Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 133
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ
FYLGIRIT 66
skoðunum fengu þátttakendur ítarlega augnskoðun. Sjáöldrin voru
víkkuð með 1% tropicamide og 10% phenylepinephrine, áður en tveir
glákusérfræðingar framkvæmdu raufarsmásjárskoðun (slit-lamp) þar
sem sérstaklega var leitað eftir einkennum XFS.
Niðurstöður: Uppsafnað 12 ára nýgengi flögnunarheilkennis er 5,8% í
hægri augum. Nýgengið er örlítið meira hjá konum en körlum, 6,4% á
móti 5,4%. Aldur er helsti áhættuþátturinn, en fjöldi augasteinaskipta
hjá elsta aldurshópnum felur að nokkru leyti hið sanna nýgengi.
Nokkur fjöldi augna sem greinist með merki um flögnun í upphafi hefur
engin slík merki 12 árum síðar. Greiningarskilmerki rannsóknarirmar
spá fyrir um slíka þróun með nokkru öryggi.
Ályktanir: í samræmi við fyrri rannsóknir okkar á algengi og fimm ára
nýgengi, er 12 ára nýgengi flögnunarheilkennis mjög hátt á íslandi. Það
eykst með aldri og er meira hjá konum en körlum. Rannsókn okkar sýnir
að þau greiningaskilmerki sem sett voru fram í upphafi, spá vel fyrir um
þróun heilkennisins.
V 158 Lærdómsáhrif í sex mínútna gönguprófi hjá sjúklingum með
langvinna hjartabilun eða langvinna lungnateppu
Arna E. Karlsdóttir', Marta Guöjónsdóttir1-, Ásdís Kristjánsdóttir1, Magdalena
Asgeirsdóttir1, Magnús R. Jónasson1
'Hjarta- og lungnarannsókn Reykjalundi endurhæfingarmiöstöð SÍBS, ö.ífeölisfræðistofnun HÍ
arnaek@REYKJALUNDUR.is
Inngangur: Sex mínútna göngupróf (6MG) er víða notað til að meta
árangur endurhæfingar hjá hjarta- og lungnasjúklingum. Það er
ódýrt og auðvelt í framkvæmd, tekur stuttan tíma og hentar því vel í
klínískri vinnu. Sterk lærdómsáhrif eru þekkt í þessu prófi. Markmið
rannsóknarinnar var að kanna hversu mörg próf þarf tii að yfirvinna
lærdómsáhrif hjá sjúklingum með langvinna hjartabilun eða langvinna
lungnateppu og hvaða áhrif þau hefðu á mat árangurs.
Efniviður og aðferðir: Rannsakaðir voru 25 sjúklingar með langvinna
hjartabilun (23kk/2kvk, 55±9,5 ára, NYHA II-III, útstreymisbrot
vinstri slegils s35%) og 25 sjúklingar með langvinna lungnateppu
(llkk/14kvk, 64,2±8,8 ára, með FEVl <50% af áætluðu). Allir sjúklingar
kláruðu fjögur 6MG fyrir og eftir endurhæfingu. Öll prófin voru
framkvæmd á þriggja daga tímabili með minnst einnar klst. hvíld á milli
prófa. Sjúklingar dvöldu að meðaltali í 5,8±0,8 vikur í endurhæfingu þar
sem áhersla var lögð á þol- og styrktarþjálfun.
Niðurstöður: Gönguvegalengdin sem sjúklingar gengu jókst með hver-
ju prófi hjá báðum hópum fyrir endurhæfingu. Sjúklingar með langvin-
na hjartabilun gengu 485±102m í fyrsta prófi (Pl) og 521±113m í fjórða
prófi (P4), sjúklingar með langvinna lungnateppu gengu 445±101m í
P1 og 492±104m í P4. Mesta breytingin varð á milli P1 og P2 í báðum
hópum eða um 4% hjá sjúklingum með langvinna hjartabilun og 6,3%
hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu. Eftir endurhæfinguna var
sama tilhneigingin. Sjúklingar í báðum hópum bættu göngugetu sína
með hverju prófi en þó minna en í prófunum fyrir endurhæfinguna,
sérstaklega sjúklingar með langvinna hjartabilun. Þeir gengu að meðal-
tali 542±105m í P1 og 560±109m í P4 en sjúklingar með langvinna lung-
nateppu gengu að meðaltali 514±94m í P1 og 546m±94m í P4.
Ályktanir: Samkvæmt þessum niðurstöðum þarf að lágmarki fjögur
6MG bæði fyrir og eftir endurhæfingu til að yfirvinna lærdómsáhrif
prófsins hjá þessum hópi sjúklinga. Mesta aukning milli prófa er milli
P1 og P2 fyrir endurhæfingu, sem undirstrikar mikilvægi þess að fram-
kvæma að minnsta kosti tvö próf í upphafi íhlutunar.
