Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 105

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 105
XV VISINDARAÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 66 að ofangreint námskeið sem miðar að því að draga úr streitu og einkennum sálrænnar vanlíður sé gagnlegt fyrir konur í háskólanámi, en niðurstöðum verður nánar lýst í veggspjaldi. V 70 Samkynhneigðir ungiingar og félagslegir erfiðleikar Ársæll Már Arnarsson, Þóroddur Bjarnason, Sigrún Sveinbjörnsdóttir, Andrea Hjálmsdóttir Rannsóknarsetur forvama HA aarnarsson@unak. is Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að meta algengi félagslegra erfiðleika meðal samkynhneigðra unglinga á íslandi. Rannsóknin byggir á gögnum úr íslenska hluta HBSC-rannsóknarinnar (Health Behaviours in School-Aged Children) á heilsu og lífskjörum skólabarna sem er framkvæmd á fjögurra ára fresti með tilstyrk Alþjóðaheilbrigðisstofnu narinnar (WHO). Efniviður og aðferðir: Spurningalistar voru lagðir fyrir helming allra nemenda í tlunda bekk í febrúar 2006. Svör fengust frá 1984 nemendum og var svarhlutfall 88%. Niðurstöður: Niðurstöður voru að 2% stráka og 1% stelpna í 10. bekk höfðu átt í kynferðislegu sambandi við einstakling af sama kyni. Þessir unglingar voru miklu mun líklegri en aðrir til að verða fyrir einelti, líkamlegu ofbeldi og kynferðislegu áreiti. Stelpur sem sofið höfðu hjá öðrum stelpum voru þannig ríflega sjöfalt líklegri til þess að hafa verið lagðar í einelti með uppnefnum en aðrar stelpur, fimmfalt líklegri til að hafa verið lamdar og sexfalt líklegri til að hafa verið áreittar kynferðislega. Strákar sem sofið höfðu hjá öðrum strákum voru ríflega fimmfalt líklegri en aðrir strákar til að hafa verið skildir útundan, sjöfalt líklegri til að hafa verið lamdir og sextánfalt líklegri til að hafa verið áreittir kynferðislega. Sambærilegur munur á tíðni eineltis kom ekki fram hjá nemendum sem sofið höfðu hjá einhverjum af gagnstæðu kyni. Lífsánægja þeirra var marktækt minni en jafnaldra þeirra og mun meiri líkur voru á að þau notuðu áfengi, tóbak og fíkniefni. Alyktanir: Þrátt fyrir að almennt hafi viðhorf gagnvart samkynhneigðum breyst til batnaðar á undanförnum árum er augljóst að samkynhneigðir unglingar eiga verulega undir högg að sækja. V 71 Auðveldar tákn með tali nám? Samanburður á námi með annars vegar tali og hins vegar tákn með tali Kolbrún Ingibjörg Jónsdóttir', Hugrún Vignisdóttir1, Atli Freyr Magnússon2, Zuilma Gabríela Sigurðardóttir1 'Sálfræðideild HÍ, 2Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins zuilma@hl.is Inngangur: Tákn með tali (TMT) er óhefðbundin tjáskiptaleið. Algengt er að nota hana við kennslu barna með þroskafrávik. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort TMT auðveldi bömum að skilja fyrirmæli og kanna hvort svörun þeirra væri undir stjórn munnlega hluta fyrirmælanna, táknanna eða beggja. Efniviður og aðferðir: Þrjú 10 ára gömul börn með Downs heilkenni tóku þátt í rannsókninni. Kannað var hvort þau væru fljótari að læra að benda á mismunandi myndir eftir því hvort fyrirmælin voru munnleg eða TMT. Við matið var notast við einstaklingsrannsóknarsnið sem nefnist breytilegt inngripssnið (altemating treatment design). Þá voru aðferðirnar tvær, TMT og tal, kenndar samtímis en skipt á milli á semi- tilviljanakenndan hátt þannig