Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 118
XV VISINDARAÐSTEFNA Hl
FYLGIRIT 66
bringubeinsloss. Miðgildi legutíma var 24 dagar (bil 10-74). Við síðasta
eftirlit voru sjö sjúklinganna á lífi en fimm og 10 ára lífshorfur voru 100%
og 63%.
Ályktanir: Árangur þessara aðgerða er góður. FEV, hækkaði marktækt
eftir aðgerð og alvarlegir fylgikvillar voru sjaldgæfir. Allir sjúklingarnir
voru á lífi fimm árum frá aðgerð. Viðvarandi loftleki eftir aðgerð er
algengt vandamál og lengir legutíma þessara sjúklinga.
V 111 Styrkur ferritíns í sermi kæfisvefnssjúklinga. Faraldsfræðileg
samanburðarrannsókn
Elín Helga Þórarinsdóttir', Bryndís Benediktsdóttir1, Þórarinn Gíslason12, Christer
Janson3, Isleifur Ólafsson4
’Læknadeild HÍ, 2lungnadeild Landspítala, lungnadeild háskólasjúkrahúsinu í Uppsölum,
4rannsóknastofu Landspítala
eth32@hi.is
Inngangur: Kæfisvefn er sjúkdómsástand sem einkennist af
endurteknum öndunartruflunum í svefni. Ferritín er prótein sem bindur
járn og gerir það skaðlaust líkamanum en einnig getur hækkaður
styrkur S-ferritíns endurspeglað bráða og króníska bólgusvörun.
Við kæfisvefn er vitað að öndunarstopp og súrefnisskortur leiða til
almennrar bólgusvörunar en hvort styrkur S-ferritín tengist því hefur
lítið verið rannsakað.
Efniviður og aðferðir: Öllum sjúklingum greindum með kæfisvefn
frá sept. 2005 til sept. 2009 var boðið að taka þátt í rannsókninni. Til
samanburðar voru einstaklingar 40 ára og eldri sem tekið höfðu þátt í
rannsókn á algengi langvinnrar lungnateppu á íslandi. Hóparnir voru
rannsakaður á sama hátt, fyrir utan að viðmiðunarhópurinn gekkst
ekki undir svefnrannsókn. Styrkur S-ferritíns var borinn saman milli
sjúklinga og viðmiða og eftir alvarleika kæfisvefnsins. Leiðrétt var
fyrir helstu áhrifaþáttum hækkaðs ferritíns og sjúkdómum tengdum
kæfisvefni.
Niðurstöður: I september 2009 höfðu alls 754 kæfisvefnssjúklingar
tekið þátt og af þeim höfðu 300 komið í tveggja ára eftirfylgnirannsókn.
Samanburðarhópurinn samanstóð af 758 þátttakendum (81% þátttaka).
Styrkur S-ferritíns var marktækt hærri i hópi kæfisvefnssjúklinga
en viðmiða, bæði meðal karla (p=0,025) og kvenna (p<0,001) en eftir
að leiðrétt hafði verið fyrir aldri, líkamsþyngdarstuðli, reykingum
og sjúkdómum tengdum kæfisvefni var hækkunin aðeins marktæk
hjá konum með kæfisvefn (p=0,032). Styrkur S-ferritíns sýndi ekki
marktæka fylgni við alvarleika kæfisvefnsins, dagsyfju né notkunn
CPAP tækis í tvö ár.
Ályktanir: Styrkur S-ferritíns var marktækt hærri meðal kvenna með
kæfisvefn en kvenna í samanburðarhópnum. Þessi munur var óháður
helstu áhrifaþáttum hækkaðs ferritíns og öðrum þekktum sjúkdómum
sem tengdir hafa verið við kæfisvefn.
V 112 Styrkur NT-pro B-type natriuretic peptíðs í blóði
kæfisvefnssjúklinga
Sólborg Erla Ingvarsdóttir', Þórarinn Gíslason13, Bryndis Benediktsdóttir1, ísleifur
Ólafsson3, Christer Jansson4
‘Læknadeild HÍ, -lungnadeild, 'rannsnknasíofu Landspítala, 4lungnadeild háskólasjúkrahússins
í Uppsölum
sei3@hi.is
Inngangur: Kæfisvefn er sjúkdómsástand tilkomið vegna þrenginga
í efri loftvegum og einkennist af hrotum og öndunarhléum í svefni.
B-type natriuretic peptíð (BNP) er fjölpeptíð sem er aðallega losað úr
hvolfum hjartans í samsvari við álag og strekkingu hjartavöðvafrumna.
