Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 110

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 110
XV VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 66 þessu úrtaki reyndist vera 6,2, ef CRP var >100 mg/L. Lungnabólga reyndist algengasta greiningin og kom fyrir í 120 (28,8%) tilvikum en þvagfærasýkinga sú næstalgengasta (14,4%). Flest barnanna (90,4%) höfðu verið veik lengur en í einn sólarhring áður en mæling á CRP var framkvæmd. í 296 tilfellum (71%) leiddu veikindin til innlagnar eða voru börnin inniliggjandi þegar mælingin var gerð. Alyktanir: Mjög há CRP-gildi hjá börnum benda oft til ífarandi bakteríusýkinga sem krefjast sýklalyfjameðferðar. Mælingar á CRP við greiningu veikinda geta verið gagnlegar við mat á alvarleika sýkingar og við val á réttri meðferð, sérstaklega ef einkenni hafa staðið yfir lengur en í sólarhring. V 86 Áhrif fjölsykra úr íslenskum fléttum og cyanóbakteríu á ónæmissvör THP-1 mónócýta Guðný Ella Thorlacius12'3, Sesselja S. Ómarsdóttir*, Elín Soffía Ólafsdóttír4, Ingibjörg Harðardóttir3, Jóna Freysdóttir1-2 ‘Rannsóknarstofu í gigtsjúkdómum, 2ónæmisfræðideild Landspítala, Tífefna- og sameindalíffræðistofu læknadeildar, 'lyfjafræöideild HÍ get1@hi.is Inngangur: Notkun flétta á borð við fjallagrös á sér langa sögu í alþýðulækningum og vitað er að sykrur úr fléttum, sveppum og þörungum hafa margskonar áhrif á ónæmiskerfið. Lítið er þó vitað um áhrif cýanófléttanna klappaslembru (Collema glebulentum, C.g.) og hreisturslembru (Collema flaccidum, C.f.). Markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif grófhreinsaðra fjölsykra úr klappaslembru, hreisturslembru og cýanóbakteríunni Nostoc commune (N.c.) á frumuboðamyndun og ferla sem leiða til frumuboðamyndunar í mónócýtum. Efniviður og aðferðir: THP-1 mónócýtafrumulína var ræktuð með IFN-y í 3 klst. og síðan örvuð með inneitri (LPS). Fjölsykrum í styrkjunum 1, 10 og 100 pg/mL var bætt við samhliða IFN-y eða LPS. Styrkur frumuboðanna IL-6, IL-10, IL-12p40 og TNF-ct var mældur með ELISA aðferð eftir 48 klst. örvun og hlutfallslegt magn og fosfórýlering MAP kínasa, NF kB og annara próteina með Western blot aðferð eftir 3 og 24 klst. örvun. Niðurstöður: Mónócýtar örvaðir í návist fjölsykra úr C.g, C.f. eða N.c. seyttu marktækt minna af IL-12p40 en frumur örvaðar án fjölsykra. Frumur örvaðar með fjölsykrum úr C.g. og N.c. seyttu einnig marktækt minna af IL-6. Fjölsykrurnar leiddu til aukinnar fosfórýleringar á MAP kínösunum p38 og ERK og umritunarþættinum NF-kB 3 klst. eftir örvun en minni fosfórýleringar á þeim 24 klst. eftir örvun. Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til að fjölsykrur úr fléttunum C.g. og C.f. og cýanóbakteríunni N.c. geti temprað ónæmissvar, þar sem minni seytun á IL-6 og IL-12 dregur úr Thl7 og Thl ónæmissvörum. Mögulega er þessum áhrifum miðlað af áhrifum fléttanna og cýanóbakteríunnar á MAP kínasa og/eða umritunarþáttinn NF-kB sem hvetja til umritunar á margskonar bólgumiðlum. V 87 Frumuboðar hafa áhrif á þroskun einkjörnunga yfir í æðaþelslíkar átfrumur Dagbjört Helga Pétursdóttir, Björn Rúnar Lúðvíksson Ónæmisfræðideild Landspítala bjornlud@landspitali.is Inngangur: Forverafrumur æðaþels eru taldar vera mikilvægar í viðhaldi æðaþels og nýæðamyndun en þó er enn deilt um nákvæma svipgerð þessara frumna. Þannig sýna fjölmargar