Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Side 124

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Side 124
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 66 V 129 Tíðni gáttatifs eftir kransæðahjáveituaðgerð með tilliti til hlutfalls ómega-3 og ómega-6 fjölómettaðra fitusýra í fosfólípíðum blóðvökva Guðrún V. Skúladóttir1-2, Ragnhildur Heiðarsdóttir12, Davíð O. Arnar2'4, Bjarni Torfason2'5, Runólfur Pálsson2-3, Viðar Ö. Eðvarðsson2-6, Gizur Gottskálksson4, Ólafur Skúli Indriðason3 ‘Lífeðlisfræðistofnun, 2læknadeild HÍ, 3nýmalækningaeining, 4rannsóknastöð hjartasjúkdóma og hjartalækningaeiningu, ^brjóstholsskurðlækningadeild og 6Bamaspítala Hringsins gudrunvs@hi.is Inngangur: Ómega-3 fjölómettaðar fitusýrur (FÓFS) hafa bólguhemjandi áhrif og mögulega áhrif á rafleiðni í hjarta er gætu komið að gagni við að fyrirbyggja gáttatif eftir opna hjartaskurðaðgerð. Þar sem íhlutunarrannsóknir hafa verið misvísandi var tilgangur rannsóknarinnar að kanna tíðni gáttatifs með tilliti til hlutfalls ómega-3 og ómega-6 fjölómettaðra fitusýra í fosfólípíðum (FL) blóðvökva. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin byggðist á sjúklingum sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Landspítala. Rétt fyrir aðgerð og á þriðja degi eftir aðgerð voru blóðsýni tekin og hlutfall fitusýra í fosfólípíðum blóðvökva ákvarðað. Gáttatíf var skilgreint sem óreglulegur taktur er varaði lengur en fimm mínútur á hjartasíriti. Tíðni gáttatifs var borin saman milli fjórðunga af hlutfalli fitusýranna £ fosfólípíðum blóðvökva með einþátta og fjölþátta greiningu. Niðurstöður: Af 125 sjúklingum sem tóku þátt greindust 49,6% með gáttatif. Tíðni gáttatifs var marktækt lægri með hverjum hækkandi fjórðungi af hlutfalli arakídónsýru (AA, ómega-6 FÓFS) og marktækt hærri með hverjum hækkandi fjórðungi af hlutfalli dókósahexaensýru (DHA, ómega-3 FÓFS) bæði fyrir og eftir aðgerð (P<0,01 fyrir allar einþátta greiningar). Marktækt U-kúrfu samband var milli gáttatífs og fjórðunga af ómega-3 fjölómettuðum fitusýrum eftir aðgerð, þar sem næstlægsti fjórðungur hafði lægstu tíðni gáttatifs (25,8%, P=0,01). Við fjölþátta greiningu var þetta U-kúrfu samband ekki marktækt en samband arakídónsýru og dókósahexaensýru fjórðunga við gáttatíf var áfram marktækt (P<0,05). Alyktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að meðferð með ómega-3 fjölómettuðum fitusýrum við gáttatifi eftír opna hjartaskurðaðgerð gæti gagnast sjúklingum með lágt grunnhlutfall þessara fitusýra, en aukið líkur á gáttatifi hjá þeim með hátt grunnhlutfall. Arakídónsýra í fosfólípíðum blóðvökva gætí gegnt mikilvægu hlutverki í raflífeðlisfræðilegum ferlum hjartans. V 130 Draga reykingar úr áhættu á gáttatifi á fyrstu dögum eftir kransæðahjáveituaðgerð? Davíð O. Arnar13, Guðrún V. Skúladóttir1-2, Ragnhildur Heiðarsdóttir1'2, Bjarni Torfason1-5, Runólfur Pálsson14, Viðar Ö. Eðvarðsson1-6, Gizur Gottskálksson1, Ólafur Skúli Indriðason4 'Læknadeild, 2Lífeðlisfræðistofnun HÍ, 3rannsóknastöð hjartasjúkdóma og hjartalækningaeiningu, 4nýmalækningaeiningu, 5brjóstholsskurðlækningadeild og 6Bamaspítala Hringsins gudrunvs@hi.is Inngangur: Gáttatif er algengur fylgikvilli hjartaskurðaðgerða. Meðal þátta sem eru taldir auka áhættu á gáttatifi eru hár aldur, bráð bólgusvörun og aukinn sfyrkur katekólamína í blóði á fyrstu dögum eftir aðgerð. Fyrirbyggjandi meðferð með beta-blokkum hefur enda gefist vel. Neikvæðar heilsufarslegar afleiðingar reykinga eru vel þekktar. Nikótín hvetur losun katekólamína úr nýrnahettum og taugaendum. Markmið rannsóknarinnar var að kanna samband reykinga og gáttatifs eftir