Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 107

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2011, Blaðsíða 107
XV VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 66 V 76 Áhrif skriflegrar tjáningar á líðan karla sem eru nýgreindir með krabbamein í blöðruhálskirtli. Fyrstu niðurstöður Sjöfn Ágústsdóttir1, Jakob Smári1, Heiðdís B. Valdimarsdóttir2-3 'Háskóla íslands, 2Háskólanum í Reykjavík, 3Mount Sinai School of Medicine sjofn@salomonehf.com Inngangur: Að fá greiningu um krabbamein í blöðruhálskirtli getur haft í för með sér verulega sálræna vanlíðan og streitu, en þetta er algengasta krabbamein meðal karla. Tíminn á eftir greiningu getur einkennst af verulegri streitu, því auk þess áfalls sem það getur verið að greinast með krabbamein, þá þarf hinn nýgreindi að velja á milli mismunandi kosta um meðferð við meininu, sem allir hafa í för með sér sambærilega lifun, en aftur á móti aukaverkanir sem geta haft mikil áhrif á lífsgæði. Rannsóknir benda til þess að sjúklingar sem geta tjáð sig um áhyggjur sem tengjast krabbameininu finni fyrir minni vaniíðan. Þeir geta hins vegar forðast að tjá sig vegna þess að málið er í eðli sínu viðkvæmt, aðrir sýna ekki stuðning og bregðast ekki vel við tilraunum þeirra til að tjá sig um krabbameinið. Efniviður og aðferðir: 1 rannsókninni var skoðað hvort íhlutun með skriflegri tjáningu hefði í för með sér minni vanlíðan og bætta ákvarðanatöku varðandi meðferð. Körlum nýgreindum með krabbamein í blöðruhálskirtli (n=30) var af handahófi skipað í íhlutunarhóp (fengu fyrirmæli um að skrifa um sínar innstu hugsanir og tilfinningar varðandi krabbameinið) eða samanburðarhóp (skrifuðu um hlutlaust efni eða hvernig þeir verðu deginum). Báðir hóparnir skrifuðu í 20 mínútur í senn í þrjá daga, í einrúmi heima hjá sér. Ágengar hugsanir um krabbameinið, þunglyndi, kvíði og vandi meðferðarákvörðunar voru metin á undan íhlutun (grunnlínumælingar) og þremur mánuðum síðar. Ánægja með meðferðarákvörðun var einnig metin í þriggja mánaða eftirfylgni. Niðurstöður: Niðurstöður benda til þess að eftir þriggja mánaða eftirfylgni (stjómað fyrir grunnlínumælingum) þá greini meðferðarhópurinn frá minna þunglyndi, lægri tíðni ágengra hugsana, meiri ánægju með meðferðarákvörðun og minni ákvörðunarvanda en samanburðarhópurinn. Ekki kom fram munur á kvíða hjá hópunum. Þessar fyrstu niðurstöður benda í þá átt sem búist var við: Meðferðarhópurinn greindi frá minni vanlíðan og meiri ánægju með meðferðarákvörðunina. Ályktanir: Niðurstöðurnar lofa góðu og ef þær standast fyrir stærri hóp, þá verður hagkvæmt að setja upp íhlutun af þessu tagi. Hins vegar eru þessar fyrstu niðurstöður út frá litlum hópi og þær ber því að túlka með fyrirvara. V 77 Ungbarnakveisa eða mikill óútskýrður grátur ungbarna. Kenningar og meðferð. Yyfirlit Anna Guðríður Gunnarsdóttir, Marga Thome ’Hjúkrunarfræðideild HÍ agg8@hi.is Inngangur: Hugtökin ungbarnakveisa eða óværð hafa verið notuð í nokkra áratugi til að lýsa börnum sem gráta mikið, virðast vera með krampa í meltingafærum og eru óhuggandi. Algengasta meðferðin beindist að iíkamlegum orsökum og sér í lagi að minnkun meltingatruflana og mikilli loftmyndum í þörmum. Rannsóknir síðari ára sýna að einungis 5-10% ungra barna sem gráta mikið eru með orsök af líkamlegum toga. Fleiri kenningar um mikinn grát barna hafa verið þróað síðustu tvo áratugi og einnig mismunandi meðferðaleiðir. Efniviður og