Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 123

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 123
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA H í F Y L G I R I T 6 6 V 126 Tólf vikna styrktaræfingar auka heilsutengd lífsgæði hjá öldruðum Ólöf Guðný Geirsdóttir', Atli Arnarson1, Kristín Briem2, Alfons Ramel', Kristinn Tómasson3, Inga Þórsdóttir1 'Rannsóknarstofu í næringarfræði, :námsbraut í sjúkraþjálfun HÍ, 3Vinnueftirlitinu olofgg@landspitali.is Inngangur: Ahrif styrktaræfinga á heilsutengd lífsgæði (HL) hafa lítið verið skoðuð hjá öldruðum þrátt fyrir að ýmsar vísbendingar séu um mikilvægi styrktaræfinga hvað varðar vöðvastyrk og vöðvamassa hjá þessum aldurshópi. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að skoða áhrif styrktaræfinga á líkamsstyrk, líkamssamsetningu, hreyfifæmi og heilsutengd lífsgæði hjá öldruðum. Okkar tilgáta var að styrktaræfingar myndu auka vöðvastyrk og vöðvamassa og þar af leiðandi auka hreyfihæfni og heilsutengd lífsgæði meðal aldraðra. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur (N = 237; 73,7±5,7 ára, 58,2% konur) tóku þátt í 12 vikna íhlutun með styrktaræfinga (þrisvar sinnum í viku; þrjú sett, sex til átta endurtekningar með 75-80% álagi miðað við hámarksstyrk). Styrktaræfingamar vom þannig samsettar að aukning á vöðvastyrk og vöðvamassa myndi eiga sér stað í stærstu vöðvahópum líkamans. Líkamssamsetning, styrkur yfir hné, gripstyrkur, hreyfifærni og heilsutengd lífsgæði voru mæld við upphaf og við lok íhlutunar. Niðurstöður: Við lok íhlutunar höfðu 204 þátttakendur lokið 12 vikna styrktaræfingum. Marktæk aukning varð á vöðvamassa (+0,8 kg, P<0,01), styrk yfir hné (+53,5 N) og gripstyrk (+3,0 pund). Snerpa (TUG-próf) jókst (-0,6 sek.) og gönguhraði jókst samkvæmt sex mínútna gönguprófi (+33,6 m) auk þess sem heilsutengd lífsgæði jukust (+1,2 ein) að meðaltali fyrir alla þátttakendur (P<0,01). Breyting á gönguhraða hafði jákvætt forspágildi á heilsutengd lífsgæði eftir 12 vikna íhlutun. Ályktanir: Rannsóknin sýnir að 12 vikna íhlutun með styrktaræfingum eykur marktækt vöðvamassa, vöðvastyrk, hreyfifærni og heilsutengd lífsgæði meðal aldraðra. Ennfremur hefur hún leitt í ljós að breyting á gönguhraða í sex mínútna gönguprófi hefur forspágildi fyrir breytingu á heilsutengdum lífsgæðum. Því er mikilvægt að auka hlut styrktaræfinga í hreyfingu aldraðra til að viðhalda styrk, hreyfihæfni og heilsutengdum lífsgæðum en allir þessir þættir eru undirstaða þess að aldraðir séu sjálfbjarga sem lengst. V 127 Rof á hjarta eftir gangráðsísetningu. Tilfellaröð af Landspítala Ingvar Þ. Sverrisson1, Halla Viðarsdóttir1, Gizur Gottskálksson2, Tómas Guðbjartsson1-3 'Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2hjartadeild Landspítala, 3læknadeild HÍ ingvarsv@landspitali.is Inngangur: Tíðni alvarlegra fylgikvilla er lág eftir gangráðsísetningu. Blæðingar og sýkingar eru þar efstar á blaði en einnig er þekkt að rof geti komið á hjartavöðvann og gangráðsvíramir stungist út úr hjartanu. Um er að ræða sjaldgæfan en hættulegan fylgikvilla. Lýst er fimm tilfellum af Landspítala sem meðhöndluð voru á tveggja ára tímabili. Efniviður og aðferðir: Safnað var upplýsingum um öll tilfelli þar sem rof á hjarta hafði greinst með vissu eftir gangráðsísetningu á Landspítala frá 1. jan. 2008 til 31. des. 2009. Farið var yfir sjúkraskrár og skráð meðferð og afdrif sjúklinganna. Niðurstöður: Fimm sjúklingar greindust á tímabilinu, einn árið 2008 og fjórir árið 2009. Á sama tímabili voru gerðar 389 nýísetningar á