að sama aðferðin var ekki notuð oftar en tvisvar í röð. Villulaust nám var notað í upphafi, rétt svörun var stýrð samtímis fyrirmælum. Ef nemendur höfðu lært að þekkja í sundur myndir með TMT var athugað hvort þau fylgdust með munnlega hluta fyrirmælanna, táknunum eða báðu. Þetta var endurtekið í seinni hluta rannsóknarinnar með nýjum myndum. Niðurstöður: Niðurstöðurnar voru mismunandi, fyrsti þátttakandinn lærði aðeins aðgreiningu milli fána með TMT. Annar þátttakandinn var fljótari að læra aðgreininguna með TMT f fyrri hlutanum en munnlegum fyrirmælum í seinni hlutanum. Þriðji þátttakandinn lærði síðan aðeins aðgreiningu þegar fyrirmæli voru munnleg. Niðurstöður prófana á áreitastjóm gáfu svo til kynna að hegðun barnanna væri undir stjórn munnlega hluta fyrirmælanna. Alyktanir: Þetta gefur því til kynna að tákn með tali henti ekki öllum og að kanna þurfi kerfisbundið hvort tiltekin kennsluaðferð auðveldi barni með þroskafrávik nám og að skilja fyrirmæli áður valið er hvaða leið er farin í tjáskiptaþjálfun. V 72 Algengi geðraskana hjá nýlega greindum krabbameinssjúklingum á Landspítala Margrét Ingvarsdóttir1, Helgi Sigurðsson3'4, Sigurður Örn Hektorsson5, Hrefna Magnúsdóttir4, Snorri Ingimarsson6, Eiríkur Örn Arnarson2-’ ’Kaupmannahafnarhásknla, ’sálfræðiþjónustu Landspítala, ’læknadeild HÍ, 4krabbameinsdeild Landspítala, 5geðsviði Landspítala, 'sálfstætt starfandi geð- og krabbameinslækni margretin@gmail.com Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna líðan og algengi geðraskana meðal kvenna sem nýlega hafa greinst með krabbamein í brjósti. Jafnfram er lagt mat á gildi staðlaðra mælitækja við skimun fyrir þessum álagsþáttum. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur eru 31 kona sem nýlega höfðu greinst með brjóstakrabbamein. Öllum konum yngri en 75 ára (mt.=53 ár), sem undirgengust fleygskurð á rannsóknartímabilinu var boðin þátttaka. Svarhlutfall var 73,5%. Andleg líðan var metin með spurningalistum og geðgreiningarviðtalinu The Composite International Diagnostic Interview (CIDI). Mælingar fóru fram við greiningu krabbameinsins og aftur sex til átta vikum seinna. Niðurstöður: Marktækur munur kom fram á meðaltali kvíðaskors Hospital Anxiety and Depression Scale (HADS) (Z= -3,025, p<0,01) og var lægra sex til átta vikum eftir greiningu. Á Impact of Event Scale (IES) mældist marktækur munur á meðaltali heildarskors (Z= -2,521, p<0,05) og var hærra sex til átta vikum eftir greiningu. Áleitni hugsana (invasion) mældist marktækt hærri sex til átta vikum eftir greiningu á undirkvarða IES. Niðurstöður CIDI sýna að 20% þátttakenda uppfylltu greiningarskilmerki geðsjúkdóms undanfarinn mánuð samkvæmt ICD-10 og voru þau líkamsverkjaröskun (somatoform pain disorder), sértæk fælni, almennur kvíði, aðrar tegundir kvíða og tóbaksfíkn. Lífalgengi geðraskana samkvæmt CIDI reyndist vera 24%. Algengustu greiningar voru tóbaksnotkun 48%, fælni 16%, aðrar tegundir kvíða 16%, þunglyndi 12%, líkamsverkjaröskun 12%, átraskanir 4% og áfengismisnotkun 4%. Ályktanir: Fjöldi greindra gefur til kynna að þörf sé á að skima fyrir andlegri líðan og spurningalistamir virðast henta vel til þess. Niðurstöður CIDI gefa til kynna að röskun á geðslagi sé algengari en í almennu þýði. LÆKNAblaðið 2011/97 105
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.