Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 113
XV VISINDARAÐSTEFNA Hl
FYLGIRIT 66
V 95 Meðferðarferli fyrir deyjandi sjúklinga á Landspítala. Úttekt fyrir
árið 2009
Svandís fris Hálfdánardóttir, Ásta B. Pétursdóttir, Guðrún Dóra Guðmannsdóttir,
Kristín Lára Ólafsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir
Landspítala
svaniris@landspitali.is
Inngangur: Meðferðarferli fyrir deyjandi sjúklinga eru þekktar
leiðbeiningar sem notaðar eru á síðustu dögum eða klukkustundum
lífsins. Ferlið samanstendur af 18 markmiðum og frávikaskráningu.
Reglulegt mat á fjögurra klukkustunda fresti er gert fyrir fimm algeng
einkenni við lok lífs. Frávik eru skráð ef markmiðum er ekki náð.
Einkenni sem eru metin og til staðar utan reglulegs mats eru þau einnig
skráð á frávikablað. Innleiðing ferlisins var gerð á þremur deildum
Landspítala árið 2008: Líknardeild í Kópavogi, líknardeild á Landakoti
og krabbameinslækningadeild 11-E.
Efniviður og aðferðir: Úttektin náði til allra sjúklinga sem farið höfðu á
meðferðarferlið árið 2009 (n=160). Gagnasöfnun hófst eftir að viðeigandi
leyfi lágu fyrir. Metin var skráning í meðferðarferlið fyrir öll markmið
í upphafsmati og eftir andlát sem og í reglulegu mati sem gert er á
fjögurra og 12 klukkustunda fresti. Frávikaskráning utan reglulegs mats
var einnig greind ásamt lyfjafyrirmælum og lyfjagjöfum við einkennum.
Niðurstöður: Meðferðarferlið var mest notað á líknardeildinni í
Kópavogi eða í um 80% tilfella. Tuttugu og fjórum markmiðum af 29
var náð í yfir 85% tilfella. Algengustu einkenni á síðasta sólarhring
lífs voru verkir, óróleiki og hrygla. Þessi einkenni komu fram hjá 10-
20% sjúklinga við reglulegt mat á fjögurra klst. fresti. Munur var á
milli deilda varðandi einkenni. Fleiri sjúklingar voru með óróleika á
krabbameinslækningadeild.
Alyktanir: Meðferðarferli fyrir deyjandi er mikilvægt verkfæri
til leiðsagnar í vinnu með sjúkiingum á síðustu dögum eða
klukkustundum lífs. Úttektin hefur staðfest notagildi ferlisins varðandi
skráningu á síðustu dögum lífs og gert mögulegt að mæla tíðni algengra
einkenna við lok lífs. Reglulegar úttektir gefa einnig tækifæri á kennslu
til starfsfólks deilda þegar niðurstöður úttekta eru kynntar.
V 96 Andlát skömmu eftir útskrift heim af bráðamóttöku
Vilhjálmur Rafnsson', Oddný S. Gunnarsdóttir2
'Rannsóknastofu í heilbrigðisfræði og læknadeild HÍ, 2vísinda-, mennta- og gæðasvið
Landspítala
vilraf@hi.is
Inngangur: Rannsóknir frá Bandaríkjunum á þeim sem útskrifuðust
heim af bráðamóttökum (BM) og létust skömmu síðar hafa sýnt að
andlátin komu óvænt, þau tengdust sjúkdómsgreiningu við útskrift
eða gáfu til kynna læknamistök. Meira en 16% þeirra sem fóru heim
af bráðamóttöku Landspítala fengu einkenna sjúkdómsgreiningar
(R00-R99, ICD-10). Tilgangurinn var að meta tengsl einkenna
sjúkdómsgreininga við dánarmein þeirra sem létust skömmu eftir
heimferð frá bráðamóttöku.
Efniviður og aðferðir: Þetta er framsýn rannsókn á 227.097 komum
sjúklinga á slysa- og bráðasvið Landspítala á árunum 2002 til 2008.
Dánarmein voru fundin í Dánarmeinaskrá með tölvusamkeyrslu.
Reiknað var hættuhlutfall (hazard ratio) og 95% öryggismörk (ÖM)
í tímaháðri greiningu þar sem dánartíðni þeirra með einkenna
sjúkdómsgreiningar var borin saman við dánartíðni þeirra sem fengu
aðrar greiningar.
