Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 132

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 132
XV VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 66 á milli stærðar kirtils og magns ytri sníkjudýra. Efniviður og aðferðir: Haust hvert frá 2006 hefur 100 rjúpum verið safnað í Þingeyjarsýslum; 60 ungum og 40 fullorðnum, jöfn kynjahlutföll. Fuglarnir voru krufðir og ýmis mál tekin sem lýstu stærð þeirra. Fitukirtillinn var veginn og fitan einangruð. Samanburðarhæf gögn eru til um magn og tegundasamsetningu ytri sníkjudýra (10 teg.) hvers fugls. Niðurstöður: Marktæk tengsl voru á milli stærðar fugls og kirtils. Til leiðréttingar var reiknaður FK-stuðull, það er leifin úr línulegri aðhvarfsgreiningu stærðar fugls og þyngdar kirtils. FK sýnir hversu mikið kirtilþyngd (g) hvers fugls víkur frá staðalfuglinum. Fjölbreytugreining á tengslum FK við aldur, kyn og söfnunarár gaf marktækan mun á stuðlinum milli ára. Ennfremur kom fram marktæk mögnun á milli ára, aldurs og kyns fugla. Bæði FK og þyngd fitukirtils sýndu marktæk neikvæð tengsl við eina tegund sníkudýra, naglúsina Amyrsidea lagopi. Ályktanir: Vistfræðingar hafa notað þyngd fitukirtils sem mælikvarða á virkni hans og getu til að hemja sníkjudýr. Rannsóknin sýnir að þyngd kirtils er háð stærð fugls. Ennfremur að FK-stuðullinn sýnir marktækar breytingar á milli ára. Lítil tengsl ytri sníkjudýra við þyngd kirtils og FK benda til þess að aðrir þættir skipti rjúpuna meira máli til að verjast óværu. V 155 Svefn vaktavinnufólks á íslensku sumri Eva María Guðmundsdóttir, Björg Þorleifsdóttir Lífeðlisfræðistofnun, Læknadeild HÍ btho@hi.is Inngangur: Svefn og vaka fylgja dægursveiflum, knúnum af lífsklukku sem dagsbirtan stillir. Hjá manninum er kjörtími svefns að nóttu, þegar birtu bregður. Þekkt er að þeir sem vinna næturvaktir kljást við togstreitu sem skapast vegna ósamræmis á vinnutíma og innri klukku og svefn þeirra skerðist miðað við dagvinnufólk. f þessari rannsókn var kannað hvort munur sé á svefni og dægursveiflum hjá hjúkrunarfræðingum sem ganga næturvaktir (nv) og þeim sem vinna dagvaktir (dv). Rannsóknin fór fram í kringum sumarsólstöður, þegar sólargangur var hvað lengstur (19-21 klst.). Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru 23 starfandi hjúkrunar- fræðingar, af þeim unnu 12 á daginn, en 11 unnu að hluta til næturvaktir. Meðalaldur var 37,0±8,3 ár og meðalstarfshlutfall 89,1±14,1%, áþekkt innan hópa. Virknimælir (Actiwatch®) á úlnliði skráði hreyfivirkni í sjö sólarhringa. Þátttakendur héldu svefnskrá og svöruðu tveimur spumingalistum, annars vegar um svefngæði (PSQI) og hins vegar um kjörvirknitíma (Horne-Östberg). Niðurstöður: Næturvinnufólk sefur marktækt skemur yfir vikuna (nv: 39,4±7,4 vs. dv: 46,29±4,2 klst.; p=0,018) en bætir svefnskerðinguna upp með lúrum (p=0,024). Stöðugleiki dægursveifla var lítill hjá báðum hópum en þó marktækt meiri hjá dagvinnuhópnum (p=0,005). Svefngæði næturvinnuhópsins er mærktækt verri en hinna á vinnudögum (p=0,007) en ekki á frídögum. í dagvinnuhópnum höfðu flestir kjörvirknitíma að morgni en enginn innan næturvinnuhóps en þar var einn með hann seint að kvöldi. Alyktanir: Þeir sem vinna næturvinnu hafa styttri aðalsvefntíma en dagvinnufólk, en bæta þá skerðingu upp með því