Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Síða 130

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Síða 130
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 66 sykrur sem geta aukið leysni fitusækinna sameinda með fléttun, voru valin til að koma fituefnunum í lausn til frostþurrkunar. Efniviður og aðferðir: Þorskalýsi og ómega-3 forte fiskiolíu var blandað saman við sex mismunandi sýklódextrín eða sýklódextrínafleiður í vatni. Dreifur voru hristar í fjóra til fimm daga undir köfnunarefni (N2) og frostþurrkaðar. Þurrdufti var blandað saman við Avicel®, magnesíum sterat og silíkon oxíð og töflur slegnar í töflusláttarvél undir lágum þrýstingi. Töflur prófaðar samkvæmt European Pharmacopeia. Geymsluþol þurrdufts sem samanstóð af þorskalýsi og y-CD var fylgt eftir í 21 mánuð við (a) 25°C, 60% raki án N2, (b) 25°C, 60% raki undir N2, (c) 40°C, 75% raki undir N2. Peroxíðpróf og fitusýrugreining í gasgreini framkvæmd. Niðurstöður: Aðeins a-CD og y-CD mynduðu fléttur með þorskalýsi og omega-3 fitusýruesterum. Þurrduft var framleitt sem innihélt 50% fituefni. Oxunartala þurrdufts með þorskalýsi og y-CD undir N2 var undir viðmiðunarmörkum Lýsis hf. fyrir markaðshæfar vörur. Töflur sem slegnar voru úr þurrduftinu stóðust hörkupróf, slitþolspróf og sundrunarpróf. Alyktanir: Fljótandi þorskalýsi og omega-3 fitusýruesterum var hægt að koma á þurrduftsform með notkun sýklódextrína. Það reyndist mögulegt að slá töflur sem innihéldu 20% af þorskalýsi eða Omega-3 fitusýruesterum. Líklega þarf að húða töflumar til að vemda gegn oxun og vatnsrofi eða geyma við loftfirrðar aðstæður. * Þormóður Geirsson lést í október 2009. V 149 Hámörkun LC-MS/MS aðferðar við magngreiningu á lífmerkinu Leukotriene B4 Baldur Bragi Sigurðsson1, Gísli Bragason', Ólafur Þór Magnússon3, Margrét Thorsteinsdóttir1'2 1 ArcticMass ehf., 2lyfjafræðideild HÍ, Islensk erfðagreining baldur@arcticmass.is Inngangur: Raðatilbrigði FLAP og LTA4 gena hafa sýnt tengingu við aukna framleiðslu á leukotriene B4 (LTB4) og aukna hættu á hjartadrepi og heilablóðfalli. LTB4 er því ákjósanlegt lífmerki í lyfjaþróunarferli fyrir hjartadrep og heilablóðfall. Tilgangur þessa verkefnis var að þróa LC-MS/MS aðferð, með hjálp efnafræðilegrar tölfræði, til magngreiningar á LTB4 í blóðvökva. Efniviður og aðferðir: Magngreiningaraðferðin fyrir LTB4 með HPLC- MS/MS var hámörkuð með því að nota efnafræðilega tölfræði sem verkfæri. Sjö breytur voru kannaðar, þær voru hámarkaðar með CCD hönnun (central composite design) og tengdar við næmni og rástíma með PLS-aðhvarfsgreiningu. Þrjár sýnameðhöndlunaraðferðir voru prófaðar; úrhlutun með fastfasa (SPE), prótínfelling og vökva-vökva úrhlutun. HPLC-MS/MS aðferðin var aðlögðuð að UPLC-MS/MS búnaðnum til aðgreiningar á LTB4 og hverfum þess. Niðurstöður: Niðurstöðurnar sýna að flæði, upphafsmagn lífræns leysis, keiluspenna og sundrunarhitastig höfðu veruleg áhrif á næmni aðferðarinnar. Mikil víxlverkun var á milli nokkurra breytistærða og veruleg ólínuleg áhrif. Fastfasa úrhlutun með metanól sem elúeringarleysi gaf besta útslagið og var valin sem sýnameðhöndlunaraðferð. Akveðið var að örva LTB4 í blóðvökva, þannig að kvöðrunarstaðlar voru blandaðir í blóðvökva í stað líffræðilegs stuðpúða sem gaf næmnustu aðferðina. UPLC-MS/MS gaf hraða aðgreiningu á milli LTB4 og hverfa þess og