátttakendur í unglingalandsliðum var boðin þátttaka í rannsókninni.
Úrtakið var 20 strákar og 17 stelpur, 15-18 ára. Tíu strákar og 10
stelpur samþykktu þátttöku. Mælingar: 1. hámarkshopphæð, 2. stærð
átakshorns í hné (valgus) í fallhoppi, 3. upphafstími vöðvarafrits (EMG)
í fimm vöðvum í sitt hvoru læri í fallhoppi.
Niðurstöður: Strákar hoppa marktækt hærra en stelpur í
hámarkshoppinu, (30,3±2,6 cm á móti 22,6±3,8 cm, p<0,001). 1
fallhoppinu voru stelpur með meiri valgus stöðu í hnénu í þremur af
fimm mælipunktum: þegar tá snerti gólf (11,1±4,2° á móti 14,7±4,0°,
p=0,04), 25% frá neðsta punkti á leiðinni niður (10,6±9,0° á móti
16,5±6,4°, p=0,14) og tá af í uppstökkinu (12,5±4,4 á móti 17,2±4,2°,
p=0,01). Enginn marktækur munur sást í punktunum: neðsta staða
LÆKNAblaðið 2011/97 25