Markmið þessa verkefnis var að skoða hugsanlegan þátt BNP í meingerð
kæfisvefns.
Efniviður og aðferðir: Þetta var sjúklingamiðuð samanburðarrannsókn.
I rannsóknarhópnum voru einstaklingar sem greinst höfðu með
kæfisvefn á Landspítala á árunum 2005 til 2008. Til samanburðar voru
þeir sem tekið höfðu þátt í rannsókn á algengi langvinnrar lungnateppu
á Islandi. Styrkur NT-proBNP var mældur í blóði hjá sambærilegum
hópum sjúldinga og viðmiða og hann borinn saman við breytur sem
segja til um alvarleika kæfisvefns, þekkta áhættuþætti og tengda
sjúkdóma.
Niðurstöður: Styrkur NT-proBNP var mældur hjá 61 kæfisvefns-
sjúklingi og 62 viðmiðum. NT-proBNP var marktækt lægra hjá
kæfisvefnssjúklingum en samanburðarhóp (p<0,01). Marktækur mimur
var á styrk NT-proBNP milli aldurshópa, bæði hjá kæfisvefnssjúklingum
(p=0,023) og samanburðarhópi (p<0,01). NT-proBNP hjá
háþrýstingssjúklingum var hærra bæði hjá kæfisvefnssjúklingum
(p=0,042) og samanburðarhópi (p<0,01). Ekki var marktækur munur
á NT-proBNP styrk milli BMI hópa, né heldur þegar tekið var tillit til
reykingasögu og alvarleika kæfisvefns. Styrkur NT-proBNP breyttist
ekki marktækt við CPAP meðferð.
Ályktanir: Rannsóknin sýndi að styrkur NT-proBNP í blóði er
lægri í kæfisvefnssjúklingum en samanburðarhópi. NT-proBNP
styrkur hækkar með hækkandi aldri og hann er marktækt hærri hjá
háþrýstingssjúklingum. Lítill fjöldi þátttakanda gæti verið takmarkandi
þáttur í rannsókninni og því væri áhugavert að kanna samband NT-
proBNP styrks í blóði og kæfisvefns frekar í stærra úrtaki.
V 113 Öndunarfæraeinkenni og vélindabakflæði í svefni
Össur Ingi Emilsson1, Þórarinn Gíslason12, Bryndís Benediktsdóttir1, Sigurður
Júlíusson3, Christer Jansson4
‘Læknadeild HÍ, 2lungnadeild, 3háls-, nef- og eymadeild Landspítala, 'lungnadeild
háskólasjúkrahússins í Uppsölum
oie1@hi.is
Inngangur: Undanfarin ár hefur vélindabakflæði hlotið vaxandi
athygli sem sérstakur áhættuþáttur sjúkdóma í öndunarfærum, svo
sem astma og langvinns hósta. Nýlegar rannsóknir benda til að þessi
tengsl vélindabakflæðis séu sterkust meðal þeirra sem hafa einkenni í
svefni og hefur hugsanlegur þáttur kæfisvefns einnig verið til skoðunar.
Markmið þessarar rannsóknar var að kanna samspil vélindabakflæðis,
öndunarfærasjúkdóma, kæfisvefnseinkenna og blástursgetu í almennu
þýði.
Efniviður og aðferðir: Samanburður var gerður í almennu þýði Svía
og íslendinga (svörun >70%) 40 ára og eldri (n=1.325) sem höfðu tekið
þátt í rannsókn á algengi langvinnrar lungateppu (www.BOLDCOPD.
org) með því að fara í blásturspróf fyrir og eftir gjöf berkjuvíkkandi lyfs
og svara spurningalistum um öndunarfæra- og kæfisvefnseinkenni,
almennt heilsufar og einkenni vélindabakflæðis.
Niðurstöður: Hópnum var skipt í fjóra undirhópa og hópur 1 notaður
sem viðmið:
1) Án lyfja við vélindabakflæði, án einkenna vélindabakflæðis í svefni
(n=1040); 2) Með Iyf við vélindabakflæði, án einkenna vélindabakflæðis
í svefni (n=183); 3) Með lyf við vélindabakflæði, með einkenni
vélindabakflæðis í svefni (n=66); 4) Án lyfja við vélindabakflæði, með
einkenni vélindabakflæðis í svefni (n=36). Einkenni frá öndunarfærum
118 LÆKNAblaðið 2011/97