Niðurstöður: Af þeim sem létust innan átta daga voru 14% með
einkenna sjúkdómsgreiningar við útskrift. Dánartíðni innan átta daga
var 68,7, innan 15 daga 116,2 og innan 30 daga 209,6 á hverjar 100.000
komur. Hættuhlutfall þeirra með einkenna sjúkdómsgreiningar miðað
við aðrar sjúkdómsgreiningar, var 0,82 (95% ÖM 0,65-1,04), 0,70 (95%
ÖM 0,50-0,99) og 0,64 (95% ÖM 0,41-1,01) vegna þeirra sem létust innan
átta, 15 og 30 daga frá heimferð.
Alyktanir: Dánartíðni þeirra sem létust innan átta, 15 og 30 daga er
hærri en í bandarískum rannsóknum, og svipuð og í breskri rannsókn,
en miklu lægri en sást í fyrri rannsókn á bráðamóttöku á Landspítala
Hringbraut. Hér á landi er eftirfylgni auðveld og nákvæm og
bráðamóttökur sinna ólíkum sjúklingahópum, en þessi atriði geta meðal
annars skýrt þennan mun. Hægt er að nota hættuhlutfall þeirra, sem
útskrifast með einkenna sjúkdómsgreiningu miðað við aðrar greiningar,
til að meta mismunandi bráðamóttökur óháð viðfangsefnum og stærð
deildanna.
V 97 Endurteknar komur, innlagnir og andlát eftir ófullkomna
heimsókn á bráðamóttöku. Framsýn hóprannsókn
Vilhjálmur Rafnssoré, Oddný S. Gunnarsdóttir2
‘Rannsóknastofu í heilbrigðisfræði, læknadeild HÍ, 2vísinda-, mennta- og gæðasvið Landspítala
viiraf@hi.is
Inngangur: Horfur sjúklinga eftir ófullkomna heimsókn á bráðamóttöku
eru óþekktar. Tilgangurinn var að rannsaka hvort endurteknar komur,
innlagnir og andlát meðal þessara sjúklinga væru frábrugðin því sem
gerist meðal annarra sjúklinga sem komu á bráðamóttöku og fóru heim.
Efniviður og aðferðir: Við fjöllum um sjúklinga 18 ára og eldri, sem
fóru gegn læknisráði, fóru án þess að fá læknisskoðun og þá sem luku
heimsókn sinni eðlilega og voru útskrifaðir heim af bráðamóttöku
Landspítalans árin 2002-2008. Samkeyrsla sem byggðist á kennitölum úr
skrá bráðamóttöku, sjúkrahússkránni og dánarmeinaskránni var gerð
til að finna afdrif sjúklinganna. Endurteknar komur, innlagnir og andlát
hjá rannsóknarhópunum og hjá hinum sjúklingunum voru borin saman
með kí-kvaðrat prófi og öryggismörk (ÖM) reiknuð.
Niðurstöður: Þetta voru 106.772 sjúklingar og þar af fóru 77 gegn
læknisráði en 4.471 fór án læknisskoðunar. Hlutfallsleg áhætta þess að
leita af tur til bráðamóttöku innan 30 daga frá fyrstu komu á bráðamóttöku
var 5,85 (95% ÖM 3,55-9,66) fyrir þá sem fóru gegn læknisráði og 4,43
(95% ÖM 4,16-4,72) fyrir þá sem fóru án læknisskoðunar. Hlutfallsleg
áhætta að leggjast inn á einhverja deild Landspítala innan 30 daga var
7,56 (95% ÖM 4,47-12,81) fyrir þá sem fóru gegn læknisráði og 0,88
(95% ÖM 0,75-1,03) fyrir þá sem fóru án læknisskoðunar. Hlutfallsleg
áhætta þess að deyja innan 30 daga var 11,53 (95% ÖM 2,85-46,70) fyrir
þá sem fóru gegn læknisráði og 0,50 (95% ÖM 0,21-1,19) fyrir þá sem
fóru án læknisskoðunar. Hátt hlutfall sjúklinga sem í upphafi fóru án
læknisskoðunar fór aftur án læknisskoðunar í seinni heimsókn.
Ályktanir: Hjá sjúklingum sem fóru gegn læknisráði voru horfur
slæmar og líkur á endurteknum komum á bráðamóttöku, innlögnum og
andláti, en sjúklingar sem fóru án læknisskoðunar höfðu einungis hátt
hlutfall endurtekinna koma.
V 98 ICEBIO - kerfisbundin skráning meðferðagagna
Bjöm Guðbjörnsson*
Landspítala
bjorngu@landspitali. is
Inngangur: ICEBIO er gagnagrunnur þar sem stöðluðum
LÆKNAblaðiö 2011/97 113