aðferðir: Kerfisbundin leit var gert á efni tengda kenningum, hugtökum og rannsóknum á miklum gráti ungbama og meðferðum við því. Leitað var í gagnasöfnunum Scopus, Pubmed, Ovid, Medline, Cinahl undir lykilorðunum: colic, crying, irritability, fussing, infant, parenting, nursing, intervention, evaluation, treatment, management. Auk þess var leitað í heimildaskrám greina sem fjölluðu um efnið. Vegna mikills fjölda rannsókna sem fjölluðu um óværð var leitin þrengt við greinar á ensku og íslensku og samtengingu hugtaka. Niðurstöður: f rannsóknum sem hafa verið gerðar á fyrirbærinu eru notuð margvísleg hugtök sem hafa mismunandi merkingu. Hugtakið „ungbamakveisa" grundast á líffræði en „mikill grátur" á sál-, félags- og líffræði. Við fyrri hugtak beinast meðferðir að lyfjagjöf barnsins og næringu þess og móður. Við síðari hugtak eru meðferðir stilltar inn á samskipti foreldra og bams, skilning á tjáningu barnsins, minnkun eða aukning á áreitum og eflingu foreldra í sínu hlutverki. Ályktanir: Talið er að ástæður fyrir miklum gráti ungra barna geta verið margþættar og engin ein ákveðin meðferð beri árangur við öll börn. Vitneskja um mikinn grát ungbarna gefur til kynna að heilbrigðisstarfsmenn sem fást við greiningu og meðferð þessa fyrirbæris þurfi á safna umfangsmiklum og nákvæmum gögnum um heilsufar, samskipti og umhverfi barns og fjölskyldunnar svo hægt sé að greina fyrirbærið rétt áður en ráðlagt er ákveðin meðferð. V 78 Þýðing og forprófun á CRIES verkjamati á nýburum á vökudeild Elva Ámadóttir', Harpa Þöll Gísladóttir', Margrét Eyþórsdóttir12, Guðrún Kristjánsdóttir'-' ’Hjúkrunarfræðideild HÍ, ^Barnaspítala Hringsins gkrist@hi.is Inngangur: Fáar aðferðir hafa verið þróaðar til að meta skurðaðgerðar- tengda verki hjá nýburum. Tilgangur rannsóknarinnar var að þýða, staðla og forprófa mælitækið CRIES sem var hannað af þeim Krechel og Bildner árið 1995 til þess að meta aðgerðartengda verki hjá nýburum. CRIES í enskri útgáfu er talið vera eitt af ákjósanlegustu mælitækjunum sem hönnuð hafa verið fyrir nýbura og hafa rannsóknir sýnt fram á réttmæti þess og áreiðanleika og er það samþykkt af hjúkrunarfræðingum á nýburagjörgæslu. Efniviður og aðferðir: Notast var við lýsandi megindlega aðferðarfræði. Urtakið var þægindaúrtak 21 nýbura. Sjö nýburar duttu út vegna óviðráðanlegra aðstæðna og voru því níu drengir og fimm stúlkur í endanlegu úrtaki. Gagna var aflað á vökudeild Barnaspítala Hringsins í Reykjavík. Skilyrði fyrir þátttöku var að nýburi hafi lent í eða muni lenda í sársaukavaldandi aðstæðum. Rannsakendur voru tveir og mátu þeir nýburana við sömu aðstæður. Fylgst var með nýburunum við þrenns konar aðstæður sem eru eftirfarandi: hlutlausar aðstæður, við raskandi aðstæður og við sársaukafullar aðstæður. Ekki voru nein inngrip í þágu rannsóknarinnar þar sem einungis var fylgst með nýburunum í raunaðstæðum sem hluta af innlögn þeirra. Niðurstöður: Niðurstöður sýndu marktækan mun mælinga í öllum aðstæðum (hlutlausra, raskandi og sársaukafullra) sem staðfestir réttmæti mælitækisins og áreiðanleika milli mælenda. Benda niðurstöður því til þess að mælitækið sé gagnlegt við að meta sársauka nýbura. Ályktanir: Álykta má af niðurstöðum að ísienska þýðingin á CRIES henti vel til að meta verki hjá íslenskum nýburum. Frekari rannsókna er þó þörf til að staðfesta réttmæti og nákvæmni þess. LÆKNAblaðið 2011/97 107
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.