Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 66

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 66
XV VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 66 styrkjum. Boðefnaseytun var mæld með ELISA aðferð. Angafrumur, meðhöndlaðar með vatnsútdráttum af horblöðku eða vallhumli, voru einnig samræktaðar með ósamgena CD4+ T frumum og áhrif þeirra á T frumufjölgun mæld með þrívetna týmidíni og áhrif á boðefnaseytun mæld með ELISA aðferð. Niðurstöður: Angafrumur þroskaðar í návist vatnsútdrátta af horblöðku eða vallhumli sýndu lækkun á boðefnahlutfallinu IL-12p40/IL-10. Ósamgena CD4+ T frumur, samræktaðar með angafrumum þroskuðum með vatnsútdrætti af horblöðku eða vallhumli seyttu minna af IL-17 og T frumur samræktaðar með angafrumum þroskuðum með útdrætti af horblöðku seyttu einnig minna af IFN-y en CD4+T frumur samræktaðar með angafrumum sem voru þroskaðar án útdráttar. Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að vatnsútdrættir af horblöðku og vallhumli leiði til ónæmisdempandi svipgerðar hjá angafrumum sem dregur úr getu þeirra til að ræsa Thl7 frumusvar hjá ósamgena CD4+ T frumum og einnig minnkar vatnsútdráttur af horblöðku getu angafruma til að ræsa Thl frumusvar. Slík áhrif gætu mögulega haft hagnýtt gildi við að draga úr sjálfsofnæmissjúkdómum þar sem Thl og/eða Thl7 frumur eru ráðandi. E 153 Etanólútdráttur af birkiberki dregur úr getu angafrumna til að miðla Th1 svari og beinir ónæmissvarinu í átt að Th17 stjórnunarsvari Jóna Freysdóttir1'2, Marinó Bóas Sigurpálsson,A4, Sesselja Ómarsdóttir4, Elín S. Ólafsdóttir4, Arnór Víkingsson’, Ingibjörg Harðardóttir3 'Rannsóknastofu í gigtsjúkdómum, 2ónæmisfræðideild Landspítala, 3lífefna- og sameindalíffræðistofu læknadeildar, 4lyfjafræðideild HÍ jonaf@landspitali. is Inngangur: Útdrættir úr birkiberki hafa verið notaðir í alþýðulækningum til að meðhöndla ýmsa sjúkdóma, tii dæmis í húð og liðum, og vegna verkjastillandi áhrifa þeirra. Niðurstöður úr in vitro og in vivo rannsóknum sýna að útdrættir úr birkiberki hafa áhrif á stjórnun ónæmissvara og hafa þau einkum verið tengd við ýmsa tríterpena sem finnast í miklu magni í birkiberki. Markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif barkar af íslenska birkinu (Betula pubescens) á þroskun angafrumna og getu þeirra til að miðla T frumu svari. Efniviður og aðferðir: Etanólútdráttur var gerður úr þurrkuðum birkiberki og hann þáttaður í fimm þætti (I-V) með mismunandi hlutfalli af díklórmetani og metanóli. Óþroskaðar angafrumur voru þroskaðar með eða án útdráttar og þátta I-V í nokkrum styrkjum og áhrif þeirra á þroskunina metin með því að mæla boðefnaseytun með ELISA aðferð og tjáningu á yfirborðssameindum með frumuflæðisjá. Angafrumur þroskaðar í návist eða án útdráttar og þátta III og IV voru samræktaðar með ósamgena CD4+ T frumum og frumufjölgun mæld með innlimun 3H-tímidíns og boðefnaseytun með ELISA aðferð. Niðurstöður: Etanólútdráttur og þættir III og IV drógu úr IL-6, IL-10 og IL-12p40 seytingu angafrumna og einnig úr tjáningu á CD86, CCR7 og DC-SIGN miðað við angafrumur þroskaðra án efna. Frumufjölgun ósamgena CD4+ T frumna sem voru samræktaðar með angafrumum sem höfðu verið þroskaðar í návist þáttar IV var eins og frumufjölgun T frumna sem voru samræktaðar með viðmiðunar angafrumum. Hins vegar minnkaði seytun þeirra á IFN- á meðan seytun á IL-10 og IL-17 jókst. Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til þess að börkur af íslenska birkinu Betula pubescens innihaldi efni sem hafi áhrif á þroskun angafrumna og dragi úr getu þeirra til að miðla Thl ónæmissvari en beini svarinu í Thl7 stjórnunarsvar. E 154 Fyrstu viðbrögð þorsks við öflugu áreiti á ónæmiskerfið Bergljót Magnadóttir1, Sigríður Steinunn Auðunsdóttir1, Berglind Gísladóttir2, Birkir Þór Bragason1, Zophonías O. Jónsson3, Valerie H. Meier3, Sigríður Guðmundsdóttir1 ‘Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, 2Blóðbankanum, 3Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ bergmagn@hi.is Inngangur: Bráðasvar er fyrsta viðbragð ónæmiskerfisins í kjölfar áverka, sýkingar eða vefjabreytinga, því fylgir breyting á styrk svokallaðra bráðaprótína í sermi. Dæmigerð bráðaprótín spendýra eru pentraxínin CRP og SAP. Pentraxín hafa greinst í sermi fiska en hlutverk þeirra í bráðasvar óljóst. Tvær gerðir, CRP-PI og CRP-PII, hafa greinst hjá þorski. Hér var bráðasvar framkallað í þorski og áhrif á vessabundna þætti og genatjáningu ónæmisþátta könnuð, einnig áhrif á átfrumuvirkni. Efniviður og aðferðir: 1) Þorskur, 90 g að þyngd, frá Tilraunaeldisstöð Hafrannsóknastofnunar, Stað, Grindavík, var hafður í 170 1 kerum og skipt í tvo hópa: Hópur 1 var ómeðhöndlaður, hópur 2 var sprautaður í vöðva með 1 ml kg1 af terpentínu. Blóðsýni og sýni úr nýra og milta voru tekin fyrir meðhöndlun og eftir 1-168 klst. Eftirfarandi þættir voru mældir í sermi: kortisól, heildarmagn prótína, pentraxína og IgM og virkni náttúrulegra og sérvirkra mótefna og ensímtálma. Magnbundin rauntíma PCR aðferð var notuð til að mæla genatjáningu pentraxína, C3, ApoLP-AI, transferrin, IL-lþ og cathelicidin. 2) Þorskur, 125 g að þyngd, var meðhöndlaður eins og að framan, sýni tekin úr nýra, hvítfrumur einangraðar og átfrumuvirkni mæld. Niðurstöður: Serumþættir: Bráðaáreiti leiddi til marktækrar hækkunar á kortisóli, hámark eftir 72 klst., styrkur IgM og ensímtálmavirkni lækkaði en aðrir þættir voru óbreyttir. Genatjáning: Aukin genatjáning var á öllum þáttum á einhverjum tímapunkti í nýra en aðeins genatjáning IL- lþ, transferrin og cathelicidin jókst í milta eftir 72 klst. Bráðaáreiti bældi átfrumuvirkni. Ályktanir: Bráðaáreiti hefur tiltölulega lítil en oft bælandi áhrif á vessabundna þætti og bælir átfrumuvirkni. Örvun á genatjáningu, einkum í nýra, var hins vegar marktæk, sérstaklega á boðefninu IL-lþ. E 155 Ólík ræsing T-frumna hefur áhrif á tjáningu viðtaka á yfirborði þeirra Þórdís Emma Stefánsdóttir1-2, Hekla Sigmundsdóttir1-3 'Blóðmeinafræöideild Landspítala, 2iíf- og umhverfisvísindadeild, 3læknadeild HÍ heMas@landspitali.ls Inngangur: Ákveðnar samsetningar viðtaka miðla ratvísi T-frumna til vefja. Þessi ratvísi T-frumna stjórnast af samskiptum sameinda á æðaþeli við viðtaka á T-frumum. Meðal þeirra viðtaka sem miðla fari T-frumna til húðar eru viðloðunarsameindin cutaneous lymphocyte antigen (CLA) og efnatogsviðtakinn CCR4 sem stuðla að ratvísi frumnanna inn í neðri húðlög. Tjáning þessara viðtaka ákvarðast við ræsingu T-frumnanna þar sem sýnifrumur (til dæmis angafrumur) gegna lykilhlutverki. Angafrumur eru fáar í blóði og því algengt að T-frumur í rækt séu ræstar gegnum T-frumuviðtakann (með einstofna mótefnum gegn CD3 og CD28). Spurningar vöknuðu um það hvort ólík ræsing T-frumna hefði áhrif á tjáningu viðtakanna. Markmið rannsóknarinnar er að bera saman áhrif ólíkrar ræsingar á tjáningu ratvísisameinda á T-frumum sem miðla fari þeirra til húðar. Efniviður og aðferðir: Mey- (CD45RO-) og minnis- (CD45RO+) T-frumur voru einangraðar úr blóði. Átfrumur (mónócýtar) voru einangraðar úr blóði og þroskaðar í angafrumur í rækt í sjö daga með IL-4 og GM-CSF. 66 LÆKNAblaðið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað: 66. fylgirit (01.01.2011)
https://timarit.is/issue/379678

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein: Fimmtánda ráðstefnan um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum í Háskóla Íslands
https://timarit.is/gegnir/991002187629706886

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

66. fylgirit (01.01.2011)

Aðgerðir: