Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 68

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 68
XV VISINDARAÐSTEFNA H I FYLGIRIT 66 (AbSC, með ELISPOT) eftir ósértæka örvun. Svipgerð eitilfrumna var greind með flúrskinslitun. Niðurstöður: Svipgerð eitilfrumna í einstaklingum sem hlutu aukaverkanir af bólusetningu með kúabólu var eðlileg. Tíðni B-frumna sem mynduðu kúabólusértæk IgG mótefni var breytileg milli einstaklinga 0,70%-12,37% (miðgildi 2,40%) af öllum IgG+ mótefnamyndandi frumum. Magn IL-2 (miðgildi 89,71pg/ml) og IFN-y (miðgildi 2308 pg/ml) eftir örvun með kúabóluveiru var breytilegt milli einstaklinga, en 11-5 var lágt hjá þeim sem hafa verið mældir. Ályktanir: Niðurstöðurnar sýna að áratugum eftir bólusetningu með kúabólu er B- og T-frumuminni enn til staðar. T-minnisfrumur virðist einkum vera af Thl gerð, þar sem IFN-y boðefnið er ráðandi. T- og B-frumusvör verða borin saman milli hópa eftir klínísku svari, svarleysi eða aukaverkunum. E 159 Nýbúar og heilsugæsla. Könnun á notkun nýbúa á þjónustu Heilsugæslunnar Glæsibæ Halldór Jónsson, Þórhildur Halldórsdóttir, Kristján G. Guðmundsson Heilsugæslunni Glæsibæ halldorjonsson@heilsugaeslan.is Inngangur: Undanfarinn áratug hefur hlutfall íbúa með erlent ríkisfang meira en þrefaldast og er hlutfall útlendinga af íbúum í heild 6,0% í lok árs 2006. Nýlegar tölur sýna að á einni heilsugæslustöð á höfuðborgarsvæðinu eru 17% þungaðra kvenna með erlent ríkisfang. Þessar samfélagsbreytingar hafa nokkur áhrif á starfsemi heilsugæslunnar. Túlkaþjónusta er til dæmis orðin fastur liður í þjónustu á heilsugæslustöð. Einnig gerir fjölmenningasamfélagið kröfu um þekkingu heilbrigðisstarfsmanna á mismundi trúarbrögðum og menningu. Við Heilsugæsluna í Glæsibæ er ein læknisstaða sem sérstaklega sinnir nýbúum. Markmið rannsóknarinnar er að fá aukið innsæi í notkun nýbúa á heilsugæslunni og viðhorfi þeirra til þjónustunnar. Efniviður og aðferðir: Um er að ræða paraða rannsókn á 57 nýbúum og 57 innfæddum. Pörunin var gerð með tilliti til kyns, aldurs og ástæðu komu. Þýðið var níu pör karla og 46 pör kvenna. Spurt var um upprunaland, fjölskyldustærð, ástæðu komu, greiningar, fjölda koma síðasta ár, túlkanotkun, ánægju með þjónustuna á stöðinni og innflytjendur voru inntir eftir samanburði á komu hingað og sambærilegri þjónustu í heimalandi. Niðurstöður: Meðalaldur er 34 ár í báðum hópum. Yngstu þátttakendur voru tvítugir og elstu níræðir. Stærsti hópur innflytjenda kom frá Tælandi og þar næsti frá Póllandi og sá þriðji stærsti frá Víetnam. Alls var fólkið frá 32 þjóðlöndum. Það hefur dvalið hér á landi í 6,7 ár að meðaltali. Ekki var munur á fjölda barna milli hópanna. Tólf af hópi innflytjenda nýttu sér túlkaþjónustu eða 21%. Mikil ánægja var með þjónustu túlka. Á skala 0 til 5 var gefið 4,3 sem ánægja með þjónustuna á heilsugæslustöðinni hjá innflytjendum en hjá 4,13 innfæddum var munurinn ekki marktækur. Ekki var munur á fjölda koma á heilsugæslustöðina seinasta árið milli hópanna. Stærri hluti innflytjenda var giftur. Ekki var mismunur á sjúkdómsgreiningum hópanna. Innflytjendur telja að þjónustan hér sé betri en í upprunalandi í 54% tilfella og 23% telja hana sambærilega. Ályktanir: í rannasókn á nýbúum kemur fram að liðlega 20 % þeirra þarf á túlk að halda við komu á heilsugæslustöð. Ekki er munur á notkun nýbúa á þjónustu stöðvarinnar og innfæddra. Viðhorf til þjónustu heilsugæslunnar var sambærilegur milli hópanna. Stór hluti nýbúa telur að þjónusta hér á landi sé betri eða sambærileg miðað við heimalandið. E 160 Eflandi fræðsla til bæklunarsjúklinga, mat og alþjóðlegur samanburður Árún K. Sigurðardóttir', Brynja Ingadóttir2 'Heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri, 2Landspítala arun@unak.is Inngangur: Fræðsla til sjúklinga er álitin mikilvæg og hefur sannað gildi sitt til að draga úr kvíða, stytta sjúkrahúslegur og auka sjálfsumönnun. Hér verður greint frá fyrsta hluta í fjölþjóðlegri rannsókn um sjúklingafræðslu. Þátttökulöndin eru sjö og er rannsókninni stýrt frá Finnlandi. Tilgangur rannsóknarinnar er að renna betri stoðum undir hvað felst í eflandi sjúklingafræðslu og að greina og skýra mismun í sjúklingafræðslu eftir löndum. Áætlað er að rannsóknin veiti mikilvægar upplýsingar um þarfir og væntingar sjúklinga sem fara í liðskiptaaðgerðir og hvemig þeim er mætt. Efniviður og aðferðir: Þetta er framvirk, lýsandi samanburðarrannsókn með úrtaki sjúklinga sem gangast undir skipulagðar liðskiptaaðgerðir á hné eða mjöðm á Islandi (n=280) og aðstandenda þeirra. Tímapunktar mælinga em þrír: fyrir aðgerð (Tl), áður en sjúklingur útskrifast af sjúkrahúsi (T2) og sex til sjö mánuðum eftir aðgerð (T3). Mælitækin eru safn níu staðlaðra spurningalista. Niðurstöður: Kynntar verða niðurstöður úr fyrsta hluta rannsóknarinnar (Tl), þar sem kannaðar voru væntingar sjúklinga til fræðslu fyrir aðgerð og mat þeirra á heilsutengdum lífsgæðum sínum og þær bomar saman við bakgrunn þátttakenda. Ályktanir: Mikilvægt er að efla þekkingu á sjúklingafræðslu á íslandi í þeim tilgangi að mæta betur þörfum sjúklinga og aðstandenda þeirra fyrir fræðslu og upplýsingar. Réttur sjúklinga er staðfestur í lögum og siðareglur heilbrigðisstarfsmanna endurspegla skyldur þeirra til að standa vörð um þann rétt. Með þessari rannsókn gefst bæði tækifæri til samanburðar við önnur lönd en einnig verða niðurstöður hennar nýttar til að þróa sjúklingafræðslu á íslenskum sjúkrahúsum. E 161 Stjórnun á krepputímum Birna G. Flygenring Hjúkrunarfræðideild HÍ bgf@hi.is Inngangur: í ársbyrjun 2009 lagði þáverandi heilbrigðisráðherra fram tillögur um breytingu á rekstri Kragasjúkrahúsanna svonefndu. Þessar tillögur komu í kjölfar þeirra efnahagslegu þrenginga sem dundu yfir þjóðina haustíð 2008 og ollu miklu uppnámi meðal stjómenda og starfsfólks stofnana. Á þeim tíma sem liðinn er hefur þrívegis verið skipt um heilbrigðisráðherra og óvissa hefur verið um rekstur stofnana, einkum á Suðurlandi, Keflavík og í Hafnarfirði. Allar hafa stofnanirnar þurft að ganga í gegnum mikinn niðurskurð í rekstri. Óhjákvæmilega hefur þetta tímabil verið erfitt fyrir stjórnendur og starfsfólk spítalanna og valdið margvíslegum vandamálum. Markmið þessarar eigindlegu rannsóknar er að kanna hvernig hjúkrunarstjómendur hafa upplifað þennan tíma, hvaða vandamál þeir hafa þurft að glíma við í starfi og hvaða bjargráð þeir hafa notað til að leysa þau. Efniviður og aðferðir: Rannsóknaraðferðin er eigindleg. Á hverri stofnun voru myndaðir rýnihópar (samtals fimm hópar) þar sem hjúkrunardeildarstjórar stofnana tóku þátt í viðtölum. Einn rýnihópur 68 LÆKNAblaðiö 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0254-1394
Tungumál:
Árgangar:
36
Fjöldi tölublaða/hefta:
83
Skráðar greinar:
80
Gefið út:
1977-í dag
Myndað til:
2023
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Reykjavík : Læknafélag Íslands | Læknafélag Reykjavíkur, 1977-.Fylgirit nr. 39 kom ekki út
Aðalrit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað: 66. fylgirit (01.01.2011)
https://timarit.is/issue/379678

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein: Fimmtánda ráðstefnan um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum í Háskóla Íslands
https://timarit.is/gegnir/991002187629706886

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

66. fylgirit (01.01.2011)

Aðgerðir: