Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 23

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 23
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 66 E 16 Áhrif sex vikna hatha jógaiðkunar á sálræn einkenni í kjölfar jarðskjálfta Kolbnín Þórðardóttir', Unnur A. Valdimarsdóttir1,2, Ragnhildur Guðmundsdóttir’, Helga Zoéga1, Berglind Guðmvmdsdóttir114 Miðstöð í lýðheilsuvísindum HÍ, 2Dept. of Medical Epidemiology and Biostatistics, Karolinska nstitutet Stokkhólmi, 3áfallateymi bráðasviðs og geðsviðs Landspítala, 4sálfræðideild HÍ kolbrun t@mmedia. is Inngangur: Rannsóknir benda til þess að jógaiðkun geti dregið úr streitu, kvíða og þunglyndi og margar kannanir sýna að fólk leitar í auknum mæli eftir óhefðbundnum leiðum til að efla heilsu sína. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum jóga á streitueinkenni eftir náttúruhamfarir. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna áhrif reglubundinnar hatha jógaiðkunar á sálræn einkenni í kjölfar jarðskjálfta. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var gerð í febrúar 2009, átta mánuðum eftir stóran jarðskjálfta sem varð á Suðurlandi 29. maí 2008. Um var að ræða jógaíhlutun í tilraunahópi með samanburðarhóp til viðmiðunar. Þátttakendur voru 58 og bjuggu á jarðskjálftasvæðum á Selfossi og í Hveragerði. Þátttakendum var skipt í tvo hópa eftir búsetu, annar hópurinn fékk 60 mínútna jógaþjálfun tvisvar í viku, í sex vikur, meðan hinn hópurinn var á biðlista til samanburðar. jógaíhlutun fólst 1 mildum jógaæfingum, öndun, hugleiðslu og slökun. Viðurkenndir spurningalistar voru lagðir fyrir alla þátttakendur við upphaf og iok íhlutunar. Tölfræðiprófið MANOVA var notað til að meta mun á hópunum fyrir og eftir íhlutun. Niðurstöður: Við upphaf rannsóknarinnar var ekki marktækur munur milli hópanna hvað varðar lýðfræðilega þætti og streitueinkenni. Eftir íhlutun greindi jógahópurinn frá marktækt betri svefni og samskiptum en samanburðarhópurinn. Báðir hópar sýndu minni streitu, kvíða og Þunglyndi eftir jógaíhlutun. Alyktanir: Reglubundin hatha jógaiðkun getur bætt svefn og samskipti. Hatha jóga er auðveld leið til sjálfshjálpar og ákjósanleg viðbótarmeðferð 1 almennu heilbrigðiskerfi til að bæta heilsu og lífsgæði. Þörf er á stærri Ungtíma samanburðarrannsóknum á áhrifum hatha jóga á áfallastreitu, kvíða og þunglyndi í kjölfar náttúruhamfara. E 17 Áhrif þungbærrar lífsreynslu á líðan björgunarsveitarmanna á Islandi Asdís Eir Símonardóttir1, Berglind Guðmundsdóttir1'2'3 álfræðideild HÍ, 2áfallateymi bráða- og geðsviðs Landspítala, 3Miðstöð í lýðheilsuvísindum HÍ Inngangur: Þegar náttúruhamfarir, stórslys eða önnur áföll gerast eru Þa^ gjarnan björgunarsveitarmenn sem koma fyrstir til hjálpar. hrátt fyrir mikilvægi vinnunnar eru sálrænar afleiðingar hennar lítið rannsakaðar. Markmið rannsóknarinnar var að kanna tíðni áfalla, sálrænar afleiðingar áfalla og bjargráð meðal björgunarsveitarmanna. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru 277björgunarsveitarmenn (83% karlar) á útkallslista Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Spurningalistar körtnuðu lýðfræðilegar upplýsingar, reynslu af björgunarsveitarstörfum, áfallastreitueinkenni, þunglyndi og bjargráð. Niðurstöður: Helstu niðurstöður voru að 12,3% þátttakenda greindu frá marktækum áfallastreitueinkennum og 8,7% þeirra greindu frá miðlungs til alvarlegra þunglyndiseinkenna. Slys og náttúruhamfarir '°ru algengustu áföllin sem þátttakendur upplifðu tengt starfi í jörgunarsveit en lífshættulegur sjúkdómur, líkamsárás og kynferðislegt °fbeidi voru algengustu áföllin sem voru ótengd starfi í björgunarsveit. ^elr sem upplifðu áföll ótengt starfi í björgunarsveit voru líklegri til að upplifa áfallastreitueinkenni og þunglyndi en þeir sem upplifðu áföll tengt björgunarsveitarstarfinu. Þeir sem greindu frá tilfinningamiðuðum bjargráðum eða forðun til að takast á við áföll upplifðu meiri áfallastreitueinkenni og þunglyndi en þeir sem síður notuðu slík vamarviðbrögð. Ályktanir: Niðurstöður sýna að tíðni áfalla meðalbjörgunarsveitarmanna er nokkuð há. Þótt meirihluti björgunarsveitarmanna upplifi ekki langvarandi sálræn vandamál í kjölfar starfsins þá tekst hluti þeirra á við alvarlegar sálrænar afleiðingar. Þessar niðurstöður gefa vísbendingu um að huga þurfi betur að sálrænum þörfum björgunarsveitarmanna og að þeim bjargráðum sem björgunarsveitarmenn nota til að takast á við erfiða lífsreynslu sem starfinu fylgir. E 18 Sjónrýmdarvinnsluminni og stýrifærni hjá geðklofasjúklingum og viðmiðunarhópum með og án eintakabreytileika í erfðamenginu Sólveig Rósa Davíösdóttir1, Sunna Arnarsdóttir1, Brynja Björk Magnúsdóttir1, Heimir Snorrason2, Sólveig Hlín Kristjánsdóttir2, ísafold Helgadóttir1, Magnús Haraldsson1-3, Hannes Pétursson1;í, Engilbert Sigurðsson1'3 'Geðsviði Landspítala, 2Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna, 3læknadeild HÍ engilbs@landspitali. is Inngangur: f erfðamengi flestra, heilbrigðra og sjúkra, er að finna eintakabreytileika,úrfellingareðamargfaldamrsamfelldralitnmgasvæða. Nýverið hefur verið unnt að tengja tiltekna eintakabreytileika við einhverfu. Rannsóknir sýna að sumir eintakabreytileikar auka mjög hættu á geðklofa þótt þeir séu sjaldgæf orsök. Geðklofasjúklingar stríða oft við væga vitræna skerðingu, sér í lagi skerðingu á vinnsluminni og stýrifærni. Lítið er vitað um hvort eintakabreytileiki hjá einstaklingum úr almennu þýði hefur áhrif á vitræna getu. Efniviður og aðferðir: í rannsókninni var tengsla leitað á milli eintakabreytileika, tiltekinna mælanlegra svipgerða, geðklofa og þroskahamlana. Þátttakendur voru tæplega 300 og skiptust í þrjá hópa: sjúklingahóp með geðklofagreiningu, viðmiðunarhóp með eintakabreytileika og viðmiðunarhóp án eintakabreytileika. Taugasálfræðipróf voru framkvæmd auk annarra mælinga. Kynntar verða frumniðurstöður úr tveimur slíkum prófum. Niðurstöður: Frammistaða var marktækt lakari hjá geðklofasjúklingum en viðmiðunarhópunum tveimur í prófum er reyna á sjónrýmdar- vinnsluminni og stýrifærni. Frammistaða viðmiðunarhóps með eintaka breytíieika var jafnframt marktækt verri en sama viðmiðunarhóps án eintakabreytileika á prófi sem mælir sjónrýmdarvinnsluminni. Ekki fannst marktækur munur á stýrifærni á milli viðmiðunarhópanna tveggja. Ályktanir: í samræmi við fyrri rannsóknir var frammistaða sjúklinga í báðum prófum slakari en viðmiðunarhópa. Niðurstöður benda til vitrænnar skerðingar á afmörkuðum sviðum hjá einstaklingum í viðmiðunarhópi með eintakabreytileika en án geðrofssjúkdóms. LÆKNAblaðið 2011/97 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.