V 159 Skimun fyrir blæðingu frá meltingarvegi hjá sjúklingum á
blóðþynningarmeðferð með warfaríni
Guðrún Arna Jóhannsdóttir1, Páll Torfi Önundarson1-2, Brynja R. Guðmundsdóttir2,
Hallgerður Bjamhéðinsdóttir2, Ragnhildur Björk Karlsdóttir2, Védís Húnbogadóttir2,
Einar Stefán Bjömssonu
^Læknadeild HÍ, 2segavömum blóðmeinafræðideild, 3meltingardeild Landspítala
gaj4@hi.is
Inngangur: Markmiðið var að kanna algengi og orsakir dulinna
blæðinga frá meltingarvegi hjá sjúklingum á warfaríni með mælingu
blóðhags samtímis öllum mælingum á INR (international normalized
ratio).
Efniviður og aðferðir: Farið var yfir sjúkraskýrslur skjólstæðinga
segavarna Landspítala, sem fengu bréf frá segavörnum á 18 mánaða
tímabili vegna gruns um dulda blæðingu. Ef lækkun blóðrauða
(hemóglóbíns) var >25g/l eða lækkun á mean cell volume (MCV) var
>5fl frá meðalgildi sjúklings eða MCV <80fl mat blóðmeinafræðingur
hvort ástæða væri til nánari rannsóknar. Sjúklingar sem voru metnir
með aðra skýringu á blóðskorti, til dæmis krónískan blóðskort, fengu að
jafnaði ekki bréf. Leitað var upplýsinga um hve margir leituðu læknis í
kjölfar bréfsins, hve margir voru rannsakaðir nánar svo sem með maga-
og ristilspeglunum, og hvaða orsakir lækkunar blóðgildis fundust.
Niðurstöður: Á þessu tímabili voru um 2600 manns í warfarínskömmtun
hjá segavörnum. Af þeim uppfylltu 441 sjúklingur skilmerki
rannsóknarinnar. Læknar segavama völdu að senda 234 einstaklingum
(53%) bréf. Leituðu 111 læknis vegna þess (47% þeirra sem fengu bréf,
4,3% blóðþynntra). Af 111 reyndist einn hafa bráðahvítblæði og 78 (70%)
fóru í maga- og/eða ristilspeglun. Hjá þeim fundust illkynja sjúkdómar
hjá 11 (10 ristilkrabbamein og eitt vélindakrabbamein) og forstig
krabbameina hjá 20 (16 separ í ristli, fjórir í maga). Samtals höfðu því
31 einstaklingur krabbamein eða forstig krabbameina í göm eða 1,2%
blóðþynntra. Einnig höfðu 27 sjúklingar (1,0%) sár/fleiður í maga eða
æðamissmíðar sem oft þörfnuðust meðferðar.
Ályktanir: Mæling blóðhags leiddi til greiningar sjúkdóma hjá 2,3%
blóðþynntra, þar af á krabbameinum og forstigum krabbameina í görn
hjá 1,2%. Þessar niðurstöður gætu bent til þess að skimun með blóðhag
blóðþynntra gæti flýtt greiningu illkynja sjúkdóma og þannig bætt
horfur sjúklinganna.
V 160 Nýrnafrumukrabbamein af litfælugerð á íslandi 1971-2005
Jóhann P. Ingimarsson1, Sverrir Harðarson2-4, Vigdís Pétursdóttir2, Eiríkur Jónsson1,
Guðmundur V. Einarsson1, Tómas Guðbjartsson3,4
'tvagfæraskurðdeild, 2rannsóknastofu í meinafræði, 3skurðsviði Landspítala, 4læknadeild HÍ
tomasgud@landspitali.is
Inngangur: Litfæluæxli (chromophobe) eru sjaldgæfur undirflokkur
nýmafrumukrabbameina. Erlendar rannsóknir benda til betri lífshorfa
sjúklinga með þessi æxli, en fáar byggja á stóm þýði sjúklinga frá
heilli þjóð. Markmið rannsóknarinnar var að kanna lífshorfur þessara
sjúklinga borið saman við aðra vefjaflokka.
Efniviður og aðferðir: Átta hundruð tuttugu og átta vefjafræðilega
staðfest nýrnafmmukrabbamein greindust á íslandi 1971-2000. Öll
vefjasýni voru endurskoðuð og reyndust 15 þeirra af litfælugerð.
Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám. Æxlin vom stiguð og reiknaðar
út lífshorfur (sjúkdóma sértækar), með aðferð Kaplan-Meier.
Litfæluæxlin voru borin saman við tærfrumu (n=740) og totugerð
(n=66) nýmafrumukrabbameina, bæði með ein- og fjölþáttagreiningu.
Eftirfylgd var fimm ár að miðgildi.
LÆKNAblaðið 2011/97 133