aukna næmni. Báðar aðferðir hafa verið gildaðar og notaðar í klínfskum prófunum. Magngreining á LTB4 með UPLC-MS/MS aðferðinni sýndi betri samsvörum við skammtastærð á rannsóknarlyfinu en með HPLC- MS/MS aðferðinni og að veruleg styrktengd lækkun var á styrk LTB4. Alyktanir: Þessi rannsókn sýnir að efnafræðileg tölfræði er mjög gott verkfæri við þróun á stöðugri og næmri LC-MS/MS aðferð. V 150 Þróun á HPLC-MS/MS aðferð til magngreiningar á lífmörkum til sjúkdómsgreininga á brjóstakrabbameini Helga Hrund Guðmundsdóttir* 1-2'3, Baldur Bragi Sigurðsson2, Jórurrn Erla Eyfjörð3, Margrét Þorsteinsdóttir1-2 ’Lyfjafræðideild HÍ, 2ArcticMass ehf., dæknadeild HÍ hhg3@hi.is Inngangur: Sértækar og næmar mæliaðferðir til magngreiningar á lífmerkjum er mikilvægur þáttur þegar efnaskipti krabbameinsfrumna er kannaður. Efnaskiptafræði gengur út á rannsóknir sem kanna efnafræðilegt ferli út frá mismunandi lífmerkjum. Lífmerkin geta verið af ýmsum toga, má þar nefna amínósýrur, einnig geta þetta verið afurðir af virkum lifandi frumum sem eru í mismunandi ástandi og á mismunandi tíma í frumuhringnum. Lífmerkin er hægt að nýta sem verkfæri þegar kemur að sjúkdómsgreiningu. Markmið verkefnisins var að þróa LC-MS/MS mæliaðferð til magngreiningar á amínósýrum í krabbameinsfrumum sem voru meðhöndlaðar með og án hindra/ krabbameinslyfja. Efniviður og aðferðir: Mismunandi sýnameðhandlanir voru þróaðar með það að leiðarljósi að fá sem bestu aðgreiningu á amínósýrum í frumuæti. Prófaðar voru fjórir mismunandi lífrænir leysar og blöndur af þeim til próteinfellingar. Bæði HPLC-MS/MS og UPLC-MS/MS mæliaðferðir með og án jónpari voru þróaðar til magngreiningar. Sýni frá krabbameinsfrumulínunni MCF-7 sem höfðu annars vegar verið meðhöndlaðar með Aurora kínasa hindranum ZM447439 og hins vegar krabbameinslyfjunum; vinblastín, docetaxeli og doxórúbisíni voru mæld. Niðurstöður: HPLC-MS/MS mæliaðferð með jónpari gaf samtímis magngreiningu á 18 amínósýrum. Próteinfelling með blöndu af metanóli og asetónítríli gaf næmnustu aðferðinar fyrir flestar amínósýrurnar. Þrettán amínósýrur voru greindar í ómeðhöndluðum og meðhöndluðum MCF-7 krabbameinsfrumum. Greinileg lækkun var á magni amínósýra í krabbameinsfrumum þegar þær voru meðhöndlaðar með krabbameinslyfjum. Magn amínósýranna lýsíns og argirúns jókst eftir meðhöndlun með ZM447439 borið saman við magn af amínósýrum hjá ómeðhöndluðum frumum. Ályktanir: Fyrstu niðurstöður sýna að hægt er að nota amínósýrur sem lífmerki við sjúkdómsgreiningu á brjóstakrabbameini. V 151 Stýrandi áhrif útdrátta úr sjávarhryggleysingjum á þroska angafrumna in vitro Baldur Finnsson1, Sesselja Ómasdóttir1, Eydís Einarsdóttir1, Elín S. Ólafsdóttir1, Ingibjörg Harðardóttir2, Jörundur Svavarsson3, Jóna Freysdóttir4-5 'Lyfjafræðideild , 2lífefna- og sameindalíffræðistofu læknadeildar, 3líf- og umhverfisvísindadeild HI, 4rannsóknarstofu í gigtsjúkdómum, 5ónæmisfræðideild Landspítala sesselo@hi.is Inngangur: Líffræðilegur fjölbreytileiki í hafinu í kringum ísland hefur nánast ekkert verið rannsakaður með tilliti til efnainnihalds lífvera. Markmið verkefnisins var að skima fyrir stýrandi áhrifum útdrátta úr íslenskum sjávarhryggleysingjum á þroska angafrumna in vitro með það fyrir augum að finna ný virk efnasambönd. 130 LÆKNAblaðið 2011/97
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.