Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Síða 86

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Síða 86
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 66 V 10 Svipgerðarkort fjölskyldu með Ehlers-Danlos heilkenni, tegund IV Signý Ásta Guðmundsdóttir1, Reynir Arngrímsson2-3, Páll Helgi Möller4 'Læknadeild og 2lífefna- og sameindalíffræðistofu læknadeildar HÍ, 3erfða- og sameindalæknisfræðideild, 4skurðlækningasviði Landspítala og HÍ reynirar@hi.is Inngangur: Ehlers-Danslos heilkenni af gerð IV (EDS-IV) er erfðasjúkdómur með alvarleg einkenni og fylgikvilla, svo sem æða- eða garnarof eða legbrest. Markmið rannsóknarinnar var að meta samband arf- og svipgerðartengdar stökkbreytingar í COL3A1 geni sem ekki hefur verið lýst áður. Efniviður og aðferðir: Öllum núlifandi þekktum EDS-IV greindum einstaklingum (>18 ára) var boðin þátttaka í rannsókninni og komu í viðtal. Lagður var fyrir spurningalisti um heilsufar og sjúkdómseinkenni Mæld voru líkamshlutföll. Sjúkra- og krufningaskýrslur voru yfirfarnar. Lýsandi tölfræði var notuð við samantekt á niðurstöðum. Svipgerðarkort var útbúið fyrir arfgerðina sem lýsir sambandi svip- og arfgerðar. Niðurstöður: Tíu einstaklingar úr sömu fjölskyldu voru greindir með klínísk svipgerðareinkenni EDS-IV og DNA greining staðfest í átta þeirra. Meðalaldur var 31,4 ár (4-65 ár), þar af voru sex konur og fjórir karlar. Tveir höfðu látist vegna æðarofs og einn greindist með ósæðarvíkkun; meðalaldur 38 ár (36-44 ár) og í tveimur tilfellum hafði komið fram gamarof við 32 ára aldur með alvarlegum fylgikvillum. Legbrestur greindist ekki hjá neinum. Af öðrum einkennum frá æða - og stoðkerfi voru algengust æðahnútar, marblettir, langvarandi verkir, ilsig og liðhlaup að hluta eða öllu leyti. Endurtekin liðhlaup, ofurliðleiki og vandamál tengd húð, svo sem óeðlileg öramyndun, önnur en eftir stórskurðaðgerðir með fylgikvillum, voru fátíð. Ályktanir: í þessari fjölskyldu reyndust flest svipgerðareinkenni væg, sem eflaust skýrir hversu lengi sjúkdómurinn var dulinn og ógreindur jafnvel þó feðgar hefðu látist ungir úr æðarofi. Niðurstöður staðfesta að EDS-IV sjúkdómur er alvarlegur með lífshættulegum fylgikvillum og hárri dánartíðni. V 11 Cenani-Lenz heilkenni og eintakafjölbreytileiki gena Auður Elva Vignisdóttir1, Helga Hauksdóttir2, Reynir Amgrímsson2 'Læknadeild HÍ, 2erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala og lífefna- og sameindalíffræðistofu læknadeildar HÍ mynirar@hi.is Inngangur: Cenani-Lenz heilkenni (CL) er sjaldgæfur erfðasjúkdómur sem einkennist af samvexti á fingrum og tám. Fáum tilfellum verið lýst. Markmið rannsóknarinnar var að lýsa svipgerð hjá einstaklingi með CL og bera saman við áður þekkt tilfelli og kanna eintakafjölbreytileika (EFB) í erfðamengi hans með örflögugreiningu. Efniviður og aðferðir: Þátttakandi er einstaklingur með CL og foreldrar hans. Líkamshlutföll voru mæld, teknar klínískar ljósmyndir og mat lagt á beinabreytingar á röntgenmyndum. Einangrað DNA úr blóði var notað til örflögugreiningar að lokinni styrkmælingu og rafdrætti á agarósageli. DNA var merkt og kannað með tvívíðum þáttapörunarháðum rafdrætti (2D-SDE). CGH örflögur, 12xl35K og útraðamiðuð 3x720K frá NimbleGen, voru notaðar til þáttapörunar. Úrlestur var gerður með flúrljómunarskanna og honum umbreytt í tölulegar niðurstöður í Nimblescan. Svæði erfðamengisins með eintakafjöldabreytileika (EFB) voru skráð