Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 118

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 118
XV VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 66 bringubeinsloss. Miðgildi legutíma var 24 dagar (bil 10-74). Við síðasta eftirlit voru sjö sjúklinganna á lífi en fimm og 10 ára lífshorfur voru 100% og 63%. Ályktanir: Árangur þessara aðgerða er góður. FEV, hækkaði marktækt eftir aðgerð og alvarlegir fylgikvillar voru sjaldgæfir. Allir sjúklingarnir voru á lífi fimm árum frá aðgerð. Viðvarandi loftleki eftir aðgerð er algengt vandamál og lengir legutíma þessara sjúklinga. V 111 Styrkur ferritíns í sermi kæfisvefnssjúklinga. Faraldsfræðileg samanburðarrannsókn Elín Helga Þórarinsdóttir', Bryndís Benediktsdóttir1, Þórarinn Gíslason12, Christer Janson3, Isleifur Ólafsson4 ’Læknadeild HÍ, 2lungnadeild Landspítala, lungnadeild háskólasjúkrahúsinu í Uppsölum, 4rannsóknastofu Landspítala eth32@hi.is Inngangur: Kæfisvefn er sjúkdómsástand sem einkennist af endurteknum öndunartruflunum í svefni. Ferritín er prótein sem bindur járn og gerir það skaðlaust líkamanum en einnig getur hækkaður styrkur S-ferritíns endurspeglað bráða og króníska bólgusvörun. Við kæfisvefn er vitað að öndunarstopp og súrefnisskortur leiða til almennrar bólgusvörunar en hvort styrkur S-ferritín tengist því hefur lítið verið rannsakað. Efniviður og aðferðir: Öllum sjúklingum greindum með kæfisvefn frá sept. 2005 til sept. 2009 var boðið að taka þátt í rannsókninni. Til samanburðar voru einstaklingar 40 ára og eldri sem tekið höfðu þátt í rannsókn á algengi langvinnrar lungnateppu á íslandi. Hóparnir voru rannsakaður á sama hátt, fyrir utan að viðmiðunarhópurinn gekkst ekki undir svefnrannsókn. Styrkur S-ferritíns var borinn saman milli sjúklinga og viðmiða og eftir alvarleika kæfisvefnsins. Leiðrétt var fyrir helstu áhrifaþáttum hækkaðs ferritíns og sjúkdómum tengdum kæfisvefni. Niðurstöður: I september 2009 höfðu alls 754 kæfisvefnssjúklingar tekið þátt og af þeim höfðu 300 komið í tveggja ára eftirfylgnirannsókn. Samanburðarhópurinn samanstóð af 758 þátttakendum (81% þátttaka). Styrkur S-ferritíns var marktækt hærri i hópi kæfisvefnssjúklinga en viðmiða, bæði meðal karla (p=0,025) og kvenna (p<0,001) en eftir að leiðrétt hafði verið fyrir aldri, líkamsþyngdarstuðli, reykingum og sjúkdómum tengdum kæfisvefni var hækkunin aðeins marktæk hjá konum með kæfisvefn (p=0,032). Styrkur S-ferritíns sýndi ekki marktæka fylgni við alvarleika kæfisvefnsins, dagsyfju né notkunn CPAP tækis í tvö ár. Ályktanir: Styrkur S-ferritíns var marktækt hærri meðal kvenna með kæfisvefn en kvenna í samanburðarhópnum. Þessi munur var óháður helstu áhrifaþáttum hækkaðs ferritíns og öðrum þekktum sjúkdómum sem tengdir hafa verið við kæfisvefn. V 112 Styrkur NT-pro B-type natriuretic peptíðs í blóði kæfisvefnssjúklinga Sólborg Erla Ingvarsdóttir', Þórarinn Gíslason13, Bryndis Benediktsdóttir1, ísleifur Ólafsson3, Christer Jansson4 ‘Læknadeild HÍ, -lungnadeild, 'rannsnknasíofu Landspítala, 4lungnadeild háskólasjúkrahússins í Uppsölum sei3@hi.is Inngangur: Kæfisvefn er sjúkdómsástand tilkomið vegna þrenginga í efri loftvegum og einkennist af hrotum og öndunarhléum í svefni. B-type natriuretic peptíð (BNP) er fjölpeptíð sem er aðallega losað úr