Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 59
XV VISINDARAÐSTEFNA Hl
FYLGIRIT 66
E 131 Fjölsykrubóluefni (23-gilt) gegn pneumókokkum eyðir
fjölsykrusértæku mótefnasvari sem myndast við frum- eða
endurbólusetningu nýburamúsa með 7-gildu prótíntengdu
fjölsykrubóluefni
Hreinn Benónísson1-2, Stefanía P. Bjarnarson1'2, Brenda C. Adarna1, Ingileif
jónsdóttir1'2-3
'Ónæmisfræðideild Landspítala, 2læknadeiid HÍ, 3íslenskri erfðagreiningu
hreinnb@landspitali.is
Inngangur: Við höfum sýnt að endurbólusetning með hreinni
pneumókokkafjölsykru (PPS) af gerð 1 skerðir PPS-sértækt mótefnasvar
og mótefnaseytandi frumur sem hafa myndast við frumbólusetningu
með prótíntengdu fjölsykrubóluefni (Pncl-TT). Vöxtur pneumókokka
í nefkoki fyrir fyrstu bólusetningu ungbarna með 7-gilda (4, 6B, 9V, 14,
18C, 19F og 23F) próteintengda fjölsykrubóluefninu Prevnar dregur úr
mótefnasvari gegn því. Markmið rannsóknarinnar var að meta hvort
frum- og/eða endurbólusetning með 23-gildu fjölsykrubóluefni skerði
ónæmissvör nýburaburamúsa við frum- eða endurbólusetningu með
Prevnar.
Efniviður og aðferðir: Nýburamýs (einnar viku) voru frumbólusettar
undir húð með Vt mannaskammti af Prevnar, 1/5 skammti Pneumovax
(23-gilt PPS) eða saltvatni og endurbólusettar 16 dögum síðar með
Prevnar, Pneumovax eða saltvatni. Blóðsýni voru tekin vikulega
að sjöttu viku og á 15. viku. Magn IgG mótefna sértækra gegn sjö
fjölsykrum Prevnar voru mæld með ELISA.
Niðurstöður: Nýburamýs bólusettar einu sinni eða tvisvar með Prevnar
höfðu sambærileg og marktækt hærri mótefni gegn öllum fjölsykrum
Prevnar nema fjölsykrugerð 14 en mýs sem voru frumbólusettar
með Prevenar og endurbólusettar með Pneumovax, sem vakti lítið
endursvar. Frumbólusetning með Pneumovax skerti mótefnasvörun
nýburamúsa við endurbólusetningu með Prevnar marktækt gegn öllum
sjö fjölsykrunum, sem sást fjórum og 13 vikum síðar.
Alyktanir: Endurbólusetning Prevnar-bólusettra nýburamúsa
með fjölsykrubóluefninu Pneumovax gefur lélegt svar miðað við
endurbólusetningu með Prevnar. Frumbólusetning nýburamúsa með
Pneumovax dregur verulega úr ónæmissvari gegn öllum hjúpgerðum
Prevnar til styttri og lengri tíma. Ráðlegt er að bólusetja ungbörn
snemma með prótíntengdum fjölsykrum, ssvo sem Prevnar, áður
en þau bera pneumókokka í nefkoki, og varast skyldi að gefa þeim
fjölsykrubóluefni.
E 132 Ónæmisglæðirinn IC31® eykurThl svar nýburamúsa gegn
þremur vel varðveittum pneumókokkaprótínum og bætir vernd gegn
pneumókokkasýkingum
Þórunn Ásta Ólafsdóttir1-2, Karen Lingnau3, Eszter Nagy3, Ingileif Jónsdóttir1-2'4
’Ónæmisfræöideild Landspítala, 2læknadeild HÍ, 3Intercell AG Vín, Austurríki, 'íslenskri
erfðagreiningu
th orasta@landspitali. is
Inngangur: Yfir 90 hjúpgerðir pneumókokka eru þekktar og þrátt fyrir
að bóluefni úr fjölsykruhjúp bakteríunnar (hreinar og prótíntengdar
fjölsykrur) séu skráð er hún meðal skæðustu sýkla heims. Bóluefni
byggð á vel varðveittum pneumókokkaprótínum eru vænlegur kostur til
að vekja upp vernd óháð hjúpgerð í ungum börnum. Við bárum saman
áhrif ónæmisglæðanna IC31® og Alum á ónæmissvar nýburamúsa við
bólusetningu með þrígildu prótínbóluefni.
