Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Page 54

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Page 54
XV VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 66 með svipuð heiti. Rannsókn var gerð á virrnu hjúkrunarfræðinga þar sem meðal annars rof á vinnu þeirra við lyfjatiltekt og lyfjagjafir voru mæld. Efniviður og aðferðir: Gerð var rannsókn á vinnu reyndra hjúkrunarfræðinga með beinni athugun þar sem vinna og áhrifaþættir hennar voru mældir. Gögnum var safnað á fjórum bráðalegudeildum Landspítala 2008. Niðurstöður: Gögnum var safnað á átta morgun- og kvöldvöktum sem þátttakendur lýstu sem rólegum og viðráðanlegum. Tæp 17% af vinnutíma hjúkrunarfræðinga fór í lyfjaumsýslu. Að meðaltali var lyfjaumsýsla hjúkrunarfræðinga rofin 11,4 sinnum á vakt, oftast við lyfjatiltekt á morgunvakt. Við lyfjatiltekt voru rof oftast vegna óvæntra samskipta samstarfsmanns við þátttakanda, þátttakandi þurfti að aðstoða samstarfsmann eða lyf voru ekki til. Við lyfjagjöf voru rof oftast vegna þess að þátttakandi mat líðan sjúklings. Alyktanir: Stór hluti vinnu hjúkrunarfræðinga er lyfjatiltekt og lyfjagjöf sem hvoru tveggja krefst nákvæmni og fullrar einbeitingar. Rof í lyfjaumsýslu hjúkrunarfræðinga eru algeng en þau geta ógnað öryggi sjúklinga. Astæða er til að endurskoða verkferla og vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga á bráðalegudeildum með það fyrir augum að lágmarka rof við lyfjaumsýlsu og þar með hættuna á lyfjamistökum. E 116 Meðferðir fyrir fjölskyldur barna og unglinga sem leita eftir heilbrigðisþjónustu á barnasviði Landspítala Erla Kolbrún Svavarsdóttir, Anna Ólafía Sigurðardóttir Hjúkrunarfræöideild HÍ og Landspítala eks@hi.is Inngangur: Það hefur sjaldan verið brýnna en nú að vinna að markvissri þróun á hjúkrunarmeðferðum fyrir fjölskyldur bama og unglinga með langvinn og bráð heilbrigðisvandamál. Efniviður og aðferðir: Undanfarin þrjú ár hefur staðið yfir innleiðing á fjölskylduhjúkmn á Landspítala þar sem meðferðir hafa meðal annars verið þróaðar fyrir fjölskyldur sem leita eftir þjónustu á Barnaspítala Hringsins. Meðferðirnar byggja á Calgary fjölskylduhjúkrunarhugmy ndafræðinni þar sem sérstök áhersla er lögð á meðferðarsamræður við foreldra barnanna. Niðurstöður: I erindinu verður greint frá niðurstöðum rannsókna meðal 149 fjölskyldna barna og unglinga með langvinna og bráða sjúkdóma. Sérstök áhersla verður lögð á upplifun fjölskyldnanna af stuðningi frá hjúkrunarfræðingum og eins af sjónarmiðum foreldra á virkni fjölskyldunnar, lífsgæði þeirra og ánægju með heilbrigðisþjónustuna. Niðurstöðurnar eru kynntar í þremur meginþáttum, það er (a) árangur af einum stuttum meðferðarsamræðum (20-40 mín.) meðal 76 fjölskyldna bama og unglinga með langvinn og bráð heilbrigðisvandamál, (b) árangur af tveimur meðferðarsamræðum (50-60 mín.) meðal 70 fjölskyldna barna og unglinga með krabbamein, astma eða sykursýki og (c) árangur af þremur meðferðarsamræðum (50-60 mín.) meðal þriggja fjölskyldna barna og unglinga með nýgreint krabbamein. Ályktanir: Hagnýting niðurstaðnanna á klínískum vettvangi er rædd og tillögur að framtíðarrannsóknum kynntar. E 117 Fræðslusíða um brjóstagjöf: www.brjostagjof.is Arnheiður Sigurðardóttir, Ásrún Matthíasdóttir Háskólanum í Reykjavík arnheidur06@ru. is Inngangur: Á undanförnum árum hefur mikil áhersla verið lögð á að böm séu á brjósti eða fái brjóstamjólk og á Islandi fæðast um 4500 börn árlega. Sífellt fleiri rannsóknir hafa komið