hvolfum hjartans í samsvari við álag og strekkingu hjartavöðvafrumna. Markmið þessa verkefnis var að skoða hugsanlegan þátt BNP í meingerð kæfisvefns. Efniviður og aðferðir: Þetta var sjúklingamiðuð samanburðarrannsókn. I rannsóknarhópnum voru einstaklingar sem greinst höfðu með kæfisvefn á Landspítala á árunum 2005 til 2008. Til samanburðar voru þeir sem tekið höfðu þátt í rannsókn á algengi langvinnrar lungnateppu á Islandi. Styrkur NT-proBNP var mældur í blóði hjá sambærilegum hópum sjúldinga og viðmiða og hann borinn saman við breytur sem segja til um alvarleika kæfisvefns, þekkta áhættuþætti og tengda sjúkdóma. Niðurstöður: Styrkur NT-proBNP var mældur hjá 61 kæfisvefns- sjúklingi og 62 viðmiðum. NT-proBNP var marktækt lægra hjá kæfisvefnssjúklingum en samanburðarhóp (p<0,01). Marktækur mimur var á styrk NT-proBNP milli aldurshópa, bæði hjá kæfisvefnssjúklingum (p=0,023) og samanburðarhópi (p<0,01). NT-proBNP hjá háþrýstingssjúklingum var hærra bæði hjá kæfisvefnssjúklingum (p=0,042) og samanburðarhópi (p<0,01). Ekki var marktækur munur á NT-proBNP styrk milli BMI hópa, né heldur þegar tekið var tillit til reykingasögu og alvarleika kæfisvefns. Styrkur NT-proBNP breyttist ekki marktækt við CPAP meðferð. Ályktanir: Rannsóknin sýndi að styrkur NT-proBNP í blóði er lægri í kæfisvefnssjúklingum en samanburðarhópi. NT-proBNP styrkur hækkar með hækkandi aldri og hann er marktækt hærri hjá háþrýstingssjúklingum. Lítill fjöldi þátttakanda gæti verið takmarkandi þáttur í rannsókninni og því væri áhugavert að kanna samband NT- proBNP styrks í blóði og kæfisvefns frekar í stærra úrtaki. V 113 Öndunarfæraeinkenni og vélindabakflæði í svefni Össur Ingi Emilsson1, Þórarinn Gíslason12, Bryndís Benediktsdóttir1, Sigurður Júlíusson3, Christer Jansson4 ‘Læknadeild HÍ, 2lungnadeild, 3háls-, nef- og eymadeild Landspítala, 'lungnadeild háskólasjúkrahússins í Uppsölum oie1@hi.is Inngangur: Undanfarin ár hefur vélindabakflæði hlotið vaxandi athygli sem sérstakur áhættuþáttur sjúkdóma í öndunarfærum, svo sem astma og langvinns hósta. Nýlegar rannsóknir benda til að þessi tengsl vélindabakflæðis séu sterkust meðal þeirra sem hafa einkenni í svefni og hefur hugsanlegur þáttur kæfisvefns einnig verið til skoðunar. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna samspil vélindabakflæðis, öndunarfærasjúkdóma, kæfisvefnseinkenna og blástursgetu í almennu þýði. Efniviður og aðferðir: Samanburður var gerður í almennu þýði Svía og íslendinga (svörun >70%) 40 ára og eldri (n=1.325) sem höfðu tekið þátt í rannsókn á algengi langvinnrar lungateppu (www.BOLDCOPD. org) með því að fara í blásturspróf fyrir og eftir gjöf berkjuvíkkandi lyfs og svara spurningalistum um öndunarfæra- og kæfisvefnseinkenni, almennt heilsufar og einkenni vélindabakflæðis. Niðurstöður: Hópnum var skipt í fjóra undirhópa og hópur 1 notaður sem viðmið: 1) Án lyfja við vélindabakflæði, án einkenna vélindabakflæðis í svefni (n=1040); 2) Með Iyf við vélindabakflæði, án einkenna vélindabakflæðis í svefni (n=183); 3) Með lyf við vélindabakflæði, með einkenni vélindabakflæðis í svefni (n=66); 4) Án lyfja við vélindabakflæði, með einkenni vélindabakflæðis í svefni (n=36). Einkenni frá öndunarfærum 118 LÆKNAblaðið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.