Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Side 114

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Side 114
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 66 heilsufarsupplýsingum er safnað með framvirkum hætti hjá sjúklingum á meðferð með líftæknilyfjum vegna liðbólgusjúkdóma. Kerfisbundnir starfshættir tryggja öryggi og hámarka meðferðarárangur ásamt því að tryggja að fjármunir séu notaðir á hagkvæman hátt, sérlega ef vinnulagið er samkvæmt sannreyndum verkferlum. Notkun líftæknilyfja hófst hér á landi 1999 og nam lyfjakostnaður vegna gigtarsjúkdóma á síðastliðnu starfsári 1.250 milljónum króna. Um síðustu áramót voru 444 sjúklingar í virkri meðferð með líftæknilyfjum skráðir í ICEBIO; 214 með iktsýki, 108 með hryggikt og 87 með sóragigt, en 35 sjúklingar voru með aðra gigtarsjúkdóma. Efniviður og aðferðir: ítarlegar heilsufars- og sjúkdómsupplýsingar eru skráðar í ICEBIO, meðal annars fyrri lyfjameðferð, ýmsir lífstílsþættir, atvinna og fleira. Þá eru skráðar rannsóknarniðurstöður (sökk og CRP), gigtarpróf (RF og CCP) og hvort liðskemmdir sjást á röntgenmyndum. Gigtarlæknir framkvæmir liðmat þar sem hann telur fjölda bólginna og aumra Iiða. Að lokum svarar sjúklingur stöðluðu spurningakveri. Niðurstöður: Meðalaldur sjúklinga sem eru á meðferð með líftæknilyfjum er fyrir: iktsýki, 54 ár (18-87 ár; 76% konur), hryggikt 44 ár (18-64 ár; 31% konur) og sóragigt 41 ár (26-78 ár 59% konur). Niðurstöður sýna að sjúkdómsvirkni minnkar marktækt, metið með staðlaðri sjúkdómseinkunn (DAS28) og færni sjúklinga eykst til muna aðeins örfáum mánuðum eftir að meðferð hefst með þessum lyfjum. ICEBIO-gagnagrunninum verður lýst, meðal annars með tilliti til staðlaðs einstaklingsbundins árangursmats. Alyktanir: ICEBIO gefur einnig möguleika á sjálfvirkri skýrslugerð sem er mikilvægur þáttur í gæðaeftirliti á notkun dýrra lyfja. Þá verður ICEBIO-gagnagrunnurinn mikilvægt rannsóknartæki í framtíðinni. * Fyrir hönd ICHBIO-hópsins, hann skipa: Arnór Víkingsson, Arni Jón Geirsson, Björn Guðbjömsson, Bjöm Rúnar Lúðvíksson, Gerður Gröndal, Helgi Jónsson, Kristján Steinsson, Sigríður Valtýsdóttir, Þórunn Jónsdóttir og Þorvarður Jón Löve. V 99 Menntun, starfsvettvangur og framtíðarhorfur á vinnumarkaði íslenskra skurðlækna Tómas Guðbjartsson1-1, Halla Viðarsdóttir1, Sveinn Magnússon2 ‘Skurðlækningasviði Landspítala, 2heilbrigðisráðuneytinu, 3læknadeild HÍ tomasgud@landspitali. is Inngangur: Hér á landi hefur vantað upplýsingar um menntun íslenskra skurðlækna og framtíðarhorfur á vinnumarkaði. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin náði til allra íslenskra skurðlækna sem útskrifaðir eru frá læknadeild HÍ, í öllum undirsérgreinum skurðlækninga, og búsettir eru á íslandi eða erlendis. Safnað var upplýsingum um sérgrein, menntunarland og prófgráður, en einnig lagt mat á framboð og eftirspum á vinnumarkaði fram til ársins 2025. Beitt var nálgunum, meðal annars að þörf fyrir þjónustu skurðlækna myndi haldast óbreytt miðað við íbúafjölda. Niðurstöður: Af 237 skurðlæknum með sérfræðiréttindi í ágúst 2008 voru tveir af hverjum þremur búsettir á íslandi og 36 komnir á eftirlaun. Rúmlega tveir þriðju höfðu stundað sérnám í Svíþjóð og flestir störfuðu innan bæklunar- (26,9%) og almennra skurðlækninga (23,9%). Meðalaldur skurðlækna á íslandi var 52 ár og 44 ár erlendis. Hlutfall kvenna var 8% á íslandi en 17,4% á meðal 36 lækna í sérnámi erlendis. Alls höfðu 19,7% lokið doktorsprófi. Spár