Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 131

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 131
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 66 Efniviður og aðferðir: Sextíu útdrættir (CH2Cl2:MeOH, 1:1) úr sjávarhryggleysingjum voru útbúnir í styrknum lOOpg/mL og ónæmisstýrandi áhrif þeirra könnuð i in vitro angafrumulíkani. Lífvirkur útdráttur úr svamphönd (Isodyctia palmnta) var þáttaður í fimm misskautaða þætti. í in vitro angafrumulíkaninu voru óþroskaðar angafrumur þroskaðar með eða án útdrátta/þátta og áhrif þeirra á þroskunina metin með því að mæla tjáningu á yfirborðssameindunum CD86, HLA-DR og CD14 með frumuflæðisjá og styrk boðefnanna IL-10 og IL-12p40 með ELISA aðferð. Niðurstöður: Þroskun angafrumna í návist sjö útdrátta í styrkjunum 50 og 100 pg/mL leiddu til lægra hlutfalls angafrumna sem tjáðu CD86 og HLA-DR minni meðaltjáningu þessara sameinda og drógu úr seytingu boðefnanna IL-12p40 og IL-10 miðað við angafrumur þroskaðra án útdrátta. Þáttun á útdrætti úr svamphönd leiddi í ljós að óskautaðir þættir höfðu mesta virkni og leiddu þeir til verulega minnkaðrar tjáningar á CD86 og HLA-DR ásamt því að koma nánast í veg fyrir seytingu á IL-10 og IL-12p40. Óskautaðir þættir úr svamphönd höfðu ekki áhrif á lifun frumnanna. Ályktanir: Sjö af þeim sextíu útdráttum af sjávarhryggleysingjum sem skimaðir voru fyrir ónæmisstýrandi áhrifum á angafrumur reyndust virkir. Þáttur úr svamphönd hafði veruleg áhrif í angafrumulíkaninu og því er hugsanlegt að f honum séu efnasambönd sem geti dregið úr ræsingu T frumna, einkum Thl og/eða Thl7 frumna, sem eru háðar IL-12p40 seytingu en þetta verður kannað í áframhaldandi rannsóknum. V 152 Klórgöng í ristilþekju hænsnfugla Steinunn Guðmundsdóttir, Sighvatur Sævar Ámason Lífeðlisfræðistofnun HÍ ssa@hi.is Inngangur: Klórgöng í ristilþekju hænsnfugla hafa ekki verið mikið rannsökuð. Klórgöng gegna mikilvægu hlutverki í eðlilegri slímmyndun í ristilþekju spendýra. Cystic fibrosis transmembrane regulator (CFTR) er ein gerð af klórgöngum, sem eru stýrð af cAMP og eru algeng í þekjuvef. Tilgangurinn með þessari rannsókn var að kanna tilvist CFTR-ganga í ristilþekju hænsnfugla (Gallus gallus) með sértækum klórgangahindra. Efniviður og aðferðir: Ristill hænsna var einangraður og þekjunni komið fyrir í Ussing-baði með Krebs-fosfat búfferlausn, loftað með 100% 02 og haldið við 38°C. Spennuþvingun var komið á og mældur straumur notaður sem mælikvarði á jónaflutning yfir þekjuvefinn. Efnunum NPPB (nitro-phenylpropylamino-benzoate), 200 mM á holhlið þekjunnar, og forskolin, 1 pM á blóðhliðina, var bætt út í baðið í mismunandi röð. Niðurstöður: Þekjustraumurinn mældist 129±12,7 mA/cm2. Forskolin, sem örvar myndun cAMP og þar með virkni cAMP-stýrðra CFTR- ganga, örvaði marktækt þekjustrauminn um 63±4,0 mA/cm2 (p<0,001). NPPB, sem er sérhæfður klórgangahindri, var bætt við á eftir forskolini og hindraði marktækt þekjustrauminn um -125±11,8 mA/cm2 (p<0,001). Ef NPPB var bætt við á undan forskolini þá hindraði það marktækt þekjustrauminn um -96±15,4 mA/cm2 (p<0,001) og eftir það örvaði forskolin þekjustrauminn um 14±5,8 mA/cm2 (p<0,04). Forskolin minnkaði viðnámið marktækt, sérstaklega ef það var sett á eftir NPPB (-31±4,2 ohm*cm2, p<0,001), en engar marktækar breytingar urðu með NPPB eingöngu. Ályktanir: Ristilþekjan inniheldur virk klórgöng sem seyta klórjón út á holhlið sína án