Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Side 91

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Side 91
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA H í F Y L G I R I T 6 6 (alls 29 eða 6,3%) var hlutfallið 59% og 72%. Á rannsóknartímabilinu lést 51 sjúklingur (11%) með ífarandi pneumókokkasýkingu og höfðu 67% og 80% þeirra hjúpgerðir sem tilheyrðu PCV-10 og PCV-13. Mun fleiri í yngsta aldurshópnum (<2 ára) höfðu hjúpgerðir sem er að finna í bóluefnunum, eða 85% í PCV-10 og 96% í PCV-13. Ályktanir: Mikilvægt er að fyrir liggi upplýsingar um algengi mismunandi hjúpgerða pneumókokka í ífarandi sýkingum áður en bólusetning hefst. Á þann hátt er betur hægt að fylgjast með áhrifum og hagkvæmnisútreikningum í kjölfar bólusetningarinnar. V 26 Framsýn rannsókn á inflúensu A H1N1 meðal innlagðra sjúklinga með lungnabólgu Agnar Bjamason1’2, Guðlaug Þorleifsdóttír', Arthur Löve1-2, Janus F. Guðlaugsson1, Kristinn L. Hailgrímsson1, Hilmir Ásgeirsson1, Ólafur Baldursson1-2, Karl G. Kristinsson1:, Magnús Gottfreðsson12 'Háskóla íslands, :LandspítaIa magnusgo@landspitali. is Inngangur: Veirulungnabólga er ein alvarlegasta birtingarmynd in- flúensu. Upplýsingar varðandi áhrif heimsfaraldurs inflúensu á inn- lagnir vegna samfélagslungnabólgu eru af skornum skammti. Við gerðum framsýna rannsókn á orsakavöldum lungnabólgu sem krafðist innlagnar á 12 mánaða tímabili meðan heimsfaraldur svínaflensu geisaði. Efniviður og aðferðir: Öllum fullorðnum sjúklingum með samfélagslungnabólgu sem lögðust inn á Landspítala frá desember 2008 til og með nóvember 2009 var boðin þátttaka í framsýnni rannsókn á orsakavöldum lungnabólgu. Upplýsingar um lengd dvalar, fylgikvilla og afdrif voru skráðar. Hálsstroki var safnað, RNA einangrað og leit gerð að inflúensu HlNl með RT-PCR. Niðurstöður: Á12 mánaða tímabili voru 373 lungnabólgutilfelli tekin inn í rartnsóknina. Þátttaka var 93,9%. Aðeins tvö tilfelli árstíðabundinnar inflúensu voru greind á fyrri helmingi rannsóknartímans (1,1%). Fyrstu sjúklingarnir með HlNl inflúensu lögðust inn í ágúst en hlutfall lungnabólgu sem orsökuð var af inflúensu HlNl varð 31,6% í október, 33,3% í nóvember og 0% í desember. Meðalaldur sjúklinga með inflúensulungnabólgu í faraldrinum var 42,2 ár (n=24) í samanburði við 64,3 ár fyrir aðra sjúklinga með lungnabólgu (n=164) (p<0,001). Greining fékkst á orsakavaldi f 44% tilfella. Sjúklingar með veirulungnabólgu voru líklegri til að þurfa meðferð á gjörgæslu eða öndunarvél en aðrir sjúklingar með lungnabólgu. Ályktanir: Meðan á inflúensu HlNl faraldrinum stóð á íslandi reyndust yfir einn af hverjum fimm (21,6%) sjúklingum sem lögðust inn með samfélagslungnabólgu hafa jákvæð greiningarpróf fyrir inflúensu. Þetta voru aðeins 16,5% af öllum sjúklingum sem lögðust inn með inflúensu á sama tímabili. Sjúklingar með inflúensu HlNl lungnabólgu voru marktækt yngri og veikari en aðrir sjúklingar með lungnabólgu. V 27 Innbyggðar retróveiruvarnir Valgerður Andrésdóttir, Sigríður Rut Franzdóttir, Stefán Ragnar Jónsson, Harpa Lind Björnsdóttir Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum ''aland@hi.is Inngangur: Á síðustu árum er sífellt að koma betur í ljós að lífverur hafa komið sér upp ýmsum vömum gegn veirusýkingum. Veirumar hafa á hinn bóginn þróað tæki til að komast hjá þessum vörnum. Nýlega hefur komið fram að mannafrumur hafa prótein sem eyðileggur