Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Page 79

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Page 79
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 66 Efniviður og aðferðir: DNA úr ferskfrosnum og paraffíninnsteyptum brjósta-, blöðruháls- og brisæxlum. Brjóstaþekjufrumulínur, ýmist arfblendnar eða án 999del5 BRCA2 stökkbeytingar. TaqMan aðferð er notuð til að bera saman hlutfallslegt magn stökkbreyttrar og villigerðar BRCA2 samsætu innan æxla. Frumulínur eru ræktaðar með og án mítómýsín C (MMC) sem veldur DNA krosstengslum. Niðurstöður: Samsætusértækar TaqMan niðurstöður sýna að í brjósta-, blöðruháls- og brisæxlum 999del5 arfbera er merkjanleg úrfelling villigerðarsamsætunnar aðeins í um helmingi æxlanna. Skert DNA viðgerðarhæfni í BRCA2 arfblendnu frumunum eftir MMC meðhöndlun var sýnileg á fjölgun litningabrota og myndun geislalitninga. Alyktanir: Niðurstöður um að tap á heilbrigða eintaki BRCA2 sé ekki til staðar í æxlum um helmings arfbera gefa hugmyndir um að algert tap á villigerð BRCA2 sé ekki endilega forsenda a'xlismyndunar, heldur getur verið síðbúinn atburður. Meðhöndlun frumulína með MMC sýnir að BRCA2 arfblendnar frumur eiga erfitt með að gera við DNA brot sem getur skýrt aukna áhættu á æxlismyndun án þess að algert tap verði á BRCA2. E 194 Gallar í litningaendum í BRCA2 stökkbreyttum brjóstaæxlum og frumulínum Sigríður Klara Böðvarsdóttir1, Hörður Bjamason1, Margrét Steinarsdóttir2, Jórunn Erla Eyfjörð' 'Rannsóknastofu í krabbameinsfræðum HÍ, 2litningarannsóknum, erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala skb@hi.is Inngangur: Litningaóstöðugleiki er algengur í brjóstaæxlum, einkum þeim sem bera ættlæga stökkbreytingu í BRCA2 geni. Prótín sem taka þátt í DNA viðgerð, líkt og BRCA2, hafa oft hlutverki að gegna við pökkun litningaenda í D-lykkju sem kemur í veg fyrir skynjun þeirra sem tvíþátta DNA brot. Galli í pökkun litningaenda leiðir til þess að frumur viðhalda litningaendum með endurröðun (altemative lenthening of telomeres; ALT) óháð telomerasa. Markmið verkefnisins er að kanna stöðugleika litningaenda í brjóstaæxlum og brjóstafrumulínum sem bera stökkbreytingu í BRCA2 geni. Efniviður og aðferðir: Tíðni endatenginga milli litninga er metin í brjóstaæxlum og brjóstafrumulínum með BRCA2 stökkbreytingu. FISH greining er gerð á litningaendum í BRCA2 arfblendnum brjóstafrumulínum til að meta galla í þeim og millivíxl metin með stefnuháðri FISH aðferð (CO-FISH). Niðurstöður: Tíðni endatenginga milli litninga reynist marktækt meiri í BRCA2 stökkbreyttum brjóstaæxlum. Þetta fæst staðfest með telomere- FISH greiningu á BRCA2 arfblendnum brjóstafrumulínum þar sem einnig koma fram brotgjarnir litningendar utan litninga. CO-FISH greining sýnir fram á tíð millivíxl milli litningenda þar sem leiðandi DNA þátturinn er ríkjandi, líkt og í ALT jákvæðum frumum. Alyktanir: Niðurstöður um endatengingar litninga benda til þess að BRCA2 prótínið hafi hlutverki að gegna við pökkun litningaenda. Niðurstöður um tíð millivíxl milli litningaenda og vísbendingar um telomer raðir utan litninga benda til þess að BRCA2 arfblendar frumur noti að einhverju leyti ALT ferlið til að viðhalda litningaendum þrátt fyrir telomerasa tjáningu. BRCA2 hefur því líklega einnig hlutverki að gegna við bælingu á millivíxlum milli