Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 108

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 108
XV VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 66 V 79 Fæðutengd lífsgæði sex mánaða til þriggja ára íslenskra barna. Inngangsrannsókn Kristín Erla Sveinsdóttir1, Þorbjörg Þórhildur Snorradóttir’, Guðrún Kristjánsdóttir1,2 'Hjúkrunarfræöideild HÍ, 2Barnaspítala Hringsins gkrist@hi.is Inngangur: Að lifa með vandamálum tengdum fæðuinntekt er áskorun og sýnt er að fæðuóþol og fæðuofnæmi hafi aukist meðal barna. Þörf er á rannsóknum á áhrifum fæðtengdra vandamála á heilsu barna og daglegt líf þeirra og fjölskyldna þeirra. Tilgangur er að kanna fæðutengd lífsgæði sex mánaða til þriggja ára íslenskra barna. Niðurstöður eru svo bornar saman við niðurstöður DunnGalvin og félaga og nýlega rannsókn um lífsgæði íslenskra barna með fæðuofnæmi þar sem spurningalistinn FAQLQ-PF hefur verið notaður. Rannsóknarspumingar til hliðsjónar voru: Hefur fæða áhrif á heilsutengd lífsgæði barna? Er munur á fæðutengdum lífsgæðum barna almennt og þeirra sem greinst hafa með fæðuofnæmi? Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er megindleg, lýsandi, samanburðarrannsókn og var snjóboltaúrtak 50 foreldrar barna á aldrinum sex mánaða til þriggja ára sem ekki hafa verið greind með fæðuofnæmi. Aðlagaður spurningalisti DunnGalvin og fleiri Food quality of life questionnaire - parental form (AðFQLQ-PF) var lagður fyrir foreldra þessara barna. Niðurstöður: Niðurstöður sýndu að einu þættirnir sem fá lakari meðaltal lífsgæða hjá börnum án fæðuofnæmis (AðFQLQ-PF) eru þættir sem varða tilfinningaleg áhrif fæðu á barnið svo sem kvíði, pirringur og hræðsla við að prófa fæðu sem það þekkir ekki. Niðurstöður rannsókna á bömum með fæðuofnæmi með notkun FAQLQ-PF sýndu hins vegar lakari meðaltal lífsgæða í öllum öðrum þáttum og gefur vísbendingar um að fæðuofnæmi hafi í heild neikvæð áhrif á lífsgæði barnanna. Alyktanir: Af niðurstöðunum má álykta að fæða geti haft áhrif á lífsgæði bama almennt það er hún valdi kvíða, pirringi og hræðslu. Þær sýna einnig að fæðuofnæmi hefur mælanlega neikvæð áhrif á börn með greint fæðuofnæmi í flestum þeim þáttum sem mældir voru. Tilefni til frekari rannsóknar er hve hátt böm almennt skora á spurningum tengdum tilfinningalegum áhrifum fæðu á þau. V 80 Tengsl félagsaðstæðna og breytinga á depurðareinkennum hjá móður við breytingar á líðan barna í fjölskyldumeðferð við offitu Ólöf Elsa Björnsdóttir1, Þrúður Gunnarsdóttir13, Unnur A. Valdimarsdottir1, Urður Njarðvík1, Anna S. Ólafsdóttir1, Örn Ólafsson1, Ragnar Bjarnason1-2'3 'Miðstöð í lýðheilsuvísindum HÍ, 2Háskóla íslands, 3Landspítala oeb1@hi.is Tilgangur: Að skoða hvort félagsaðstæður og breytingar á depurðareinkennum hjá foreldrum hafi áhrif á breytingar á líðan bams í meðferð við offitu þegar barnið metur sjálft líðan sína. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur í rannsókninni voru sextíu og eitt bam og foreldrar þeirra sem luku fjölskyldumeðferð fyrir of feit börn á Barnaspítala Hringsins. Sjálfsmatskvarðar voru notaðir fyrir og eftir meðferð til að meta depurðareinkenni hjá foreldrum og depurð, kvíða og sjálfsmynd barnanna. Einnig var notast við líkamsmælingar þátttakenda fyrir og eftir meðferð. Notast var við fylgniútreikninga og dreifigreiningu fyrir endurteknar mælingar til að skoða tengsl. Niðurstöður: Ekki voru tengsl á milli félagsaðstæðna fjölskyldu né breytinga á depurðareinkennum hjá móður við breytingar á