Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Síða 40

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Síða 40
XV VISINDARAÐSTEFNA H FYLGIRIT 66 í E 70 Áhrif íhlutandi rannsóknar á ávaxta- og grænmetisneyslu barna í skóla og heima. Ása G. Kristjánsdóttir', Ema Héðinsdóttir1, Ingibjörg Gunnarsdóttir1, Erlingur Jóhannsson2, Inga Þórsdóttir1 'Rannsóknastofu í næringarfræði Landspítala og matvæla- og næringarfræðideild HÍ, 2menntavísindasviði HÍ asagk@landspitali.is Inngangur: Hægt er að ná til breiðs hóps í þjóðfélaginu í gegnum grunnskólann. Hann getur því gengt mikilvægu hlutverki í að jafna stöðu barna meðal annars með tilliti til aðgengis að hollum mat. Heilsueflandi rannsókn (íhlutun) í grunnskólum í Reykjavík hafði jákvæð áhrif á ávaxta- og grænmetisneyslu barna. Markmið rannsóknarinnar var að meta áhrif íhlutunar á ávaxta- og grænmetisneyslu þeirra sem borðuðu minnst við upphaf íhlutunar samanborið við þá sem borðuðu mest. Meta vægi nestistímans, skólamáltíðarinnar og heimilisins á ávaxta- og grænmetisneyslu skólabarna. Einnig að rannsaka mögulegan kynjamun. Efniviður og aðferðir: Mataræði sjö til níu ára barna (n=105) var metið með þriggja daga nákvæmri fæðuskráningu, fyrir og eftir íhlutun, 2006- 2008, f þremur skólum en þrír skólar voru til viðmiðunar. Tími dags og staðsetning neyslu var skráð. Niðurstöður: I upphafi rannsóknarinnar borðuðu örfá börn ráðlagt magn af grænmeti og minna en 20% bamanna það sem ráðlagt er af ávöxtum. Sá þriðjungur íhlutunarhópsins sem borðaði minnst af grænmeti og ávöxtum í upphafi (að meðaltali um 54 g/dag á skóladegi) jók neyslu sína hvað mest (að meðaltali um 109 g/dag í 163 g/dag, P<0,001). Ekki varð marktæk breyting meðal þess þriðjungs sem borðaði mest í upphafi. í viðmiðunarhópnum minnkaði ávaxta- og grænmetisneysla meðal þeirra sem borðuðu mest í upphafi, en engin breyting var á neyslu þeirra sem borðuðu minnst. Aukning á ávaxtaneyslu var aðallega í nestistímanum og mest meðal drengja, meðalaukning um 68 g/dag (P=0,001). Aukning á grænmetisneyslu var dreifðari yfir máltíðir dagsins. Avaxtaneysla stúlkna í viðmiðunarhópnum minnkaði að meðaltali um 72 g/dag (P<0,001) í nestistímanum. Alyktanir: Ihlutunin hafði mest áhrif á þá sem borðuðu minnst. Tækifæri til þess að auka ávaxta- og grænmetisneyslu skólabarna eru í öllum máltíðum. E 71 Að stilla skapið sitt. Athugun á árangri hópmeðferðar fyrir bráðlynd börn Urður Njarðvík, Hrönn Smáradóttir Sálfræðideild HÍ urdurn@hi.is Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga árangur hópmeðferðar fyrir böm sem lenda oft í árekstrum við jafnaldra sína eða missa oft stjórn á skapi sínu. Nokkrar hópmeðferðir hafa verið þróaðar til að kenna börnum reiðistjórnun en þær eru ætlaðar börnum með andfélagslega hegðun og mikil áhersla lögð á bætta siðferðiskennd. Ung börn hafa mjög takmarkaðar leiðir til að tjá vanlíðan sína og brýst hún gjarnan út sem pirringur og mótþrói. Skapofsaköst geta til dæmis verið vegna þunglyndis, kvíða, námserfiðleika eða félagslegs vanda og því er mikilvægt að finna leið til að aðstoða börn sem sýna skapbresti án þess að gert sé ráð fyrir að orsökin sé andfélagsleg. Efniviður og aðferðir: Attatíu börnum úr fimm grunnskólum var raðað tilviljanakennt í tilraunahóp og samanburðarhóp. Börnin voru á aldrinum 7-11 ára og hafði verið vísað til skólasálfræðings vegna