Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 74

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 74
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 66 E 178 Hópmyndun sýklódextrínfléttna Martin Messner, Sergey V. Kurkov, Phatsawee Jansook, Þorsteinn Loftsson Lyfjafræðideild HÍ messnerQhi.is Inngangur: Sýklódextrín eru hjálparefni sem notuð eru við lyfjagerð til að auka leysanleika og stöðugleika lyfja í vatni og til að auka aðgengi lyfja eftir inntöku (oral bioavailability). Rannsóknir á eðlisefnafræðilegum eiginleikum sýklódextrína hafa nýlega leitt til nýrra uppgötvana. Meðal annars hafa rannsóknirnar okkar sýnt að fléttur lyfja og sýklódextrína hópa sig saman og mynda nanóagnir. Markmið verkefnisins er greina og ákvarða einkenni nanóagna (aggregata) sýklódextrínfléttna, og rannsaka hvernig bygging lyfja og sýklódextrína hefur áhrif á myndun nanóagna. Efniviður og aðferðir: Þrjú náttúruleg sýklódextrín og nokkrar afleiður þeirra voru notaðar við rannsóknir á hópmyndun (það er: aggregeringu, myndun nanóagna) fléttna lyfja og sýklódextrína. Mælingar á flæði lyfja í gegnum hálfgegndræpar himnur voru notaðar til að nema myndun nanóagna í vatnslausnum sýklódextrína sem mettaðar höfðu verið með lyfjum. Magn lyfja og sýklódextrína var mælt með HPLC. Niðurstöður: Með fasa-leysanleika mælingum og mælingum á flæði lyfja í gegnum hálfgegndræpar himnur var hægt að áætla stærð agna og stærðardreifingu þeirra og hvemig mismunandi sýklódextrín og mismunandi lyf hafa áhrif á þessa þætti. Rannsóknimar sýndu að hópmyndun sýklódextrínfléttna (myndun nanóagna) jókst með vaxandi styrk sýklódextríns. Stærð agnanna jókst einnig með vaxandi sýklódextrínstyrk. Stærð og hlutfallslegt magn agna eru bæði háð gerð lyfs og sýklódextríns. Settar eru fram kenningar um myndun agnanna. Alyktanir: Hópmyndun sýklódextrínfléttna og myndun nanóagna skýrir ýmis áhrif hjálparefna á fléttumyndun lyfja. Mikilvægt er að rannsaka þessa hópmyndun frekar og þá möguleika sem hún skapar í lyfjafræði. E 179 Hámörkun fert-bútýldímetýlsílýlverndunar á kítósani og notkun fert-bútýldímetýlsilýlkítósans í ofurvatnsfælnar lífhermandi himnur Vivek Gaware1, Ögmundur V. Riinarsson1, Berglind E. Benediktsdóttir1, Wenlong Song2, Joao F. Mano2, Már Másson1 'Lyfjafræðideild HÍ,2IBB - Institute for Biotechnology and Bioengineering, Guimaraes Portúgal vsg3@ht.ls Inngangur: Kítósan og kítósanafleiður eru lífsamræmanlegar og hafa verið notaðar í líflæknisfræði, í lífhimnur og í matavælageiranum. Vatnsleysni kítósans við pH <5 takamarkar hins vegar notkun kítósanhimna þar sem krafa er um mikinn pH stöðugleika og að himnan drekki ekki í sig mikið vatn. Vatnsfælnar afleiður kítósans væru því ákjósanlegar fyrir ýmis not. Við höfum nýlega greint frá efnasmíði vatnsfælinnar kítósanafleiðu, dí-3,6-0-tert-bútýldímetýlsflýlkítósan (TBDMS-kítósan). Markmið verkefnisins var hámarka aðferðir við efnasmíði TBDMS-kítósans og rannsaka notkun þessarar afleiðu í vatnsfælnar lífsamræmanlegar himnu. Efniviður og aðferðir: Efnasmíðavinnan var framkvæmd á rannsókna- stofu lyfjafræðideildar í Haga. Afurðir voru greindar með IR og NMR til þessa ákvarða byggingu. Rannsóknir á vætunarhæfni og skimrafeindasmásjárrannsóknir voru framkvæmdar í Portúgal. Niðurstöður: Efnasmíðaaðferðin fyrir TBDMS-kítósan byggir á því að hvarfa kítósanmesýlat við yfirmagn af