rannsóknir að snemmbærar æðaþelsforverafrumur eru í reynd einkjömungar/ átfrumur sem tjá hvort tveggja sameindir einkennandi fyrir einkjörnunga og æðaþelsfrumur. Fyrri niðurstöður okkar sýna að T-frumur taka þátt í myndun klasamyndun snemmbærra æðaþelslíkra klasa (SÆK) en þó er óljóst hvort þær hafi frekari áhrif á þroskun einkjömunga í æðaþelslíkar átfrumur. Markmið þessarar rannsóknar voru því að meta hvort T-frumur og frumuboðar þeim tengdir hefðu áhrif á klasamyndun snemmbærra æðaþelsforvera og þroskun einkjörnunga úr blóði í æðaþelslíkar átfrumur. Efniviður og aðferðir: Einkjama blóðfrumur voru einangraðar úr heilbrigðum einstaklingum og þær ræktaðar með og án T-frumna. Einrtig voru einkjarna blóðfrumur ræktaðar á sama hátt með frumuboðunum TNF-a, IFN-y, IL-2, IL-4. Myndun SÆK var metin í ræktum eftir 7 daga. Eftir 14 daga var frumufjöldi og hlutfall frumna sem tjáðu sameindir einkennandi fyrir æðaþel metið með frumuflæðisjá. Niðurstöður: Ræktir án T-frumna höfðu hlutfallslega fleiri frumur sem tjáðu bæði sameindir sem taldar eru einkennandi fyrir einkjörnunga (CD14) og æðaþelsfrumur (CD144/VEGFR-2). Frumniðurstöður okkar benda til að IFN-y og IL-4 dragi úr tjáningu æðaþelssameinda á CD14+ frumum en TNF-a og IL-2 auki hlutfall frumna sem tjá einkennissameindir æðaþelsfrumna. Að sama skapi jók IL-2 einnig fjölda SÆK. Ályktanir: T-frumur og frumuboðar þeim tengdir hafa áhrif á þroskun einkjörnunga yfir í snemmbæra æðaþelsforvera. Þannig virðast boðefni sem eru tengd Thl og Th2 T-frumusvari hamli þroskun æðaþelsforvera fruma, meðan boðefni tengd frumskrefum bólgusvars auki á þroskun þessara frumna. V 88 Samanburður á svörun C57BI/6 og NMRI músa gegn inflúensubóluefni (H5N1) Sindri Freyr Eiðsson1-2, Þórunn Ásta Ólafsdóttir1-2, Luuk Hilgers4, Karen Duckworth5, Ingileif Jónsdóttir1'2'3 'Ónæmisfræðideild Landspítala, 2læknadeild HÍ, 3íslenskri erfðagreiningu, 4Nobilon Intemational BV, Boxmeer, Hollandi, 5BTG, London sindrifr@landspitali.is Inngangur: Heimsfaraldur inflúensu veldur alvarlegum veikindum og dauða og heimsfaraldur af völdum HlNl-inflúensu hefur geisað. Bólusetningarleiðir sem minnka skammtaþörf, auka verndandi ónæmissvör og breikka virkni bóluefnis með tilliti til ónæmisvaka gætu mætt þörfum fyrir bóluefni í heimsfaraldri. Nýburamýs og aldraðar mýs verða notaðar sem líkön fyrir aðalmarkhópana, unga og aldraða, til að rannsaka ónæmissvör gegn inflúensubóluefni. Markmið rannsóknarinnar var að bera saman ónæmissvör hreinræktaðra C57B1/6 og útæxlaðra NMRI nýburamúsa gegn inflúensubóluefni úr óvirkjaðri heilli veiru af H5N1 (heimsfaraldursstofn) framleiddri í vefjarækt og áhrif ónæmisglæðisins CoVaccine HT. Efniviður og aðferðir: Nýburamýs (1 viku gamlar, C57B1/6 og NMRI) voru bólusettar með 0,lpg HA inflúensubóluefni ásamt lmg eða 0,lmg CoVaccineHT, og endurbólusettar 2 vikum síðar. Viðbótarhópar fengu 0,5pg HA ásamt Alumgel eða Imject alum. Inflúensusértæk mótefni voru mæld með ELISA og hlutleysingargeta mótefna gegn inflúensuveiru var mæld með rauðkornakekkjun (Hemagglutination Inhibition Assay, HI). Niðurstöður: Inflúensusértæk mótefnasvörun jókst verulega með CoVaccineHT og reyndist sambærileg milli músastofna. Undir- flokkamynstur IgG var svipað milli músastofna, nema IgG2a, sem var 110 LÆKNAblaðið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.