fram á síðastliðnum tveimur áratugum sem hampa ágæti brjóstagjafar fyrir móður og barn. Svo þungt vega rökin að fræðimönnum ber saman um að ekki sé kostur á betri ungbarnafæðu og fagfólk eigi að hvetja mæður og veita þeim stuðning við brjóstagjöf með öllum tiltækum ráðum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, Miðstöð heilsuverndar barna og Manneldisráð mæla með að böm séu eingöngu á brjósti í sex mánuði og hvetja til brjóstagjafar ásamt annarri fæðu í allt að tvö ár eða lengur og telja það ákjósanlegt lýðheilsumarkmið. Efniviður og aðferðir: Vefsíðan fjallar um brjóstagjöf frá ýmsum sjónarhornum meðal annars næringu, ónæmisfræði, tengslamyndun og sem uppeldisaðferð. Efni síðunnar er byggt á niðurstöðum rannsókna og rannsóknartengdu efni og er tilgangurinn að koma niðurstöðum rannsókna til fólksins með kennslufræðilegum aðferðum og auðvelda heilbrigðisstarfsfólki að vinna faglega á hverjum tíma svo auka megi gæði heilbrigðisþjónustu. Niðurstöður: Heimsóknir á www.brjostagjof.is voru frá janúar til október 2010 frá 7420 tölvum 12.617 (483-2.799) og 67.576 flettingar á síðum. Heimsóknir í október voru frá 797 tölvum 1319 heimsóknir og 11.936 flettingar. Heimsóknir fylgja mánaðalegum sveiflum í fæðingum á íslandi. Ályktanir: Draga má þá ályktun að þörf hafi verði fyrir rannsóknartengt fræðsluefni á íslensku um brjóstagjöf á veraldarvefnum og að sú fræðslan sem síðan inniheldur geti fært þjóðina nær ákjósanlegu lýðheilsumarkmiði. Síðan er sú fyrsta sinnar tegundar á íslandi sem kynnir rannsóknir á sviði brjóstagjafar og hefur verið vel tekið. E 118 Árangur lungnasmækkunaraðgerða við lungnaþembu á íslandi 1996-2008 Sverrir I. Gunnarsson', Kristinn B. Jóhannsson2, Marta Guðjónsdóttir15, Hans J. Beck3, Björn Magnússon4, Tómas Guðbjartsson2-5 1Lyflækninga-, 2hjarta- og lungnaskurÖdeild Landspítala, 3hjarta- og lungnarannsókn Reykjalundi, *Fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupstað, 5læknadeild HÍ s verrirgunnarsson @gmail. com Inngangur: Lungnasmækkunaraðgerð (lung-volume reduction surgery) getur bætt líðan og lífshorfur sjúklinga með alvarlega lungnaþembu. Þar sem fylgikvillar eru tíðirhafaþessar aðgerðirþó verið umdeildar. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna árangur þessara aðgerða hér á landi. Efniviður og aðferðir: Framsæ rannsókn á 16 sjúkhngum (meðalaldur 59 ár, 10 karlar) með alvarlega lungnaþembu sem gengust undir lungnasmækkunaraðgerð á Landspítala frá 1996 til 2008. Flestir sjúklingarnir voru stórreykingamenn og höfðu reykt í 49 pakkaár að meðaltali. f gegnum bringubeinsskurð var -20% af efri hluta beggja lungna fjarlægður með heftibyssu. Skráð voru afdrif sjúklinga, fylgikvillar, legutími og öndunarmælingar fyrir og þremur mánuðum eftir aðgerð. Meðaleftirfylgd var 8,7 ár og miðaðist við 31. des. 2009. Niðurstöður: Aðgerðartími var 86 mín. (bil 55-135) og miðgildi legutíma 17 dagar (bil 9-85). Allir sjúklingarnir lifðu af aðgerðina. Viðvarandi loftleki (n=7) var algengasti fylgikvillinn en fjórir þurftu í enduraðgerð, þrír vegna bringubeinsloss og hinir vegna blæðingar, gallblöðrubólgu og rofs á smágimi. Einn sjúkling þurfti að endurlífga í enduraðgerð. FEV^ hækkaði marktækt um 34%, úr 0,97 L (33% af spáðu) fyrir aðgerð í 1,3 L (44% af áætluðu) (p<0,001) eftir aðgerð og FVC hækkaði marktækt úr 2,9 L (76% af spáðu) í 3,3 L (87% af spáðu) eftir aðgerð (p=0,014). 54 LÆKNAblaðið 2011/97
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.