Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Page 27

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Page 27
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 66 E 29 Áhrif ökklateipinga á vöðvavirkni við innsnúningsálag Hrefna Eyþórsdóttir', Ragnheiður Guðrún Magnúsdóttir2, Rúnar Pálmarsson2, Tinna Rúnarsdóttir2, Kristín Briem3 'Landspítala, 2Sjúkraþjálf un íslands, 3Háskóla íslands kbriem@hi.is Inngangur: Ökklatognanir eru algengar í íþróttum og er hlutverk langa dálklæga vöðva að auka starfrænan stöðugleika með því að takmarka mnsnúning ökklaliðar. Fyrirbyggjandi teipingar með hvítu óteygjanlegu íþróttateipi (WT) hafa verið notaðar til að varna innsnúningi í ökkla, en kíesíóteip (KT) er teygjanlegt teip sem lítið hefur verið rannsakað. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna áhrif þessara teiptegunda á virkni langa dálklæga vöðva við innsnúningsálag hjá íþróttamönnum nteð starfrænt stöðuga og óstöðuga ökkla. Efniviður og aðferðir: Fimmtíu og einn íþróttamaður gekkst undir stöðugleikapróf fyrir báða ökkla og út frá niðurstöðunum voru þeir með 15 stöðugustu og 15 óstöðugustu ökklana valdir til nánari mælinga. Yfirborðsvöðvarafrit var tekið af langa dálklæga vöðva við 15° innsnúningsálag á jafnvægisbretti. Hver leikmaður var mældur þrisvar sinnum; með hvítu óteygjanlegu íþróttateipi, kíesíóteipi og án teips (NT). Vöðvavirkni hvers ástands var metin með ANOVA fyrir endurteknar mælingar yfir fjóra 500 ms glugga eftir áreitið og milli stöðugra og óstöðugra þátttakenda. Niðurstöður: Marktækt meiri meðaltalsvirkni langa dálklæga vöðva fannst þegar ökkli var teipaður með hvítu óteygjanlegu íþróttateipi samanborið við að vera án teips. Hvorki mældust marktæk áhrif kíesíóteips á meðaltals- né hámarksvöðvavirkni. Leikmenn nteð starfrænt óstöðugan ökkla höfðu marktækt meiri meðaltals- °g hámarksvöðvavirkni en leikmenn með stöðugan ökkla eftir mnsnúningsálag. Hvorki stöðugleiki né ástand hafði marktæk áhrif á lengd tíma frá áreiti að hámarksvöðvavirkni langa dálklæga vöðva. Alyktanir: Hvítt óteygjanlegt íþróttateip getur aukið stöðugleika um ökkla. Hlutverk kíesíóteips sem forvörn gegn ökklatognunum er vafasamt, þar sem það virðist hvorki hafa áhrif til aukinnar vöðvavirkni fuuga dálklæga vöðva né heldur geta veitt stuðning við ökklaliðinn. E 30 Hlutabrottnám á nýra vegna nýrnafrumukrabbameins á íslandi Elín Maríusdóttir5, Sverrir Harðarson2-5, Vigdís Pétursdóttir2, Eiríkur Jónsson1, Valur ór Marteinsson4, Guðmundur V. Einarsson1, Tómas Guöbjartsson15 Tvagfæraskurðdeild , 2rannsóknastofu í meinafræði, 3skurðsviði Landspítala, jorðungssjúkrahúsinu á Akureyri, 5læknadeild HÍ erriariusdottir@gmail. com Inngangur: Hlutabrottnám hefur löngum verið beitt við nýrnafru- mukrabbamein í stöku nýra eða þegar nýrnastarfsemi er skert. í vaxandi mæii hefur aðgerðin verið framkvæmd hjá sjúklingum með lítil æxli og hafa rannsóknir sýnt að sjúklingum farnast betur en eftir hefðbundið brottnám á öllu nýranu. Tilgangur þessarar afturskyggnu rannsóknar Var að kanna ábendingar og árangur hlutabrottnáms hér á landi. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin tekur til sjúklinga sem gengust undir hlutabrottnám vegna nýrnafrumukrabbameins 1991-2005 á íslandi. h'pplýsingar fengust úr sjúkraskrám og voru tilfellin stiguð með TNM- herfi, skráðir fylgikvillar og reiknaðar sjúkdómasértækar lífshorfur (Kaplan-Meier). Miðgildi eftirfylgdar var 94 mánuðir. Niðurstöður: Alls voru gerð 25 hlutabrottnám (aldur 60 ár, bil 33-80 ar' 20 karlar), eða 6% af 421 brottnámsaðgerðum við nýrnafrumukrab- hameini á tímabilinu. í 18 (72%) tilfellum greindust sjúklinga fyrir dlviljun. Algengasta ábending fyrir aðgerð var lítið æxli (<4 cm) hjá 40% sjúklinga, 28% höfðu þekkta nýrnabilun og 24% stakt nýra. Meðalstærð æxlanna var 3,6 cm og 84% sjúklinga voru á stigi I eða II. Meðalblæðing í aðgerð var 926 ml (bil 0,1-5,4 L), en sex sjúklingar þurftu blóðgjöf vegna blæðingar í aðgerð. Allir lifðu aðgerðina en fjórir (16%) fengu fylgikvilla eftir aðgerð; blæðingu, þvagleka, ígerð í nýra, garnastíflu eða lungna- bólgu. Tveir sjúklingar (8%) fengu staðbunda endurkomu og fóru í brot- tnám á nýra. Eins og fimm ára lífshorfur voru 100% og 91%. Ályktanir: Hlutfall sjúklinga sem gengust undir hlutabrottnám (6%) er heldur lægra en erlendis en fer vaxandi. Árangur þessara aðgerða er góður hér á landi, lífshorfur ágætar og staðbundin endurkoma krabba- meins fátíð. Hafa verður þó í huga að flestir sjúklinganna höfðu lítil æxli á lágum stigum og var því um valinn sjúklingahóp að ræða. E 31 Bráður nýrnaskaði eftir kransæðahjáveituaðgerðir á íslandi Sólveig Helgadóttir'4, Ólafur S. Indriðason2, Gísli Sigurðsson3-4, Martin I. Sigurðsson4, Hannes Sigurjónsson4, Tómas Guöbjartsson14 'Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2nýrnadeild, 3svæfinga- og gjörgæsludeild, 4hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala soh2@hi.is Inngangur: Bráður nýmaskaði (BNS) er alvarlegur fylgikvilli hjarta- aðgerða og áhættuþáttur fyrir lakari útkomu. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna í fyrsta sinn tíðni bráðs nýrnaskaða í kjölfar hjartaaðgerða á Landspítala, með hliðsjón af hinum alþjóðlega viðurkenndu RIFLE skilmerkjum. Efniviður og aðferðir: Aftursæ rannsókn er náði til sjúklinga sem gengust undir kransæðaaðgerð á Landspítala 2002-2006. Farið var yfir sjúkra- og svæfingarskrár og fjölbreytugreining nýtt til úrvinnslu gagna. Niðurstöður: Af 720 sjúklingum greindust 112 (15,5%) með bráðan nýrnaskaða; 70 féllu í RISK flokk, 22 í INJURY og 16 í FAILURE flokk. Af þeim fengu 14 (12,5%) skilunarmeðferð í framhaldinu. Sjúklingar með bráðan nýrnaskaða voru 3,9 árum eldri, með lægri gaukulsíunarhraða (71 á móti 78 mL/mín/l,73m2, p<0,001) og útstreymisbrot (EF) (49 á móti 53%, p=0,02) en hærra EuroSCORE (7,1 á móti 4,4, p<0,001), auk þess sem fleiri féllu í NYHA flokk III-IV fyrir aðgerð. Háþrýstingur var algengari í hópnum með bráðan nýrnaskaða (71% á móti 60%, p<0,001) en ekki reyndist marktækur munur á öðrum þekktum áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma, umfangi kransæðasjúkdóms eða hlutfalli aðgerða á sláandi hjarta. í hópnum með bráðan nýmaskaða voru fleiri bráðaaðgerðir (13% á móti 2%, p<0,001) og tími á hjarta- og lungnavél var lengri (100 á móti 83 mín, p<0,001). Sjúklingar með bráðan nýrnaskaða lágu átta dögum lengur á sjúkrahúsi og höfðu sexfalt hærri dánartíðni <30 daga (11,1% á móti 1,8%, p<0,001). í fjölþáttagreiningu reyndust bráðaaðgerð (OR 5,97), háþrýstingur (OR 1,78) og hátt EuroSCORE (OR 1,16) sjálfstæðir áhættuþættir fyrir bráðum nýrnaskaða. Ályktanir: Samkvæmt RIFLE skilmerkjum hlutu tæplega 16% sjúklinga bráðan nýrnaskaða eftir kransæðaaðgerð á Landspítala. Reyndist sjúkrahúslega þeirra lengri og dánartíðni umtalsvert hærri sem er sambærilegt við niðurstöður erlendra rannsókna. Sjúklingar sem fara í bráðaaðgerð, hafa sögu um háþrýsting eða hátt EuroSCORE eru í sérstakri áhættu að fá bráðan nýrnaskaða. LÆKNAblaðið 2011/97 27
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.