hegðunarvanda. Hópurinn var blanda af börnum sem höfðu fengið ýmsar greiningar og bömum sem enn biðu eftir þjónustu. Námskeiðið samanstóð af sex vikulegum tímum sem haldnir vom á skólatíma. Áhersla var lögð á lausnamiðaða hugsun og ýmsar leiðir til að stýra viðbrögðum sínum. Spurningalistarnir SDQ, DBRS, Hegðun á heimili og Ofvirknikvarðinn voru lagðir fyrir foreldra og kennara fyrir og eftir námskeið. Niðurstöður: Samvirkniáhrif milli tíma og hópa voru marktæk og marktækur munur var milli tilrauna- og samanburðarhóps að námskeiðinu loknu. Börnin í tilraunahópnum sýndu bætta hegðun í skólanum, meðal annars minni mótþróa og færri skapofsaköst. Ályktanir: Námskeiðið Að stilla skapið sitt er árangursrík leið til að bæta hegðun bráðlyndra bama og hentar börnum með margvísleg vandamál. Rannsóknin sýnir einnig að stutt inngrip í skólanum getur verið gagnlegt á meðan barn bíður eftir þjónustu. E 72 Brunaslys af völdum kranavatns Lára G. Sigurðardóttir1 -, Jens Kjartansson2 3 'Miðstöð í lýðheilsuvísindum, 2læknadeild HÍ, 3Landspítali lara@sessionimpossible. com Inngangur: Hitaveituvatn er oft um 70-80°C heitt og getur valdið alvarlegum bruna á sekúndubroti en örugg hitamörk eru við 43°C. Tíðni brunaslysa er 14 sinnum hærri meðal fullorðinna á íslandi en á Bretlandi miðað við höfðatölu. Tilgangurinn með rannsókninni var að skoða faraldsfræði brunaslysa af völdum kranavatns á íslandi en slík samantekt hefur ekki verið gerð áður. Efniviður og aðferðir: Sjúkraskrár einstaklinga sem komu á Landspítalann með brunasár eftir kranavatn voru skoðaðar frá fimm ára tímabiii (2002-2006). Niðurstöður: Á tímabilinu voru 25 inniagnir á Landspítala vegna brunaslysa sem rekja mátti til kranavatns. Flest slysin urðu á baðherbergjum. Börn undir fjögurra ára voru fjórðungur innlagna (n=6; 24%) og af fullorðnum voru flestir með annan sjúkdóm (n=ll; 61%) vo sem flogaveiki. Allir voru með II. eða III. stigs brunasár og nam útbreiðslan 2-60% af líkamsyfirborði. Um fjórðungur (n=6; 24%) gekkst undir samtals 20 aðgerðir en þar af var eitt barn sem fór í 12 aðgerðir. Ályktanir: Alvarlegustu brunaslysin verða á baðherbergjum, hjá börnum undir fjögurra ára og fullorðnum með annan sjúkdóm. Fækka má brunaslysum með því að lækka hitann við inntak í 60°C og nota hitastýrð blöndunartæki á öllum krönum, sérstaklega á baðherbergjum. E 73 Fléttuefnið úsnínsýra hefur áhrif á virkni hvatbera og eykur sjálfsát í krabbameinsfrumum Margrét Bessadóttir1-2, Már Egilsson1, Eydís Einarsdóttir/Guðrún Bjömsdóttir2, íris H. Magnúsdóttir2, Sesselja Ómarsdóttir2, Helga M. Ögmundsdóttir1 ‘Rannsóknarstofu í krabbameinsfræðum, læknadeild og2lyfjafræðideild HÍ mab24@hi.is Inngangur: Fléttuefnið úsnínsýra (US) er eitt innihaldsefna í fitubrennsluefninu Lipokinetix. Úsnínsýra veldur minnkun á ATP framleiðslu í lifrarfrumum hvatbera, sem gæti verið tengd eiginleikum úsnínsýru til að skutla prótónum yfir frumuhimnur. Úsnínsýra hefur einnig hamlandi áhrif á vöxt og frumuskiptingu krabbameinsfrumna en hvetur ekki til stýrðs frumudauða. Ein viðbragðsleið frumna við miklu álagi á efna- og orkuskipti er sjálfsát sem er fyrirbæri sem lengi hefur verið þekkt en hlýtur vaxandi athygli vegna tengsla við öldrun og krabbameinsmyndun. Markmið verkefnisins var að kanna breytingar 40 LÆKNAblaðið 2011/97
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.