TBDMS-klóríði. Lykilskref í hámökun þessarar aðferðar reyndist vera endurkristöllun á kítósanmesýlati. Með þessu hráefni var mögulegt að smíða O-silýlerað kítósan með litlu yfirmagni af TBDMS-klóríði á tiltölulega stuttum hvarftíma. Toppar fyrir prótónur í sykrukeðjunni og á hliðarkeðjum reyndust vera full-aðgreindir í H-1NMR rófi og því var hægt að staðfesta að TBDMS-kítósan smíðað með þessari aðferð var full O-silýlerað. TBDMS-kítósan var notað til að steypa himnur sem reyndust vera ofurvatnsfælnar á pH bilinu 1-14. Skimrafeindasmásjármyndir staðfestu þriggja stiga grófleika í yfirborðslagi sem einkennandi fyrir ofurvatnsfælnar himnur. Alyktanir: Þessi ofurvatnsfælnu efni mætti nota í vatnsfælnar og örveruhamlandi vefnaðarvörur, í vefjalækningum eða þróun á himnum fyrir læknisfræðileg not. E 180 Sértæk efnasmíðaleið fyrir nýmyndun á fjórgildum kítósanafleiðum með hjálp silýl verndarhópa Berglind E. Benediktsdóttir1, Vivek S. Gaware1, Knud J. Jenssen2, Paul R. Hansen2, Sigríður Jónsdóttir1, Már Másson' ’Lyfjafræöideild HÍ, 3Faculty of Life Sciences Kaupmannahafnarháskóla, 3Raunvísindastofnun HI bergiib@hi.is Inngangur: Kítósan (pólý-p-(l-4)-glúkosamín) er lífsamræmanleg fjölliða með marga notkunarmöguleika og eykur til dæmis gegndræpi peptíð- og próteinlyfja. Helsta takmörkun kítósans er lág vatnsleysni við lífeðlisfræðilegt pH og léleg leysni í lífrænum leysum sem hamlar bæði sértækri nýmyndun á kítósanafleiðum og afurð slíks efnahvarfs verður sjaldnast vel skilgreind. Tilgangur þessarar rannsóknar var að nota 3,6-O-dí terf-bútýldímetýlsilýl kítósan (TBDMS-kítósan) til nýmyndunar á N,N,N-trímetýl kítósani (TMC) og N-alkýl-N,N-dímetýl kítósanafleiðum. Efniviður og aðferðir: Kítósan (5% asetýlerað, 8 kDa) var fengið frá Genís ehf. Afleiður kítósans voru smíðaðar við stofuhita eða 50°C og unnið var með rakaviðkvæm efni undir nítri. Himnuskiljur (MW cutoff 3,5 kDa) voru notaðar til að hreinsa lokaefnin. Til að greina nýsmíðaðar kítósanafleiður voru 'H-NMR, l3C NMR, COSY og HSQC róf tekin við 400,13 MHz. Niðurstöður: Þegar TBDMS-kítósan var hvarfað við metýljoðíð og afverndað með tetrabútýlammóníum flúoríð (TBAF) þá kom fram full-fjórgilt TMC (einkennandi trímetýl toppur við 3,37 ppm). Notuð voru mismunandi alkýl aldehýð (própýl, bútýl og hexýl) til að mynda mismunandi N-alkýlimín-TBDMS kítósanafleiður (imín toppur við 7,44 ppm) úr TBDMS-kítósani sem voru síðan afoxaðar með bóróhýdrati sem leiddi til mónó-N-alkýl-TBDMS kítósanafleiða. Þessar kítósanafleiður voru síðan hvarfaðar með dímetýlsúlfati og afvemdaðar með TBAF sem leiddi til myndunar á fjórgildu N-alkýl-N,N-dímetýl kítósani (dímetýl toppur við 3,29 ppm) en einnig voru til staðar toppar fyrir N-alkýl-N- mónómetýl- og N,N,N-trímetýl kítósan. Ályktanir: Þessar niðurstöður sýna að TBDMS-kítósan er nothæf fjölliða fyrir sértæka efnasmíð á amínóhóp kítósans eins og N-alkýleringu og N-fjórgildingu og gerir þannig kleift að gera ítarlega greiningu á NMR rófum. E 181 Fiskolía minnkar hlutfall hefðbundinna mónócýta í heilbrigðum músum en eykur hlutfall þeirra í músum sprautuðum með inneitri Hildur H. Arnardóttir1'21, Jóna Freysdóttir1'2'3, Ingibjörg Harðardóttir1 'Lífefna- og sameindalíffræðistofu HÍ, 2rannsóknastofu í gigtsjúkdómum, 3ónæmisfræðideild Landspítala hha3@hi.is 74 LÆKNAblaðið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.