Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 34

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 34
XV VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 66 og skýrar greinóttar formgerðir (til dæmis PZHPV7) sambærilegar þeim sem einkenna blöðruhálskirtilinn mynduðust í sumum frumulínunum. Alyktanir: Líkanið nýtist til að varpa ljósi á áhrif erfðaþátta blöðru- hálskirtilskrabbameins á vefja- og frumusérhæfða genatjáningu á 8q24 svæðinu. E 51 Áhrif blóðflögulýsata framleiddum úr útrunnum blóðflögueiningum á fjölgun og sérhæfingu mesenchymal stofnfrumna Hulda Rós Gunnarsdóttir12, Ramona Lieder12, Björn Harðarson1, jóhannes Bjömsson3, Þorbjöm Jónsson1, Sveinn Guðmundsson1, Brendon Noble4-5, Ólafur E. Sigurjónsson1’ 'Blóðbankanum Landspítala, 2tækni- og verkfræðideild HR, ^rannsóknastofu í meinafræði Landspítala, 4MRC Centre for Regenerative Medicine, Edinborg, 5University Campus Suffolk oes@landspitali. is Inngangur: Mesenchymal stofnfrumur (MSC) er meðal annars að firrna í beinmerg og hafa miklar vonir verið bundnar við notkun þeirra í læknisfræðilegri meðferð í framtíðinni. Eitt vandamál við slíkt er nauðsyn þess að nota kálfasermi til að fjölga þeim ex vivo. Galli við kálfasermi er að hætta er á ónæmisvari gegn próteinum sem þar er að finna og ýmsum sýkingarögnum sem geta valdið skaða í frumuþegum. Tilgangur þessa verkefnis er að athuga áhrif þess að rækta MSC frumur með blóðflögulýsötum, unnum úr ferskum (HPLF) eða útrunnum (HPLÚ) blóðflögum á fjölgun, sérhæfingu og virkni þeirra in vitro. Efniviður og aðferðir: Mesenchymal stofnfrumur, einangraðar úr beinmerg, voru ræktaðar með HPLF eða HPLÚ og bornar saman við frumur ræktaðar með sérvöldu kálfasermi. Áhrif á MSC var athugað með greiningu á yfirborðssameindum í frumuflæðisjá, hæfni frumna til fjölgunar og hæfileika þeirra til sérhæfingar. Einnig var kannað hvort MSC frumur ræktaðar á þennan máta gætu bælt T-frumu fjölgun og innihald blóðflögulýsata greint með vaxtarþáttarprófi. Niðurstöður: Mesenchymal stofnrumur ræktaðar með HPLF eða HPLÚ fjölga sér jafn vel og MSC frumur ræktaðar í kálfa sermi. Engin breyting er á tjáningu yfirborðsameinda sem einkenna MSC frumur. Hins vegar sjáum við aukningu í bein- og fitusérhæfingu en lakari brjósksérhæfingu í frumum ræktuðum í HPLF eða HPLÚ. Ályktanir: Hægt er að að fjölga MSC frumum með blóðflögulýsati unnu úr útrunnum blóðflögueiningum. Hins vegar þarf að kanna nánar hvaða áhrif slíkt hefur á sérhæfingu frumnanna. E 52 Gildi endurtekinna anti-neutrophil cytoplasmic antibody (ANCA) mælinga hjá sjúklingum með ANCA-tengda æðabólgu. Safngreining Gunnar Tómasson''2,Peter C. Grayson1, Alfred Mahr3, Michael LaValley1, Peter A. Merkel1 'Boston University, 2Læknasetrinu, 3Höpital Cochin, París gunnar. tomasson@gmail. com Inngangur: Skiptar skoðanir eru um gildi endurtekinna anti-neutrophil cytoplasmic antibody (ANCA) mælinga hjá sjúklingum með staðfesta ANCA-tengda æðabólgu (AAV). Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvort hækkun á ANCA eða stöðugt jákvætt ANCA próf hjá sjúklingum í sjúkdómshléi spái fyrir um endurkomu sjúkdóms. Efniviður og aðferðir: Leit var gerð í MEDLINE og EMBASE gagnagrunnunum. Rannóknir með að minnsta kosti 10 þátttakendum, þar sem mögulegt var að reikna bæði næmi og sértæki fyrir hækkun á ANCA og/eða stöðugt jákvæðu ANCA á endurkomu sjúkdóms, voru notaðar. Líkindahlutföll voru reiknuð fyrir hverja rannsókn og dregin saman í samantektargildi. I2 - gildi voru reiknuð sem mælikvarði á misleitni og safn-aðhvarfsgreining (meta-regression) var notuð til að kanna hugsanlegar orsakir misleitni. Niðurstöður: Níu rannsóknir um hækkun á ANCA og níu rannsóknir um stöðugt jákvætt ANCA voru notaðar. Samantektargildi fyrir jákvætt líkindahlutfall (LR+) og neikvætt lfkindahlutfall (LR-) fyrir hækkun á ANCA voru 2,84 (95% öryggisbil: 1,65-4,90) og 0,49 (95% öryggisbil: 0,27-0,87) fyrir endurkomu sjúkdóms. Samantektar LR+ og LR- fyrir stöðugt jákvætt ANCA voru 1,97 (95% öryggisbil: 1,43-2,70) og 0,73 (95% öryggisbil: 0,50-1,06) fyrir endurkomu sjúkdóms. Það var töluverð misleitni milli einstakra rannsókna sem skýrðist að nokkru leyti af mismunandi tíðni ANCA mælinga. Ályktanir: Bæði hækkun á ANCA eða stöðugt jákvætt ANCA hjá sjúklingum með AAV í sjúkdómshléi hafa takmarkað forspárgildi fyrir endurkomu sjúkdóms. Samanteknar niðurstöður birtra rannsókna styðja þannig ekki notkun endurtekinna ANCA mælinga í sjúkdómshléi til að fyrirbyggja endurkomu sjúkdóms. E 53 Má einfalda sjúkdómsgreiningu á heilkenni Sjögrens? Hrafnhildur K. Jónsdóttir1, W. Peter Holbrook2, Eysteinn Pétursson', Heiðar I. Eyjólfsson4, Gunnar Stefánsson4, Björn Guðbjörnsson1-3 'Landspítala, 3tannlæknadeild, læknadeild, 4raunvísindadeild HÍ bjorngu@landspitali.is Inngangur: Heilkenni Sjögrens (SS) einkennist af slímhúðarþurrki í augum og munni, þreytu og stoðkerfisverkjum. Heilkennið fylgir oft öðrum gigtarsjúkdómum (sSS)), en kemur einnig fyrir eitt og sér án annarra bólgusjúkdóma (pSS). Algengi augn- og munnþurrks á fslandi er 12-20%, á meðan algengi pSS er eingöngu 0,2%. Samkvæmt nýjum, alþjóðlegum greiningarskilmerkjum þarf skoðun hjá gigtar-, augn- og tannlækni, auk þess blóðrannsóknir, myndgreiningu og skoðun á vefjasýni frá slímhúð til þess að staðfesta pSS. Skilmerki þessi henta frekar til vísindarannsókna, en daglegrar læknisþjónustu. Markmiðið var að kanna hvort unnt væri að einfalda ferilinn við sjúkdómsgreiningu á pSS og draga þannig úr óþægindum fyrir sjúklinginn og lækka rannsóknarkostnað. Efniviður og aðferðir: Þrjátíu og sjö konur með augn- og munnþurrk gengust undir kerfisbundna rannsókn með tilliti til pSS: læknisskoðun; blóðprufur (ANA, SSA og SSB), mælingar á munnvatnsflæði og táraframleiðslu, ásamt myndgreining. Ellefu konur fóru í sýnatöku frá neðri vör. Niðurstöður: Tólf konur uppfylltu skilmerkin fyrir pSS, sjö konur voru með sSS og 18 konur með þurrkeinkenni af öðrum toga. Mótefni gegn SSB og SSA var besta spágildið fyrir pSS. Þá óeðlileg myndgreining með ísótópum, skert munnvatnsrennslismæling og loks skert táraframleiðsla. Jákvætt ANA-próf og óeðlileg ísótópararmsókn fannst hjá 58% allra með pSS. Ályktanir: Niðurstöður styðja að uppvinnsla á pSS fari eftir þrepanálgun: á eftir ítarlegu læknisviðtali yrði munnvatns- og táraframleiðsla mæld og síðan gigtarpróf (SSB, SSA). Ef greining er enn óljós mætti gera ísótópagreiningu og enda á vefjasýnatöku. Vandað rannsóknarval getur sparað tíma og fjármuni og dregið úr óþægindum fyrir sjúklinginn. 34 LÆKNAblaðið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.