Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 121

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 121
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 66 hækkað hvað mest í verði og eins þeim sem ekki teljast til brýnna nauðsynja. Hugsanleg heildaráhrif á heilsu þjóðarinnar eru ekki augljós þar sem bæði neysla hollustuvara svo og sætinda og skyndibita hefur minnkað. V 120 Tengsl fisk- og lýsisneyslu á unglingsárum og á miðjum aldri við kransæðasjúkdóma í eldri konum Álfheiður Haraldsdóttir1, Jóhanna Eyrún Torfadóttir1, Unnur A. Valdimarsdóttir1'2, Laufey Steingrímsdóttir1 *, Tamara B. Harris1, Lenore J. Launer1, Vilmundur Guðnason5-6 'Miðstöð í lýðheilsuvísindum HÍ, 2Dept. of Epidemiology Harvard School of Public Health, Boston, 3rannsóknastofu í næringarfræði HÍ og Landspítala, ^Laboratory of Epidemiology, Demography and Biometry, Intramural Research Program, National Institute on Aging, Bethesda Bandaríkjunum 5Hjartavernd, 'iæknadeiid HÍ alh1@hi.is Inngangur: Neysla fisks og lýsis er talin geta minnkað líkur á kransæðasjúkdómum. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á tengslum fæðu í æsku við kransæðasjúkdóma síðar á lífsleiðinni. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna tengsl milli neyslu lýsis og fisks á unglingsárum og miðjum aldri, við kransæðasjúkdóma kvenna. Efniviður og aðferðir: Um er að ræða aftursýna tilfellaviðmiða rannsókn. Þátttakendur voru 3.326 konur á aldrinum 69-96 ára, úr Öldrunarransókn Hjartaverndar sem fór fram á árunum 2002-2006. Konurnar svöruðu spurningalista um fæðuvenjur á unglingsárum og á miðjum aldri og var skipt niður í viðmið og tilfelli eftir því hvort þær greindust með kransæðajsúkdóm í byrjun rannsóknar. Lógístísk aðhvarfsgreining var notuð til að reikna hlutfallslíkur þar sem leiðrétt var fyrir þekktum áhættuþáttum. Niðurstöður: Konur sem neyttu lýsis þrisvar til sex sinnum í viku á unglingsárum voru 41% (0,59, 95% öryggisbil 0,40-0,91) minna líklegar til að fá kransæðasjúkdóma miðað við þær sem aldrei neyttu lýsis. Konur sem neyttu lýsis daglega á unglingsaldri voru 25% minna líklegar miðað við sama viðmiðunarhóp (0,75, 95% öryggisbil 0,58- 0,97). Svipaðar niðurstöður fundust fyrir neyslu á miðjum aldri. Ekki fundust marktæk tengsl á milli neyslu fisks á unglingsárum og kransæðsjúkdóma. Marktæk áhætta fyrir kransæðasjúkdómum fannst hins vegar fyrir neyslu á meira en tveimur upp að fjórum skömmtum af fiski á viku, á miðjum aldri (1,65, 95% CI 1,08-2,52), borið sama við neyslu á tveimur skömmtum á viku eða minna. Alyktanir: Neysla lýsis á unglingsárum og á miðjum aldri tengdist vernd gegn kransæðasjúkdómum hjá eldri konum. Aukin áhætta vegna fiskneyslu kallar á frekari rannsóknir á mögulegum áhrifum meðlætis eða feiti út á fisk, matreiðslu á fiski, hugsanlegum mengunarefnum eða öðrum þáttum. V 121 Próteininntaka og vöxtur íslenskra ungbarna Ása Vala Þórisdóttir1, Ingibjörg Gunnarsdóttiru, Inga Þórsdóttir1-2 'Rannsóknastofu í næringarfræði Landspítala og HÍ, 2matvæla- og næringarfræðideild HÍ asavala@landspitali.is Inngangur: Mikil próteinneysla ungbarna tengist auknum vaxtarhraða og eykur líkur á ofþyngd og offitu síðar á ævinni. Markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif endurbættra ráðlegginga um mataræði ungbarna (frá árinu 2003) á próteinneyslu og vöxt. í endurbættum ráðleggingum er lögð aukin áhersla á brjóstagjöf auk þess sem stoðmjólk er ráðlögð í stað venjulegrar kúamjólkur frá sex mánaða til tveggja ára aldurs, samfara brjóstagjöf og eftir að brjóstagjöf