erfðaefni retróveira jafnóðum og það myndast með því að deaminera cytidine í uracil í einþátta DNA. Þetta prótein nefnist APOBEC3G. Lentiveimr hafa komið sér upp mótleik við þessu, sem er próteinið Vif, sem eyðileggur þennan deaminasa. Rannsóknir okkar á Vif úr mæði- visnuveiru hafa leitt í ljós að það sama gerist í kindafrumum. I þessari rannsókn voru tvær stökkbreytingar í vif geni mæði-visnuveirunnar rannsakaðar, en þær hafa mismunandi svipgerð. Efniviður og aðferðir: Tvær stökkbreytingar voru innleiddar í vif gen í sýkingarhæfum klón mæði-visnuveirunnar, önnur var Trp-Arg stökkbreyting um miðbik gensins og hin var Pro-Ser stökkbreyting í C- enda vif gensins. Kinda-fósturliðþelsfrumur (FOS) og kinda- æðaflækjufrumur voru sýktar með þessum veirum og vöxtur numinn með rauntíma-PCR. Niðurstöður: Trp-Arg stökkbreytingin hafði sömu svipgerð og veirur sem vantar Vif, það er óx illa í öllum frumugerðum. Stökkbreytingin í C-enda vif gensins hafði hins vegar þau áhrif að veiran óx vel í báðum frumugerðum, en með stökkbreytingu í hylkispróteini óx hún illa 1 fósturliðþelsfrumum en vel í æðaflækjufrumum. Það virðast því vera tengsl milli hylkis og Vif próteinsins, og einnig virðist frumuþáttur leika hlutverk í virkni Vif. Ályktanir: Meðal þeirra retróveiruhindra sem hafa komið fram á undanfömum ámm eru prótein sem hindra veirufjölgun með því að bindast hylkispróteininu. Ein virkni Vif gæti verið að eyðileggja slíkan retróveiruhindra. V 28 Orskir iðrasýkinga á íslandi. Framskyggn rannsókn á tímabilinu 2003 til 2007 Ingibjörg Hilmarsdóttir1, Hjördís Harðardóttir1, Guðrún E. Baldvinsdóttir2, Haraldur Briem3, Sigurður Ingi Sigurðsson4 og rannsóknarhópur um iðrasýkingar á íslandi5 'Sýklafræðideild, 2veirufræðideild Landpítala, 3embætti sóttvamalæknis, 4Heilsugæslunni Hamraborg Kópavogi, 5Heilsugæslustöðvum Akraness, Akureyrar, Kópavogs (Hvammur og Hamraborg), Selfoss og Seltjamamess ingibjh@landspitali. is Inngangur: Iðrasýkingar eru vaxandi vandamál í nútímasamfélagi; afleiðingamar eru sjúkdómar og samfélagslegur kostnaður vegna vinnutaps, heilbrigðisþjónustu og innköllun matvæla. Faraldsfræði iðrasýkinga hefur áhrif á nálgun lækna og val greiningaraðferða. Markmið rannsóknarinnar var að kanna í fyrsta sinn orsakir bráðra iðrasýkinga á fslandi. Efniviður og aðferðir: Gerð var framskyggn rannsókn á sjúklingum sem leituðu til heimilislæknis vegna niðurgangs. Inntökuskilyrði: bráður niðurgangur í sl5 daga. Útilokunarskilyrði: sýklalyfjanotkun, ónæmisbæling og langvarandi niðurgangur. Sjúklingar gáfu upplýsingar um sjúkrasögu, ferðaiög og fleira og veittu samþykki fyrir þátttöku. Saursýni voru rannsökuð með tilliti til veira, baktería og sníkjudýra. Niðurstöður: Hinir 464 þátttakendur voru á aldrinum 0-83 ára (miðgildi 30 ár) og greindust 224 sýkingar í 211 þeirra (45,5%). Algengustu sýklar voru caliciveirur (11% af 464), rotaveirur (9%), Campylobacter (8%) Cryptosporidium (6%) og Salmonella (5%). Fjölþáttagreining sýndi að veirusýkingar tengdust uppköstum, s7 daga veikindum og yngri aldurshópum, bakteríusýkingar tengdust hita og endaþarmskrampa og smkjudýrasýkingar tengdust >7 daga veikindum. Að auki reyndust bakteríusýkingar algengari í þeim sem höfðu ferðast innaniands eða til útlanda. Ályktanir: Þjónusturannsóknir gefa skakka mynd af faraldsfræði LÆKNAblaðið 2011/97 91
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.