örvunar. í ristilþekjunni eru einnig til staðar cAMP-stýrð CFTR-göng, sem hægt er að hindra að miklu leyti með NPPB. Forskolin virðist einnig hafa áhrif á viðnám þekjunnar, hugsanlega á þétttengin á milli frumnanna. V 153 Víxlverkandi áhrif kæfisvefns og offitu á styrk bólguboðefna í blóði. íslenska kæfisvefnsrannsóknin Erna S. Arnardóttir1'2'3, Greg Maislin3, Richard J. Schwab3, Bethany Staley3, Bryndís Benediktsdóttir2, ísleifur Ólafsson4, Sigurður Júlíusson5, Micah Romer3, Állan I. Pack2 3, Þórarinn Gíslason1'2 'Lungnadeild Landspítala, 2læknadeild HÍ, 3Center for Sleep and Respiratory Neurobiology, University of Pennsylvania School of Medicine, FHadelfíu, 4klínískri lífefnafræði, 5háls-, nef- og eymalækningadeild Landspítala ernasif@landspitali.is Irtngangur: Offita er mikilvægur áhættuþáttur fyrir kæfisvefn og offita og kæfisvefn deila mörgum sameindaferlum líkt og súrefnisálagi og bólgu. Markmið rannsóknarinnar var að skoða sjálfstæð áhrif kæfisvefns og offitu á styrk interleukin-6 (IL-6), C-reactive protein (CRP) og leptin í blóði. Efniviður og aðferðir: Ómeðhöndlaðir kæfisvefnssjúklingar fóru í segulómun af kviði til að mæla iðrafitu. Mælingar voru gerðar á líkamsþyngdarstuðli (BMI) og styrk á IL-6, CRP og leptin í blóði hjá fastandi þátttakendum að morgni. Niðurstöður: Alls tóku þátt 452 ómeðhöndlaðir kæfisvefnssjúklingar, meðalaldur (±staðalfrávik) var 54,3±10,5 og BMI 32,6±5,3 kg/m2. Meðalfjöldi öndunarhléa var 40,2±31,5/klst. Marktæk fylgni var á milli fjölda súrefnisfalla um a4%, tíma í hýpoxíu og lágmarkssúrefnismettunar yfir nóttina við log(IL-6) styrk og log (CRP) styrk, en ekki við fjölda öndunarhiéa. Þegar þátttakendum var skipt í BMI flokka, sást fylgni eingöngu í þeim með BMI>30 kg/m2. Response surface líkan var notað til að meta sjálfstæð áhrif kæfisvefns og mögulega víxlverkun milli offitu og kæfisvefns á styrk boðefnanna. Sjálfstæð áhrif kæfisvefns voru fundin fyrir IL-6 (allar fjórar breytur) og CRP (einungis lágmarkssúrefnismettun), en ekki fyrir leptin. Marktæk víxlverkun var á milli BMI og alvarleika kæfisvefns fyrir IL-6 styrk þannig að einungis var hækkun á IL-6 í kæfisvefni í þyngri einstaklingum. Samskonar víxlverkun var að sjá fyrir CRP en einungis í karlmönnum og þeim sem voru með hjarta- og æðasjúkdóm. BMl útskýrði meira af breytileika í styrk bólguboðefna en iðrafita mæld með MRI. Ályktanir: Alvarleiki kæfisvefns er sjálfstæður spávaldur fyrir styrk IL-6 og CRP í blóði, en ekki leptins. Víxlverkun er milli kæfisvefns og offitu á styrk þessa bólguboðefna þannig að kæfisvefninn veldur einungis hækkun í þyngri einstaklingum. V 154 Ytri varnir rjúpunnar Lagopus muta. Fitukirtillinn Björg Þorleifsdóttir1, Ólafur K. Nielsen2, Karl Skímisson3 ‘Lífeðlisfrasðistofnun HÍ, 2Náttúrufræðistofnun íslands, 3Tilraunastöð Hí í meinafræði að Keldum btho@hi.is Inngangur: Flestir fuglar hafa fitukirtil á stélrótinni, sem seytir fitu sem fuglinn smyr fjaðurhaminn með til að gera hann vatnsfælinn. Fitan er auk þess talin auka endingu fjaðra og vera mikilvægur hluti af vömum gegn ytri sníkjudýrum. í rannsókn á tengslum stofnbreytinga og heilbrigðis rjúpunnar á íslandi hefur meðal annars verið reynt að varpa ljósi á hlutverk fitukirtilsins. Stærð hans hefur verið metin milli ára, skoðuð áhrif aldurs, kyns og stærðar fugla á þá breytu og hvort fylgni sé LÆKNAblaðið 2011/97 131
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.