kransæðahjáveituaðgerðir. Efniviður og aðferðir: Rannsóknarþýðið samanstóð af 125 sjúklingum sem tóku þátt í slembiraðaðri rannsókn á gagnsemi meðferðar með ómega-3 fitusýrum til að fyrirbyggja gáttatif eftir opna kransæðahjáveituaðgerð á Landspítala 2007-2009. Allir sjúklingarnir voru í hjartarafsjá meðan á sjúkrahúsdvöl stóð. Endapunktur rannsóknarinnar var gáttatif sem stóð i >5 mínútur. Sjúklingar með fyrri sögu um gáttatif voru útilokaðir. Niðurstöður: Miðgildi aldurs var 66 ár (spönn 45-82 ára) og 82% voru karlar. Alls fengu 62 sjúklinganna (49%) gáttatíf. Gáttatif greindist að meðaltali 2,6 dögum eftír aðgerð. í gáttatifshópnum reyktu 14,5% á móti 27% í hópnum sem fékk ekki gáttatíf (p=0,086). Notkun beta-blokka var svipuð í báðum hópunum. Við fjölþáttagreiningu var líkindastuðull fyrir gáttatíf hjá reykingamönnum 0,216 (95% vikmörk 0,070-0,664; p=0,007). Engin tengsl, hvað varðar áhættu á gáttatifi, voru milli reykinga og þátta eins og aldurs, hámarksgildis CRP eða líkamsþyngdarstuðuls. Ályktanir: Niðurstöðurnar gefa til kynna að reykingamenn séu í minni áhættu á að fá gáttatíf eftír kransæðahjáveituaðgerð. Þessar niðurstöður eru óvæntar og kalla á frekari skoðun. Hugsanleg skýring er betra þol reykingamanna fyrir háum styrk katekólamína í blóði á fyrstu dögunum eftir skurðaðaðgerð. V 131 Risagúll frá ósæðarrót. Sjúkratilfelli Þorsteinn Viðar Viktorsson1, Martin Ingi Sigurðsson1, Þórarinn Amórsson1, Jón Þór Sverrisson', Tómas Guðbjartsson1-3 ‘Hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 2lyflækningadeild Sjúkrahúss Akureyrar, 3læknadeild HI steini. vidarQgmail. com Inngangur: Ósæðargúlar eru oftast staðsettir á kviðarhluta ósæðar eða í brjóstholi. Sjaldgæft er að ósæðargúlar eigi upptök sín frá ósæðarrót. Hér er lýst nýlegu tílfelli þar sem risagúll gekk út frá hægri sinus valsalva. Sjúkratilfelli: Áður hraust sjötug kona leitaði læknis vegna mæði. Við hjartahlustun heyrðist óhljóð í lagbili yfir ósæðarloku og á hjartalínuriti sást 1° AV blokk. Tekin var lungnamynd sem sýndi fyrirferð í hægra brjóstholi, sem á tölvusneiðmyndum reyndist vera 10x9 cm ósæðargúll, upprunninn frá hægri sinus valsalva. Á hjartaómun sást iðustraumur í gúlnum og meðal ósæðarlokuleki. Gúllinn þrýsti á hægri gátt og slegil en útstreymisbrot vinstri slegils var eðlilegt. Ákveðið var að fjarlægja gúlinn með skurðaðgerð. Á kransæðaþræðingu fyrir aðgerð sáust óeðlilegar kransæðar með næstum fjórfaldri víkkun (ectasia) á vinstri framveggsgrein hjartans (LAD). Gerð voru ósæðarrótarskiptí og komið fyrir ósæðarrót úr svíni (Freestyle®) í stað gúlsins sem var fjarlægður. Gangur eftír aðgerð var góður og sjúklingur útskrifaðist heim til sin þremur vikum síðar. Hálfu ári frá aðgerð er sjúklingur án einkenna og ósæðarlokan þétt. Ályktanir: Risagúll frá sinus valsalva er sjaldgæft fyrirbæri sem getur haft lífshættulega fylgikvilla í för með sér, sérstaklega rof og blóðsegarek. Einkenni geta þó verið hægfara eins og sást í þessu tílfelli, en mæði var rakin tíl versnandi ósæðarlokuleka auk þess sem gúllinn þrýstí á hægri helming hjartans. Um er að ræða einn stærsta gúl sinnar tegundar sem lýst hefur verið, en mikil víkkun kransæða vekur einnig athygli. V 132 Áhrif af gjöf fíbrínógenþykknis við aivarlegar blæðingar Friðrik Th. Sigurbjörnsson1, Hulda R. Þórarinsdóttir1, Kári Hreinsson1, Páll T. Önundarson2,4, Tómas Guðbjartsson34, Gísli H. Sigurðsson3,4 'Svæfinga- og gjörgæsludeild, ^blóðmeinafræðdeild, 3hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 4læknadeild HÍ gislihs@landspitali. is 124 LÆKNAblaðið 2011/97
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.