gangráðum á Landspítala og komið fyrir samtals 700 gangráðsvímm. Tíðni hjartarofs var því 0,7% fyrir hvern vír og 1,3% fyrir hverja gangráðsísetningu. Meðalaldur sjúklinga með rof var 71 ár (51-84 ára), þrjár konur og tveir karlar. Algengasta einkennið var brjóstverkur og hafði enginn sjúklingur klár einkenni um bráða hjartaþröng (tamponade). Greining var staðfest með TS (gated CT) eða ómskoðun og greindust allir sjúklingarnir nema einn innan þriggja vikna frá aðgerð (bil: einn sólarhringur - 33 mánuðir). Hjá þremur sjúklinganna var gerður bringubeinsskurður, blóð tæmt úr gollurshúsi (mest 0,5 L), saumað yfir gatið og nýjum leiðslum komið fyrir. Hjá hinum tveimur var vírinn dreginn á skurðstofu með vélindaómstýringu. Fjórir sjúklingar lifðu af rofið og útskrifuðust, en 83 ára kona dó á gjörgæslu úr lungnabólgu sem ekki tengdist gangráðsísetningunni. Ályktanir; Rof á hjartavöðva eftir gangráðsísetningu er hættulegur fylgikvilli sem getur valdið blæðingu inn í gollurshúsið. Fáar rannsóknir eru til um tíðni þessa fylgikvilla og sömuleiðis hvaða meðferð sé skynsamlegast að beita. Mikilvægt er að hafa rof á hjartavöðva í huga hjá sjúklingum með brjóstverk eða lágþrýsting eftir gangráðsísetningu. V 128 Gollurshússtrefjun. Sjúkratilfelli Jón Þorkell Einarsson1, Ragnar Danielsen2, Ólafur Skúli Indriðason1, Tómas Guðbjartsson3,4 'Nýma-, 2hjarta-, 3hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 4læknadeild HÍ tomasgud@landspitali.is Inngangur: Trefjagollurshús (constrictive pericarditis) er sjaldgæft fyrirbæri þar sem gollurshúsið þrengir að hjartanu og hindrar eðlilega fyllingu þess. Afleiðingin getur orðið hægri hjartabilun með þróttleysi, mæði og bjúg. Trefjagollurshús má stundum rekja til sýkinga, geislameðferðar eða asbestmengunar, en oft er orsökin óþekkt. Greining getur verið snúin og töf orðið á réttri greiningu. Meðferð felst í því að fjarlægja hluta gollurshússins með skurðaðgerð. Tilfelli: Fimmtíu og átta ára pípulagningamaður leitaði á bráðamóttöku Landspítala vegna þreytu og bjúgs á ganglimum, en hann hafði þyngst um 30 kg. á tæpum mánuði. Á átta ára tímabili var hann nokkrum sinnum lagður inn vegna svipaðra einkenna og voru þá meðal annars gerðar rannsóknir á nýrum, hjarta og útlimabláæðum án þess að skýring fengist á einkennum. Sýni úr fleiðru sýndu örvef en engar asbestbreytingar. Við innlögn var mikill bjúgur á neðri hluta líkamans og vó sjúklingurinn 160 kg. Hann fékk þvagræsilyf í æð. Hjartaómskoðun sýndi skertan samdrátt á vinstri slegli og grun um aðþrengjandi gollurshús. Á tölvusneiðmyndum og segulómun sást greinilega þykknað gollurshús (4-5 mm). Við hægri og vinstri hjartaþræðingu féllu þrýstingskúrfur beggja slegla saman í lagbili (kvaðratrótarteikn). Meðalþrýstingur í lungnaslagæð mældist 21 mmHg og fleygþrýstingur 19 mmHg. Á fjórum vikum tókst að ná af honum bjúgnum og hann var útskrifaður með háskammta þvagræsilyf. Hálfu ári síðar var fremri hluti gollurhússins fjarlægður með skurðaðgerð. Aðgerðin gekk vel en gollurshúsið reyndist glerhart og kalkað. Vefjaskoðun sýndi ósérhæfða bólgu. Gangur eftir aðgerð var góður og samdráttur hjartans á ómskoðun betri. Tæpum tveimur árum frá aðgerð er hann við góða heilsu og útlimabjúgur og mæði að mestu leyti horfin á lágskammta þvagræsilyfjameðferð. Ályktanir: Þetta tilfelli sýnir hversu erfitt getur verið að greina trefjagollurshús, þrátt fyrir dæmigerð einkenni og sjúkdómsteikn. Með skurðaðgerð er hægt að lækna sjúkdóminn. LÆKNAblaðið 2011/97 123
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.