Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 66
XV VISINDARAÐSTEFNA Hl
FYLGIRIT 66
styrkjum. Boðefnaseytun var mæld með ELISA aðferð. Angafrumur,
meðhöndlaðar með vatnsútdráttum af horblöðku eða vallhumli, voru
einnig samræktaðar með ósamgena CD4+ T frumum og áhrif þeirra á
T frumufjölgun mæld með þrívetna týmidíni og áhrif á boðefnaseytun
mæld með ELISA aðferð.
Niðurstöður: Angafrumur þroskaðar í návist vatnsútdrátta af horblöðku
eða vallhumli sýndu lækkun á boðefnahlutfallinu IL-12p40/IL-10.
Ósamgena CD4+ T frumur, samræktaðar með angafrumum þroskuðum
með vatnsútdrætti af horblöðku eða vallhumli seyttu minna af IL-17 og
T frumur samræktaðar með angafrumum þroskuðum með útdrætti af
horblöðku seyttu einnig minna af IFN-y en CD4+T frumur samræktaðar
með angafrumum sem voru þroskaðar án útdráttar.
Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að vatnsútdrættir
af horblöðku og vallhumli leiði til ónæmisdempandi svipgerðar hjá
angafrumum sem dregur úr getu þeirra til að ræsa Thl7 frumusvar
hjá ósamgena CD4+ T frumum og einnig minnkar vatnsútdráttur af
horblöðku getu angafruma til að ræsa Thl frumusvar. Slík áhrif gætu
mögulega haft hagnýtt gildi við að draga úr sjálfsofnæmissjúkdómum
þar sem Thl og/eða Thl7 frumur eru ráðandi.
E 153 Etanólútdráttur af birkiberki dregur úr getu angafrumna
til að miðla Th1 svari og beinir ónæmissvarinu í átt að Th17
stjórnunarsvari
Jóna Freysdóttir1'2, Marinó Bóas Sigurpálsson,A4, Sesselja Ómarsdóttir4, Elín S.
Ólafsdóttir4, Arnór Víkingsson’, Ingibjörg Harðardóttir3
'Rannsóknastofu í gigtsjúkdómum, 2ónæmisfræðideild Landspítala, 3lífefna- og
sameindalíffræðistofu læknadeildar, 4lyfjafræðideild HÍ
jonaf@landspitali. is
Inngangur: Útdrættir úr birkiberki hafa verið notaðir í alþýðulækningum
til að meðhöndla ýmsa sjúkdóma, tii dæmis í húð og liðum, og
vegna verkjastillandi áhrifa þeirra. Niðurstöður úr in vitro og in vivo
rannsóknum sýna að útdrættir úr birkiberki hafa áhrif á stjórnun
ónæmissvara og hafa þau einkum verið tengd við ýmsa tríterpena
sem finnast í miklu magni í birkiberki. Markmið rannsóknarinnar var
að kanna áhrif barkar af íslenska birkinu (Betula pubescens) á þroskun
angafrumna og getu þeirra til að miðla T frumu svari.
Efniviður og aðferðir: Etanólútdráttur var gerður úr þurrkuðum
birkiberki og hann þáttaður í fimm þætti (I-V) með mismunandi hlutfalli
af díklórmetani og metanóli. Óþroskaðar angafrumur voru þroskaðar
með eða án útdráttar og þátta I-V í nokkrum styrkjum og áhrif þeirra á
þroskunina metin með því að mæla boðefnaseytun með ELISA aðferð
og tjáningu á yfirborðssameindum með frumuflæðisjá. Angafrumur
þroskaðar í návist eða án útdráttar og þátta III og IV voru samræktaðar
með ósamgena CD4+ T frumum og frumufjölgun mæld með innlimun
3H-tímidíns og boðefnaseytun með ELISA aðferð.
Niðurstöður: Etanólútdráttur og þættir III og IV drógu úr IL-6, IL-10
og IL-12p40 seytingu angafrumna og einnig úr tjáningu á CD86, CCR7
og DC-SIGN miðað við angafrumur þroskaðra án efna. Frumufjölgun
ósamgena CD4+ T frumna sem voru samræktaðar með angafrumum
sem höfðu verið þroskaðar í návist þáttar IV var eins og frumufjölgun
T frumna sem voru samræktaðar með viðmiðunar angafrumum. Hins
vegar minnkaði seytun þeirra á IFN- á meðan seytun á IL-10 og IL-17
jókst.
Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til þess að börkur af íslenska birkinu
Betula pubescens innihaldi efni sem hafi áhrif á þroskun angafrumna og
dragi úr getu þeirra til að miðla Thl ónæmissvari en beini svarinu í Thl7
stjórnunarsvar.