benda til að árið 2025 muni framboð og eftirspurn eftir skurðlæknum á íslandi að mestu haldast í hendur, en í þessum útreikningum er ekki Iitið sérstaklega á vinnumarkað þeirra erlendis. Alyktanir: Þriðjungur íslenskra skurðlækna er búsettur erlendis. Hlutfall kvenna er lágt en fer hækkandi. Næsta áratug munu margir skurðlæknar á Islandi fara á eftirlaun og endurnýjun því fyrirsjáanleg. Framboð og eftirspum virðast í þokkalegu jafnvægi hér á landi en erfiðara er að ráða í þróun vinnumarkaðs skurðlækna erlendis. Rétt er þó að hafa í huga að óvissuþættir eru margir í þessum útreikningum og ná ekki til einstakra undirsérgreina. V 100 Þróun meðferðar. Markviss stuðningur við fjölskyldur á bráðageðdeildum Hydís Kristín Sveinbjarnardóttir, Hrla Kolbrún Svavarsdóttir Landspítali og Háskóli íslands eydissve@landspitali.is Inngangur: Streita og vanlíðan eru algeng tilfinningaleg viðbrögð hjá fjölskyldumeðlimum þegar náin aðstandandi veikist af geðsjúkdómi Þessum viðbrögðum hefur verið lýst í erlendum og íslenskum rannsóknum. Rannsóknir hafa sýnt fram á vísbendingar um að með viðeigandi stuðningsaðferðum er hægt að fyrirbyggja og minnka áhrif alvarlegra geðsjúkdóma á nána fjölskyldumeðlimi, foreldra, maka, börn og jafnvel systkini, og minnka þannig millikynslóðaflutning (intergenerational transfer) geðrænna einKenna og vanlíðanar. Efniviður og aðferðir: Markviss stuðningur var þróaður með nýjum aðferðum fyrir fjölskyldur geðsjúkra. Hjúkrunarfræðingar starfandi á bráðageðdeild veittu 60 fjölskyldum stuðninginn í tengslum við hálfstaðlaða tilraunarannsókn (quasi experimental). Hún var framkvæmd á geðsviði Landspítala á árunum 2008 og 2009. Stuðningurinn var annars vegar þróaður út frá þverfræðilegum kenningargrunni fjölskyldumeðferðarfræða og hins vegar niðurstöðum rannsókna á þörfum fjölskyldna geðsjúkra. Niðurstöður: Aðferðum og inntaki markviss stuðnings er lýst. Til að gefa innsýn inn í stuðninginn sem fjölskyldurnar 60 fengu er brugðið upp klínískri frásögn af Jóni sem er sjúklingur á bráðageðdeild. Hann er að fást við geðrofseinkenni, fíkn og sjálfsvígshugsanir. Jón hefur ekki talað við föður sinn síðastliðin fimm ár. Sagt er frá því hvemig hjúkrunarfræðingur veitti þeim feðgum markvissan stuðning samkvæmt framangreindum stuðningsaðferðum og hvernig þær bættu samskipti og tengsl á milli þeirra. Ályktanir: í ljósi vísbendinga um klínískan árangur markvissra stuðningsaðferða ætti að innleiða skýrara verklag og/eða klínískar leiðbeiningar varðandi stuðning við fjölskyldur. Einnig þarf að auka þekkingu hjúkrunarfræðinga og annarra fagmanna í markvissum stuðningsaðferðum við þær. V 101 Tengsl þess að hætta snemma notkun þunglyndislyfja við markaðs- og kerfisákvarðanir í lyfjamálum Anna Birna Almarsdóttir1-3, Ingunn Björnsdóttir2, Atli Sigurjónsson1 ‘Lyfjafræöideild HÍ, 2heilbrigðisráðuneytinu, Vannsóknastofnun um lyfjamál HÍ annaba@hi.is Inngangur: Mismunandi greiðsluþátttökureglur giltu hérlendis fyrir þunglyndislyf varðandi hámarkstímalengd greiðsluþátttöku. í flokki sérhæfðra serótónín endurupptökuhemla (SSRI) gilti 30 daga hámark og í flokki serótónín-noradrenalín endurupptökuhemla (SNRI) gilti 100 daga hámark. Þessum reglum var breytt 1. mars 2009 og varð 100 dagar fyrir báða flokka. Markmiðið var að meta hvort það að hætta notkun snemma í flokkum SSRI- og SNRI-lyfja tengdist mismunandi greiðsluþátttöku og verði Iyfjanna. 114 LÆKNAblaðiö 2011/97
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.