litningaenda. E 195 Greiningar á DNA skemmdum af völdum útfjólublárra geisla með tvívíðum rafdrætti Bjarki Guðmundsson'Wendy Dankers1, Hans G. Þormar1-2, Jón Jóhannes Jónssonu 'Lífefna- og sameindalíffræðistofu HÍ, 2Lífeind ehf., 3erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala bjarkigu@hi.is Inngangur: Geislun af völdum útfjólublás ljóss (UVA 315-400 nm og UVB 290-315 nm) er ein helsta orsök húðkrabbameina. Þrjár algengustu gerðir DNA skemmda af völdum UV geislunar eru cýklóbútan pyrimídín tvennd (CPD), (6-4) ljósskemmd og Dewar skemmd en þær eru allar basabreytingar og valda bognun á DNA sameindum. Við prófuðum að nota tvívíðan rafdrátt til að greina skemmdir í flóknum DNA sýnum og frumuræktum meðhöndluðum með UV geislum. Efniviður og aðferðir: Hreinsað DNA var skorið með MboI og geislað með UVB (5-30 J/cm2) í dropum á Petri skál. HeLa frumur voru einnig UVB geislaðar (15-45 J/cm2), DNA var einangrað úr þeim og það skorið með Mbol. Sýnin voru greind með tvívíðum þáttaháðum rafdrætti (2D-SDE) og tvívíðum lögunarháðum rafdrætti (2D-CDE). Aval skorið lambda DNA var meðhöndlað með UVA (44 J/cm2) og greint á sama hátt. Niðurstöður: UVB skemmt DNA færðist fyrir framan tvíþátta DNA á 2D-CDE eins og vænta mátti því basaskemmdirnar valda bognun á DNA sameindum. UVA geislun á lambda DNA olli einnig myndun búta sem færðust fram fyrir boga af tvíþátta DNA með 2D-SDE. Greining á UVB meðhöndluðu DNA með 2D-SDE sýndi hins vegar óvænt nýjan DNA boga sem var staðsettur fyrir aftan bogann fyrir tvíþátta DNA. Hlutfall aftari bogans jókst með auknum UVB skammti. Sami bogi sást f erfðaefni fruma sem voru UVB geislaðar. Ályktanir: 2D-SDE og 2D-CDE eru hentugar aðferðir til að greina DNA skemmdir vegna UV geislunar. DNA boginn af völdum UVB geislunar sem færist fyrir aftan tvíþátta DNA á 2D-SDE hegðar sér líkt og DNA með A helix byggingu. Slíkri byggingarbreytingu hefur ekki verið lýst áður. Hugsanlega valda basaskemmdir eða oxun dexóyríbósa í ríbósa því að DNA myndi A helix. Verið er að kanna þessar tilgátur frekar. E 196 Metýlering á Alu-röðum og stýrli MLH1-gens í ristilkrabbameinsfrumum Jing Fan1, Xiying Wang1, Dong Liu1, Siqing Fu1, Sigurður Ingvarsson2, Huiping Chen1 'Dept. of Medical Genetics, Tongji Medical College, Huazhong University of Science and Technology, Wuhan, Hubei, Kína, Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum og læknadeild HÍ siguring@hi.is Inngangur: Alu-endurteknar raðir í erfðamenginu eru taldar vera miðstöðvar metýleringar og í eðlilegum frumum eru Alu-raðirnar yfirmetýleraðar. Vísbendingar eru um að metýlering geti dreifst frá slíkum miðstöðvum yfir á stýrilröð gena, einkum í æxlisfrumum. Afurð MLHl-gens gegnir lykilhlutverki í mispörunarviðgerðum og þar með við stöðugleika erfðamengisins. Metýlering á stýrilröð MLHl er algeng í ákveðnum æxlisgerðum og veldur lækkaðri tjáningu á geninu. Ekki er vitað hvemig þessi metýlering fer fram. Fyrri rannsóknir okkar benda til að ákveðin MLHl arfgerð í -93 stöðu gensins hafi áhrif á metýleringuna. Markmið núverandi rannsóknar er að varpa Ijósi á hvort metýlering á þremur Alu-röðum innan MLHl-gensins eigi þátt í metýleringu á stýrli sama gens. Efniviður og aðferðir: Notuð var bisulfite raðgreining til að greina CpG LÆKNAblaðið 2011/97 79
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.