E 154 Fyrstu viðbrögð þorsks við öflugu áreiti á ónæmiskerfið
Bergljót Magnadóttir1, Sigríður Steinunn Auðunsdóttir1, Berglind Gísladóttir2,
Birkir Þór Bragason1, Zophonías O. Jónsson3, Valerie H. Meier3, Sigríður
Guðmundsdóttir1
‘Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, 2Blóðbankanum, 3Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ
bergmagn@hi.is
Inngangur: Bráðasvar er fyrsta viðbragð ónæmiskerfisins í kjölfar
áverka, sýkingar eða vefjabreytinga, því fylgir breyting á styrk
svokallaðra bráðaprótína í sermi. Dæmigerð bráðaprótín spendýra
eru pentraxínin CRP og SAP. Pentraxín hafa greinst í sermi fiska en
hlutverk þeirra í bráðasvar óljóst. Tvær gerðir, CRP-PI og CRP-PII,
hafa greinst hjá þorski. Hér var bráðasvar framkallað í þorski og áhrif á
vessabundna þætti og genatjáningu ónæmisþátta könnuð, einnig áhrif
á átfrumuvirkni.
Efniviður og aðferðir: 1) Þorskur, 90 g að þyngd, frá Tilraunaeldisstöð
Hafrannsóknastofnunar, Stað, Grindavík, var hafður í 170 1 kerum og
skipt í tvo hópa: Hópur 1 var ómeðhöndlaður, hópur 2 var sprautaður
í vöðva með 1 ml kg1 af terpentínu. Blóðsýni og sýni úr nýra og milta
voru tekin fyrir meðhöndlun og eftir 1-168 klst. Eftirfarandi þættir voru
mældir í sermi: kortisól, heildarmagn prótína, pentraxína og IgM og
virkni náttúrulegra og sérvirkra mótefna og ensímtálma. Magnbundin
rauntíma PCR aðferð var notuð til að mæla genatjáningu pentraxína, C3,
ApoLP-AI, transferrin, IL-lþ og cathelicidin. 2) Þorskur, 125 g að þyngd,
var meðhöndlaður eins og að framan, sýni tekin úr nýra, hvítfrumur
einangraðar og átfrumuvirkni mæld.
Niðurstöður: Serumþættir: Bráðaáreiti leiddi til marktækrar hækkunar á
kortisóli, hámark eftir 72 klst., styrkur IgM og ensímtálmavirkni lækkaði
en aðrir þættir voru óbreyttir. Genatjáning: Aukin genatjáning var á
öllum þáttum á einhverjum tímapunkti í nýra en aðeins genatjáning IL-
lþ, transferrin og cathelicidin jókst í milta eftir 72 klst. Bráðaáreiti bældi
átfrumuvirkni.
Ályktanir: Bráðaáreiti hefur tiltölulega lítil en oft bælandi áhrif á
vessabundna þætti og bælir átfrumuvirkni. Örvun á genatjáningu,
einkum í nýra, var hins vegar marktæk, sérstaklega á boðefninu IL-lþ.
E 155 Ólík ræsing T-frumna hefur áhrif á tjáningu viðtaka á yfirborði
þeirra
Þórdís Emma Stefánsdóttir1-2, Hekla Sigmundsdóttir1-3
'Blóðmeinafræöideild Landspítala, 2iíf- og umhverfisvísindadeild, 3læknadeild HÍ
heMas@landspitali.ls
Inngangur: Ákveðnar samsetningar viðtaka miðla ratvísi T-frumna til
vefja. Þessi ratvísi T-frumna stjórnast af samskiptum sameinda á æðaþeli
við viðtaka á T-frumum. Meðal þeirra viðtaka sem miðla fari T-frumna
til húðar eru viðloðunarsameindin cutaneous lymphocyte antigen
(CLA) og efnatogsviðtakinn CCR4 sem stuðla að ratvísi frumnanna
inn í neðri húðlög. Tjáning þessara viðtaka ákvarðast við ræsingu
T-frumnanna þar sem sýnifrumur (til dæmis angafrumur) gegna
lykilhlutverki. Angafrumur eru fáar í blóði og því algengt að T-frumur
í rækt séu ræstar gegnum T-frumuviðtakann (með einstofna mótefnum
gegn CD3 og CD28). Spurningar vöknuðu um það hvort ólík ræsing
T-frumna hefði áhrif á tjáningu viðtakanna.
Markmið rannsóknarinnar er að bera saman áhrif ólíkrar ræsingar á
tjáningu ratvísisameinda á T-frumum sem miðla fari þeirra til húðar.
Efniviður og aðferðir: Mey- (CD45RO-) og minnis- (CD45RO+) T-frumur
voru einangraðar úr blóði. Átfrumur (mónócýtar) voru einangraðar úr
blóði og þroskaðar í angafrumur í rækt í sjö daga með IL-4 og GM-CSF.
66 LÆKNAblaðið 2011/97