að leggja sig. Enginn munur var á milli hópanna tveggja í heildarsvefni yfir vikutíma. Áhugavert væri að endurtaka rannsóknina um hávetur þegar dagur er hvað stystur. V 156 Áhrif árstíða, aldurs og vikudaga á dægursveiflur og svefn kvenna Ema Svanhvít Sveinsdóttir, Björg Þorleifsdóttir Lífeðlisfræðistofnun, læknadeild HÍ btho@hi.is Inngangur: Dægursveiflum svefns og vöku er stýrt af lífsklukkunni í undirstúku heilans. Birtan er sterkasti umhverfisþátturinn sem stillir þessa innri klukku til samræmis við staðartíma. Melatónín, framleitt í heilaköngli þegar birtu gætir ekki, gegnir lykilhlutverki til að miðla upplýsingum til frumna líkamans um sólarganginn. I þessari forrannsókn var kannað hvort árstíðabundnar breytingar á ljóslotulengd hefðu áhrif á dægursveiflur og ýmsa svefnþætti. Rannsóknin fór annars vegar fram um hásumar (dagsbirta í 19-20 klst.) og hins vegar hávetur (dagsbirta í 4-5 klst.). Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru 11 heilbrigðar konur, sem unnu reglubundna dagvinnu eða voru í dagskóla. Þær skiptust í eldri og yngri aldurshópa (54,8±4,5 ár á móti 24,6±2,9 ár). Virknimælir (Actiwatch0) á úlnliði skráði hreyfivirkni í sjö sólarhringa. Þátttakendur héldu svefnskrá og svöruðu spumingalista um kjörvirknitíma (Horne- Östberg). Niðurstöður: Lítill munur reyndist vera á mældum svefnþáttum og dægursveiflum milli árstíma, þó vakna einstaklingar seinna á vetuma en sumrin (p=0,003). Eldri hópurinn sýndi marktækt meiri stöðugleika dægursveiflna (p=0,032) en sá yngri. Marktækur munur á svefnþáttum yfir alla daga er á milli aldurshópa, yngri konurnar fara seinna að sofa og vakna seinna en þær eldri (p<0,03). Seinkun verður á dægursveiflum um helgar hjá báðum aldurshópum, þeir bæði sofna og vakna seinna (p=0,012; p=0,000). Svefnlengdin var marktækt lengri um helgar (p=0,001). Ályktanir: Árstíðabundið birtumagn í umhverfi einstaklingsins hefur ekki áhrif á svefnþætti þá sem mældir voru. Minni stöðugleiki var á dægursveiflum hjá yngri konunum og vísbendingar eru um að þær hafi seinkaða dægursveiflu. Hjá báðum aldurshópum breytist svefnmynstur um helgar, þegar ytri tímamerki veikjast. V 157 Tólf ára nýgengi flögnunarheilkennis í Reykjavíkuraugnrannsókninni Ársæll Amarsson'-, Friðbert Jónasson2, Kariim Damji3, Þórður Sverrisson2, Kazayuki Sasaki4, Hiroshi Sasaki4 'Taugavísindum HA, \augndeild Landspítala, !Dept. of Ophthalmology University of Alberta, Kanada, 4Dept. of Ophthalmology Kanazawa Medical University, Japan aamarsson@unak.is Inngangur: Fyrri rannsóknir okkar hafa sýnt fram á mjög hátt algengi og fimm ára nýgengi flögnunarheilkennis (exfoliation syndrome - XFS) meðal Islendinga. Helsta markmið þessarar rannsóknar var að fylgja á eftir hópi íslendinga 50 ára og eldri, í 12 ár og skoða nýgengi heilkennisins á tímabilinu. Auk þess vildum við meta gæði greiningarskilmerkja. Efniviður og aðferðir: Grunnlínuskoðun var framkvæmd í september og október 1996, þegar skoðað var slembiúrtak Reykvíkinga 50 ára og eldri. I úrtakinu voru 6,4% þýðisins. Alls tóku 1045 einstaklingar þátt; 461 karl og 584 konur, sem jafngildir 75,8% svarhlutfalli. Alls komu 573 þátttakendur (71,5% eftirlifenda) í 12 ára eftirfylgni árið 2008. í báðum 132 LÆKNAblaðið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.