samkvæmt Signalmap. Niðurstöður: Einkennum nýja tilfellisins svipar til áður lýstra tilfella og voru bundin við útlimi. í erfðaefni tilfellisins fundust 27 breytingar með örflögugreiningu og af þeim hafði 16 breytileikum ekki verið lýst áður. Á þessum svæðum fundust níu gen, þar á meðal NELLl. Á 11 svæðum með áður þekktum EFB greindust 22 gen, meðal annars KCP. Ályktanir: Fyrri rannsóknir á nagdýrum hafa sýnt að EFB á NELLl er þekkt af því að valda samruna á beinum. KCP tengist inn á boðleið BMP, hóps próteina sem stýra beinþroska á fósturskeiði, og er talið valda nýmavandamálum. I nokkrum tilfellum af CL hefur meðfæddum nýmagöllum verið lýst. Kanna þarf nánar hlutverk þessara gena í meingerð eða þróun heilkennisins. V 12 Áhrif microRNA sameinda á Microphthalmia associated transcription factor genið Benedikta S. Hafliðadóttir1-2, Kristín Bergsteinsdóttir1, Christian Praetorius1, Eiríkur Steingrímsson1 ’Lífefna- og sameindalíffræðistofu læknadeildar HÍ, 2Dept. of Laboratory Medicine Division of Clinical Chemistry, Wallenberg lab, Lund University, Málmey bsh@hi.is Inngangur: MITF (Microphthalmia associated transcriptionfactor) erbHLH- Zip umritunarþáttur, sem er nauðsynlegur fyrir þroskun og starfsemi litfruma í húð, hári og litfrumulags augans. MITF er einnig nauðsynlegt fyrir viðhald sortuæxlisfrumna. microRNA (miRNA) sameindir stuðla að niðurbroti mRNA sameinda og draga þannig úr myndun próteina. Breytingar á starfsemi miRNA sameinda hafa áhrif á myndun og framgang krabbameina, meðal annars sortuæxla. Efniviður og aðferðir: Til að finna hugsanleg microRNA bindiset í 3'UTR svæði Mitf gensins var ClustalW forritið notað hl bera svæðið saman við sambærilegar raðir í öðrum hryggdýrategundum. Síðan var TargetScan forritið notað til að staðsetja hugsanleg miRNAbindiset í best varðveittu hlutum 3'UTR svæðisins. Þá var útbúin reporter genaferja sem ber 3'UTR svæðið fyrir aftan luciferasa og ferja þessi síðan notuð til að meta áhrif miRNA sameinda á framleiðslu luciferasa. Bindisetum þeirra miRNA sameinda sem höfðu áhrif var stökkbreytt. Notaðar voru sortuæxlisfrumur og HEK293 frumur (human embryonic kidney cells). Niðurstöður: Niðurstöðurnar sýna að 3'UTR svæðið í Mitf er vel varðveitt og sýnir 35% varðveislu á milli 11 hryggdýrategunda. í þessum varðveittu svæðum eru bindiset fyrir miRNA sameindir sem gegna mikilvægu hlutverki við að stjórna magni á MITF mRNA sameindinni í sortuæxlisfrumum. Þegar bindisetum þessum er stökkbreytt, sjást ekki lengur áhrif microRNA sameindanna á M/f/mRNAið sem bendir til að þessar raðir og microRNA gegni mikilvægu hlutverki. Ályktanir: Rannsóknirnar sýna að tvö microRNA, miR-148 og miR-137, hafa áhrif á tjáningu MITF í sortuæxlisfrumum. Hér er hugsanlega um að ræða mikilvæga leið til að takmarka MITF mRNAið í þessum frumum og jafnvel til að eyða öllu MITF mRNA í sortuæxlisfrumum. V 13 Verkjamat, einkenni og meðferð brjóstverkjasjúklinga á bráðamóttöku Hildur B. Sigurðardóttir1, Jóhanna R. Hafsteinsdóttir1, Þorsteinn Jónsson1-2 ’Landspíiala, 2hjúkrunarfræðideild HÍ thj@internet.is Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna verkjamat, einkenni og meðferð sjúklinga í brjóstverkjauppvinnslu á bráðamóttöku Landspítala. Efniviður og aðferðir: Stuðst var við megindlega aðferðafræði sem var lýsandi og framskyggn. Gagnasöfnun fór fram með tveim- 86 LÆKNAblaðið 2011/97
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.