Efniviður og aðferðir: Nýburamýs (viku gamlar) voru bólusettar með 20
Ug af PcsB, StkP og PsaA með eða án IC31® eða Alum og endurbólusettar
16 dögum síðar. Viku síðar voru eitilfrumur einangraðar úr milta og
örvaðar með prótínunum in vitro. Boðefnamagn í floti og mótefnamagn
í sermi var mælt með ELISA. í aðskilinni tilraun voru mýsnar bólusettar
þrisvar og sýktar um nef með S. pneumoniae af hjúpgerð 1 til að mæla
verndarmátt bólusetningarinnar gegn blóð- og lungnasýkingu.
Niðurstöður: Bæði Alum og IC31® juku magn prótínsértækra IgG
mótefna miðað við ef prótínin voru gefin án ónæmisglæðis. Mýs
sem fengu IC31® mynduðu mikið af IgG2a en mýs sem fengu Alum
eða engan ónæmisglæði mynduðu lítið IgG2a. IgG2a tengist Thl
boðefnamyndun í músum og í samræmi við það mældist mest af IFN-y
í músum sem fengu IC31® Niðurstöðurnar gefa til kynna að IC31®, ólíkt
Alum, geti yfirunnið Th2 ráðandi ónæmissvar nýburamúsa. Mýs sem
voru bólusettar með PcsB, StkP og PsaA ásamt IC31®voru fullkomlega
verndaðar gegn blóðsýkingu (P=0,019) og marktækt minna sýktar í
lungum (P=0,002) en mýs sem fengu ekki ónæmisglæði. Alum jók hins
vegar ekki verndarmátt prótínanna.
Alyktanir: Niðurstöðurnar sýna að bólusetning með þrígildu
prótínbóluefni ásamt ónæmisglæði sem ýtir undir Thl ónæmissvar
getur vakið verndandi ónæmissvar gegn pneumókokkasýkingum í
nýburamúsum.
E 133 Ónæmisglæðirinn LT-K63, en ekki CpG1826, nær að yfirvinna
takmarkanir í þroska kímmiðjufrumna í nýburamúsum
Stefanía P. Bjamarson'-, Hreinn Benónísson1'2, Giuseppe Del Giudice3, Ingileif
Jónsdóttir1-2'4
'Ónæmisfræðideild Landspítala, læknadeild HR, 3Novartis Vaccines, Siena Ítalíu, 4íslenskri
erfðagreiningu
stefbja@landspitali. is
Inngangur: Ónæmiskerfi nýbura og ungbarna er vanþroskað og
mótefnasvör gegn flestum bóluefnum hæg, lækka hratt og endast
stutt. Kímstöðvar eru aðalvirkjunarstaðir B-frumna til sérhæfingar
í mótefnaseytandi B-frumur (AbSC) og B-mirmisfrumur. Virkjun
kímstöðva er takmörkuð í nýburamúsum vegna vanþroska
kímstöðvafrumna (FDC). Markmið rannsóknarinnar var að kanna
áhrif ónæmisglæðanna CpG1826 og LT-K63 á virkjun kímstöðva og
myndun AbSC við bólusetningu nýburamúsa með próteintengdri
pneumókokkafjölsykru (Pnc-TT).
Efniviður og aðferðir: Nýburamýs voru bólusettar með Pnc-TT án
eða með CpG1826 eða LT-K63, saltvatn var notað sem viðmið. Fjórtán
dögum eftir bólusetningu voru miltu einangruð og vefjasneiðar litaðar
með PNA, IgM, IgG, FDC-M2, MOMA-1 og TNFa. Fjöldi IgG+ AbSC í
milta, sértækra fyrir fjölsykru- eða próteinhluta bóluefnisins var metinn
með ELISPOT.
Niðurstöður: CpG1826 og LT-K63 auka báðir Pnc-TT sértækt
mótefnasvar nýburamúsa og fjölda IgG+ AbSC miðað við Pncl-TT eitt og
sér. LT-K63 jók marktækt fjölda virkra kímstöðva og FDC-M2 litun, sem
einkennir fullþroskaðar FDC og varðveislu mótefnafléttna á yfirborði
þeirra. Flutningur MOMA-1* átfrumna (MMM) frá jaðarsvæðum inn í
virku kfmstöðvamar jókst einnig, en MMM taka upp mótefnafléttur og
flytja til FDC. CpG1826 hafði lítil áhrif á myndun kímstöðva og engin
áhrif á þroska kímstöðvarfrumna. Staðsebring FDC og MMM frumna
í kímstöð er háð TNFa og lymphotoxin ferlum. Kannað var hvort áhrif
LT-K63 á þroska kímstöðvafrumna tengist áhrifum á tjáningu TNFa
miðað við CpG1826 sem jók ekki þroska kímstöðvarfrumna. LT-K63 jók
til muna litun á TNFa í kímstöðvum nýburamúsa, en CpG1826 ekki.
Ályktanir: LT-K63 er fyrsti og eini ónæmisglæðirinn sem sýnt hefur verið
LÆKNAblaðið 2011/97 59