líðan barna £ meðferðinni. Hins vegar kom í ljós að breyting á einkennum depurðar og kvíða bams tengdist aldri móður. Meiri minnkun varð á depurðar- og kvíðaeinkennum hjá börnum yngri mæðra en þeirra eldri. Niðurstöður okkar sýndu jafnframt að jákvæð breyting á sjálfsmynd bama var háð því hvernig þeim gekk að ná stjórn á þyngd sinni. Strákar sýndu meiri jákvæðar breytingar á einkennum kvíða en stelpur. Alyktanir: Af niðurstöðum okkar má draga þá ályktun að breyting á depurðareinkennum hjá móður hafi ekki áhrif á breytingar á líðan barna í offitumeðferð, þegar barnið sjálft metur líðan sína. Þörf er á frekari rannsóknum þar sem líðan barns er metin af fleirum en einum aðila. Offita meðal bama er alvarlegt lýðheilsuvandamál og því er mikilvægt að til séu meðferðarúrræði sem sýna heildrænan árangur. V 81 Réttmæti norræns spurningalista við að meta hreyfingu barna og unglinga á íslandi Rósa Ólafsdóttir, Sigrún Hreiðarsdóttir, Svandís Sigurðardóttir, Þórarinn Sveinsson Rannsóknarstofu í hreyfivísindum og Lífeðlisfræðistofnun Heilbrigðisvísindasviði HÍ thorasve@hi.is Inngangur: Lítil hreyfing er talin einn af meginorsakaþáttum ofþyngdar og aukinnar tíðni heilsufarslegra áhættuþátta hjá börnum og unglingum í hinum vestræna heimi. Er ísland þar engin undantekning. í júlí 2006 birti Norræna ráðherranefndin aðgerðaráætlun um bætt mataræði og aukna líkamlega hreyfingu. Mikilvægur þáttur í aðgerðaráætluninni er að þróa einfalda mælikvarða sem unnt er að nota til þess að fylgjast með og bera saman þróun þyngdar, mataræðis og hreyfingar meðal íbúa á Norðurlöndunum. Markmið þessarar rannsóknarinnar er að meta réttmæti spurninga um hreyfingu hjá börnum og unglingum. Efniviður og aðferðir: Spurrúngalistar voru samdir á ensku af fulltrúaráði skipuðu sérfræðingum £ hreyfingu frá öllum Norðurlöndunum og síðan þýddir á öll Norðurlandamálin. Foreldrar 7-12 ára barna svara spurningunum fyrir börnin en 13-17 ára unglingar svara spurningum sjálfir. Óskað var eftir sjálfboðaliðum i tveimur grunnskólum í þéttbýli á íslandi til að taka þátt i rannsókninni. Þegar þátttakendur höfðu haft hröðunarmæli á sér f að minnsta kosti sjö daga var hringt i þá og spumingarnar lagðar fyrir þá. Svör við spurningunum voru síðan borin saman við gögnin af hröðunarmælunum með pöruðu t-prófi og Pearson fylgnistuðlum. Niðurstöður: Fullnægjandi gögnum skiluðu 35 unglingar og 52 böm. Samkvæmt spurningalistunum hreyfðu börnin sig af miðlungs eða mikilli ákefð í 7,5 klst/viku að meðaltali (SF=3,6) en 6,8 klst/viku (3,3) samkvæmt hröðunarmælinum (p=0,22). Fylgnin á milli mæliaðferðanna var 0,40 (p=0,003). Unglingarnir hreyfðu sig af sömu ákefð í 8,0 klst/ viku (3,8) samkvæmt spurningunum en 5,8 klst/viku (3,2) samkvæmt hröðunarmælunum (p=0,001) og fylgnin var 0,48 (p=0,003). Ályktanir: Réttmæti spurningalistans er sambærilegt við það sem þekkist fyrir ítarlegri spurningarlista. V 82 Ofnæmi hjá ungum íslendingum Anna Freyja Finnbogadóttir', Björn Árdal1-2, Herbert Eiríksson1'2, Helgi Valdimarsson2J, Bjöm Rúnar Lúðvíksson23, Ásgeir Haraldsson1'2 'Bamaspítala Hringsins, 2læknadeild HÍ, 3rannsóknastofu í ónæmisfræöi Landspítala asgeihdlandspitali. is Inngangur: Ofnæmissjúkdómar, ofnæmiskvef, astmi og exem eru víða vaxandi vandamál, einkum hjá börnum. Mikilvægt er að þekkja sjúkdómana, breytingar á birtingarmynd og algengi auk meðferðar. Rannsóknarhópurinn hefur fylgt eftir hópi einstaklinga í rúma tvo 108 LÆKNAblaðiö 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.