lýkur. Einnig var markmiðið að kanna samband próteinneyslu og vaxtarhraða. Efniviður og aðferðir: Handahófsúrtak heilbrigðra, fullburða barna fæddra 2005 var valið úr Þjóðskrá og var þeim fylgt eftir til 12 mánaða aldurs. Neysla matar og drykkjar (þar á meðal móðurmjólkur) var skráð mánaðarlega frá 5-12 mánaða aldurs. Upplýsingum um þyngd og lengd var safnað frá fæðingu til eins árs aldurs (n=196). Niðurstöðurnar voru bornar saman við sambærilega rannsókn sem framkvæmd var 10 árum áður. Niðurstöður: Próteininntaka sem hutfall af orkuinntöku (E%) var há miðað við ráðleggingar en hafði lækkað samanborið við fyrri rannsókn. Aðhvarfsgreining sýndi að fyrir hverja E% aukingu í próteinneyslu meðal 9-12 mánaða bama jókst þyngdaraukning milli 9-12 mánaða aldurs um 157 g (p=0,031). Próteinneysla var lægri meðal bama sem voru á brjósti heldur en þeirra sem ekki voru á brjósti. Þyngdaraukning frá fæðingu til eins árs aldur var sambærileg milli rannsóknanna tveggja. Hins vegar þyngdust börnin í síðari rannsókninni marktækt minna frá sex til tíu mánaða aldurs. Alyktanir: Próteinneysla íslenskra ungbama hefur minnkað á 10 ára tímabili sem að hluta til má rekja til breyttra ráðlegginga um næringu ungbarna frá 2003. Mikilvægt er að fylgja börnunum eftir til þess að kanna langtímaáhrif lækkaðar próteininntöku og minni vaxtarhraða síðari hluta fyrsta árs. V 122 Þáttur mataræðis í selenhag ungra kvenna á íslandi Edda Ýr Guðmundsdóttir1, Ingibjörg Gunnarsdóttir1-2, Arngrímur Thorlacius3, Laufey Steingrímsdóttir2 ‘Matvæla- og næringarfræöideild HÍ, 2rannsóknastofu í næringarfræði HÍ og Landspítala, 3Landbúnaðarháskóla íslands iau1st@iandspitali.is Inngangur: Selen er nauðsynlegt næringarefni fyrir heilsu manna og hafa rannsóknir tengt bágan selenhag við ýmsa langvinna sjúkdóma. Jarðvegur og landbúnaðarhættir hafa mikil áhrif á styrk selens og form þess í fæðu og getur mælst margfaldur munur á selenstyrk sömu hráefna eftir framleiðslulandi. Nýlegar breytingar á mataræði íslendinga gefa tilefni til ætla að selenhag hafi hrakað, einkum ungs fólks. Markmið rannsóknarinnar er að kanna selenhag og selen í fæði ungra kvenna, svo og framlag einstakra matvæla til selenhags og -neyslu. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru 96 konur af höfuðborgarsvæðinu, 16-20 ára, valdar með slembiúrtaki úr Þjóðskrá, svarhlutfall 51%. Selen var mælt í heilblóði og þátttakendur svöruðu gildum spurningarlista um tíðni neyslu. Neysla fæðu og næringarefna var reiknuð og stuðst við Islenska gagngrunninn um efnainnihald matvæla, þar sem nýjar mælingar er að finna á seleni. Tengsl selenhags og neyslu voru reiknuð með Spearman rho. Niðurstöður: Meðalneysla selens var 50,7pg/dag (±24,6 SD) en ráðlagður dagskammtur kvenna er 40 pg/dag. Framlag mjólkur/ mjólkurvara til neyslu selens var 27% (±14 SD), fisks 18% (±12 SD) og kornvara 13% (±6 SD). Marktæk tengsl voru milli selenhags og heildameyslu selens, svo og neyslu selens úr fiski (r=0,215;P=0,036) og úr kornvörum (r=0,318;P=0,002) en ekkert samband var milli selens úr mjók eða mjólkurvörum og selenhags. Meðalstyrkur selens í heilblóði var 117pg/L (SD 12) en >85 pg/L hafa verið tengd ákjósanlegum selenhag. Ályktanir: Selenhagur og selen í fæðu alls þorra íslenskra stúlkna virðist innan æskilegra marka. Selen úr fiski og korni virðist skipta mestu máli fyrir selenhag miðað við selenstyrk í blóði, en ekki selen úr mjólk eða mjólkurvörum, þrátt fyrir háan selenstyrk íslenskrar mjólkur. LÆKNAblaðið 2011/97 121
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.